Færslur: Washington D.C.

Árásin á Bandaríkjaþing
Trump „laug, þjösnaðist og sveik sín heit“
Donald Trump hafði að engu örvæntingarfullar beiðnir sinna nánustu, þar á meðal barna sinna, Ivönku og Dons Jr., um að hann beitti sér til að stöðva árásina á þinghúsið í Washington hinn 6. janúar 2021, sagði Demókratinn Bennie Thompson, formaður þingnefndarinnar sem rannsakar árásina, aðdraganda hennar og eftirmál í upphafi 8. opnu vitnaleiðslna nefndarinnar á fimmtudagskvöld. Liz Cheney boðar frekar vitnaleiðslur í september.
Fresta vitnaleiðslum vegna árásarinnar á þinghúsið
Rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings, sem fer í saumana á árásinni á þinghúsið 6. janúar 2021, aðdraganda hennar og eftirmálum, frestaði í gærkvöld þriðju, opinberu vitnaleiðslunni í málinu, sem fara átti fram í dag, miðvikudag. Þingkonan Zoe Lofgren, sem á sæti í nefndinni, greindi frá þessu í viðtali við bandarísku fréttastöðina MSNBC.
Árásin á Bandaríkjaþing
Samsærið virkt og lýðræðið enn í hættu
Í kvöld fóru fram fyrstu opinberu vitnaleiðslur rannsóknarnefndar Bandaríkjaþings, sem hefur verið að rannsaka árásina á þinghúsið í Washington á síðasta ári, aðdraganda hennar og eftirmál. Formaður nefndarinnar segir árásina hafa verið hápunktinn á tilraun Donalds Trump til valdaráns.
Sonur Kings hvetur til samþykkis nýrra kosningalaga
Sonur og nafni mannréttindafrömuðarins Martins Luther King yngri ávarpaði fjöldagöngu í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, í dag þar sem hann hvatti Bandaríkjaþing til að samþykkja frumvarp til breytinga á kosningalögum.
Trump aflýsir fyrirhugðum blaðamannafundi 6. janúar
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti ákvað skyndilega að hætta við fyrirhugaðan blaðamannafund sem hann hafði boðað til á Florida 6. janúar næstkomandi. Joe Biden forseti flytur ávarp þann dag til að minnast þess að ár er liðið frá áhlaupinu á þinghúsið á Capitol-hæð.
Lögreglumenn fleiri en mótmælendur
Mótmælendurnir sem söfnuðust við þinghúsið í Washington borg í Bandaríkjunum síðdegis voru ekki nema nokkrir tugir, mun færri en lögreglumennirnir sem stóðu vaktina við háar girðingar sem settar höfðu verið upp í kringum þinghúsið í töluverðri fjarlægð.
18.09.2021 - 17:55
Þingmaður varði nótt við þinghúsið í mótmælaskyni
Bandaríski fulltrúadeildarþingmaðurinn Cori Bush varði heilli nótt á tröppum þinghússins í Washington til að andæfa því að tímabundin stöðvun útburðagerða rennur út í dag.
Biðst afsökunar á samanburði grímuskyldu við Helförina
Marjorie Taylor Greene, þingmaður Repúblikana á Bandaríkjaþingi, hefur beðist afsökunar á því að líkja grímuskyldu við illa meðferð nasista Þriðja ríkisins á Gyðingum og Helförina.
Þungvopnaður maður handtekinn í Washington
Þungvopnaður maður var handtekinn við öryggishlið nærri þinghúsinu í Washington fyrr í dag. Maðurinn hefur verið nafngreindur, heitir Wesley Allen Beeler og er búsettur í Virginíu-ríki.
Reynir að takmarka rétt Trump til beitingar kjarnavopna
Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings Nancy Pelosi, á í viðræðum við hæstráðendur í Bandaríkjaher um að takmarka möguleika Donalds Trump, fráfarandi forseta, á að fyrirskipa beitingu kjarnorkuvopna. Demókratar leita allra leiða til að koma forsetanum sem fyrst frá völdum. 
08.01.2021 - 18:15
Mike Pence andvígur því að víkja Trump úr embætti
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er andvígur því að beita því ákvæði bandarísku stjórnarskrárinnar sem heimilar brottvikningu forsetans. Fjöldi Demókrata og nokkur hópur Repúblikana hefur lagt hart að honum að fara þá leið.
Trump fordæmir ofbeldið harðlega
Donald Trump Bandaríkjaforseti fordæmir harðlega og afdráttarlaust það ofbeldi sem stuðningsmenn hans beittu með því að ryðjast inn í þinghúsbygginguna í gær. Kayleigh McEnany, talskona forsetans greindi fréttamönnum frá þessu í dag.
Borgarstjóri segir Trump bera ábyrgð á áhlaupinu
Muriel Bowser, borgarstjóri í Washington D.C. höfuðborgar Bandaríkjanna sagði á blaðamannafundi í nótt að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé talinn bera ábyrgð á áhlaupi stuðningsmanna hans á þinghúsið.
Samfélagsmiðlaaðgangi forsetans lokað í 12 klukkutíma
Twitter-aðgangi Donalds Trump Bandaríkjaforseta var í kvöld lokað næstu tólf tímana og þremur tístum hans eytt. Í einu þeirra sagði hann hópinn sem réðst inn í þinghúsið mikla föðurlandsvini.
Pence varaforseti segir ofbeldi aldrei hafa betur
Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna setti þingfund að nýju skömmu eftir klukkan eitt að íslenskum tíma með þeim orðum að óeirðaseggirnir sem ruðst hefðu inn í þinghúsið og valdið þar óskunda hefðu ekki sigrað.
Útgöngubann í gildi til morguns
Útgöngubann tekur gildi klukkan sex í Washington í kvöld og er í gildi til 6 í fyrramálið. Enn er fjöldi fólks á götum úti við þinghúsið við Pennsylvania breiðstræti og sírenuvæl glymur um borgina.
06.01.2021 - 22:52
Lögmenn Assange vilja hann lausan gegn tryggingu
Lögmenn Julians Assange, stofnanda Wikileaks, krefjast þess að hann verði látinn laus úr fangelsi gegn tryggingu. Sú krafa verður borin upp við dómara síðar í dag.
Trump ávarpar útifund á morgun
Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti staðfestir að hann ætli að ávarpa fjöldafund stuðningsfólks síns í Washington á morgun, sama dag og Bandaríkjaþing staðfestir kjör Joes Biden eftirmanns hans.