Færslur: Wall Street

Fyrst í gegnum glerþak Wall Street
Febrúar árið 2021 markar tímamót í sögu stærstu fjármálafyrirtækja á bandaríska verðbréfamarkaðnum. Þá verður Jane Fraser yfirmaður fjárfestingabankans Citigroup, og þar með fyrsta konan sem stýrir einu af stærstu fjármálafyrirtækjunum á Bandaríkjamarkaði. Fyrirtækið tilkynnti þetta í gærkvöld, þar sem núverandi stjórnandi, Michael Corbat, sagði jafnframt að hann ætli að setjast í helgan stein.
11.09.2020 - 06:27
Myndskeið
Bíóást: Heillandi siðblindingi
„Þetta var á áhugaverðum tíma því myndin kom út í desember 1987 en það hafði orðið hrun í kauphöllinni í október sama ár,“ segir fjárfestirinn Heiðar Guðjónsson um kvikmyndina Wall Street eftir Oliver Stone sem sýnd verður á RÚV á laugardagskvöldið.
16.03.2018 - 11:54
Verðfall við opnun markaða í Bandaríkjunum
Hlutabréf féllu í verði við opnun markaða í Bandaríkjunum í dag. Dagblaðið New York Times segir að ástæðan sé óróleiki í stjórnmálum vestra þar sem Donald Trump forseti eigi í erfiðleikum. Kaupahéðnar á Wall Street óttist að veikist staða forsetans verði erfitt fyrir hann að standa við kosningaloforð um skattalækkanir og afnám reglugerða.
17.05.2017 - 15:10