Færslur: Wales

Englendingar taldir flykkjast utan eftir reglubreytingu
Búist er við að Englendingar sækist í ferðalög til útlanda eftir að ríkisstjórnin tilkynnti einfaldaðar reglur um ferðalög milli landa í gær. Fullbólusett fólk sem kemur frá löndum sem ekki eru á rauðum lista þarf ekki lengur að fara í kórónuveirupróf fyrir brottför.
Bíða ráðgjafar landlækna um bólusetningu unglinga
Breska ríkisstjórnin lítur svo á að rök séu með því að bólusetja heilbrigð börn á aldrinum tólf til fimmtán ára. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar bíða ráða landlækna þjóðanna fjögurra á Bretlandseyjum áður en endanleg ákvörðun verður tekin.
Samfélagsmiðlahegðun skoðuð áður en skotvopnaleyfi fæst
Innanríkisráðuneyti Bretlands fer nú fram á að hegðun á samfélagsmiðlum verði grandskoðuð hjá þeim sem sækja um skotvopnaleyfi. Þetta kemur í kjölfar mannskæðustu fjöldaskotárásar í landinu í heilan áratug.
Flóð og flóðaviðvaranir í Lundúnum, S-Englandi og Wales
Flætt hefur um götur og neðanjarðarlestarstöðvar í Lundúnum og flóðaviðvaranir voru gefnar út víða á sunnanverðu Englandi og Wales í gær. Mikið vatns- og þrumuveður gekk yfir Suður-England og Wales á sunnudag. Svo mikil var úrkoman að asaflóð urðu á nokkrum stöðum í höfuðborginni Lundúnum sem stöðvuðu alla bílaumferð þar sem þau voru mest. Einnig raskaðist umferð neðanjarðarlesta á nokkrum línum, þar sem vatn fossaði niður í stöðvar og göng.
26.07.2021 - 00:43
Erlent · Evrópa · Náttúra · Veður · Bretland · England · Wales · Lundúnir · Flóð
Delta-afbrigðið fer mikinn á Bretlandseyjum
Kórónuveirutilfellum á Bretlandseyjum hefur fjölgað nokkuð undanfarna viku. Langflest ný smit má rekja til svokallaðs Delta-afbrigðis, sem er mjög smitandi og talið eiga uppruna sinn á Indlandi.
Íslendingur keppir í klassískri söngkeppni BBC
Íslenska sópransöngkonan, Álfheiður Erla Guðmundsdóttir, er á meðal keppenda í klassískum söng í velsku höfuðborginni Cardiff. Keppnin hefst á morgun, 12.júní, og stendur í viku. Ber hún heitið „Cardiff: Söngkona heimsins 2021“.
11.06.2021 - 22:23
Ísland eitt tólf landa á grænum ferðalista Englendinga
Ísland er meðal þeirra sautján landa sem enskum ferðalöngum verður leyft að heimsækja eftir 17. maí næstkomandi. Brýnt er fyrir Englendingum sem ætla að leggja í ferðalög að staðfesta að reglur á áfangastað leyfi ferðalög þeirra þangað.
Spegillinn
Brexit bergmál í breskum kosningum
Það var kosið víða í gær í Bretlandi, í bæja- og sveitastjórnir, kosið um borgarstjóra í stærri borgum og á þingin í Skotlandi og í Wales. Það tekur einhverja daga að telja en það eru úrslitin í einu kjördæmi sem fanga mesta athygli í dag.
07.05.2021 - 17:47
Fréttaskýring
Heimsglugginn: Kosningar á Bretlandi og ártíð Napóleons
Spennandi kosningar eru á Bretlandi í dag þar sem kosið er til þings í Skotlandi og Wales og til fjölmargra bæjar- og sveitarstjórna. Þá eru aukakosningar um þingsæti í Hartlepool í norðausturhluta Englands. Því er spáð að Íhaldsflokkurinn vinni það sæti, en Verkamannaflokkurinn hefur átt þingmann kjördæmisins frá 1964. Spennan er mest í Skotlandi þar sem Skoski þjóðarflokkurinn, SNP, gæti unnið hreinan meirihluta á skoska þinginu.
06.05.2021 - 09:25
Handtökur vegna gruns um fyrirhuguð hryðjuverk
Lögregla í Englandi og Wales hefur handtekið fimm, þar á meðal sextán ára ungling, vegna gruns um fyrirhugað hryðjuverk. Álitið er að hin handteknu tilheyri hægrisinnuðum samtökum og er hvert og eitt þeirra nú yfirheyrt á lögreglustöð í Vestur-Yorkshire. 
01.05.2021 - 18:12
Harðar aðgerðir boðaðar í Wales
Grípa þarf til harðra aðgerða í Wales til að hefta útbreiðslu kórónuveiru, að því er Mark Drakeford, fyrsti ráðherra heimastjórnarinnar greindi frá í dag. Verslunum verður lokað, nema þeim sem selja brýnustu nauðsynjar. Starfsemi flestra fyrirtækja verður stöðvuð og fólki skipað að halda sig heima. Einungis þeir mega mæta í vinnu sem ekki geta unnið heima.
19.10.2020 - 13:48
Norður-Írar og Walesverjar herða smitvarnir
Arlene Foster, fyrsti ráðherra Norður-Írlands, tilkynnti í morgun um morgun um mjög víðtækrar ráðstafanir til að reyna að stöðva útbreiðslu kórónuveirusmita. Þá tilkynnti Mark Drakeford, fyrsti ráðherra Wales, að heimastjórnin í Cardiff hefði ákveðið að banna komu fólks sem býr í öðrum hlutum Stóra-Bretlands þar sem kórónuveirusmit eru útbreidd.
14.10.2020 - 15:21
Holtasóley í hættu
Holtasóley, sem einnig gengur undir heitunum hárbrúða eða hármey, er nánast í útrýmingarhættu á Englandi. Þetta kemur fram á vef BBC.
17.07.2020 - 01:10
Erlent · England · Wales · Skotland · gróður · gróðurfar · Blóm · Bretland
Dauðsföll í Englandi mun fleiri en gefið er upp
Raunverulegur fjöldi dauðsfalla af völdum COVID-19 í Englandi og Wales var um 40 prósentum meiri en áður var greint frá. Þetta kemur fram í gögnum bresku hagstofunnar. Gögnin ná fram til 10. apríl, en unnið úr þeim rúmri viku síðar.
22.04.2020 - 04:53
Hundrað geita hjörð yfirtekur velskan strandbæ
Þegar kötturinn er frá fara mýsnar á stjá, segir í ensku máltæki, og það má hæglega yfirfæra á ástandið í velska bænum Llandudno þessa dagana. Þar er það þó ekki kötturinn sem er fjarri góðu gamni, heldur manneskjan, og í kasmírgeitur koma þar í músastað.
01.04.2020 - 04:33
Fjallkonan sjálf er fundin - hún er í Wales
Þau tíðindi urðu í vikunni að Íslendingar litu fyrsta sinni augum sjálfa Fjallkonuna í fullum skrúða og fögrum litum. Fjallkona þessi er þó ekki holdi klædd, heldur máluð af þýska listamanninum Johann Babtist Zwecker á sjöunda áratug nítjándu aldar.
16.11.2019 - 08:43
Hátæknisalerni á að sporna gegn kynlífi
Yfirvöld í velska sjávarplássinu Porthcawl ætla að reisa nýja og tæknivædda almenningssalernisaðstöðu. Samkvæmt gögnum sem fréttavefurinn WalesOnline hefur undir höndum verður vigtunarbúnaður á gólfum salernanna, sem á að meta hvort fleiri en einn séu að nota salernið í einu.
17.08.2019 - 08:12
Erlent · Evrópa · Wales
Sjálfstæðissinnar fylktu liði í Wales
Þúsundir sjálfstæðissinna komu saman í Cardiff, höfuðstað Wales, í gær. Skipuleggjendur samkomunnar segja þetta í fyrsta sinn í sögu Wales sem svo margir koma saman til að krefjast sjálfstæðis. Guardian segir nokkra úr hópnum hafa sagt að þeir hafi viljað sjálfstæði alla ævi, en aðrir færðust í þá átt eftir Brexit og vegna aðhaldsstefnu stjórnvalda.
12.05.2019 - 06:49
Erlent · Evrópa · Brexit · Bretland · Wales