Færslur: Wales

Holtasóley í hættu
Holtasóley, sem einnig gengur undir heitunum hárbrúða eða hármey, er nánast í útrýmingarhættu á Englandi. Þetta kemur fram á vef BBC.
17.07.2020 - 01:10
Erlent · England · Wales · Skotland · gróður · gróðurfar · Blóm · Bretland
Dauðsföll í Englandi mun fleiri en gefið er upp
Raunverulegur fjöldi dauðsfalla af völdum COVID-19 í Englandi og Wales var um 40 prósentum meiri en áður var greint frá. Þetta kemur fram í gögnum bresku hagstofunnar. Gögnin ná fram til 10. apríl, en unnið úr þeim rúmri viku síðar.
22.04.2020 - 04:53
Hundrað geita hjörð yfirtekur velskan strandbæ
Þegar kötturinn er frá fara mýsnar á stjá, segir í ensku máltæki, og það má hæglega yfirfæra á ástandið í velska bænum Llandudno þessa dagana. Þar er það þó ekki kötturinn sem er fjarri góðu gamni, heldur manneskjan, og í kasmírgeitur koma þar í músastað.
01.04.2020 - 04:33
Fjallkonan sjálf er fundin - hún er í Wales
Þau tíðindi urðu í vikunni að Íslendingar litu fyrsta sinni augum sjálfa Fjallkonuna í fullum skrúða og fögrum litum. Fjallkona þessi er þó ekki holdi klædd, heldur máluð af þýska listamanninum Johann Babtist Zwecker á sjöunda áratug nítjándu aldar.
16.11.2019 - 08:43
Hátæknisalerni á að sporna gegn kynlífi
Yfirvöld í velska sjávarplássinu Porthcawl ætla að reisa nýja og tæknivædda almenningssalernisaðstöðu. Samkvæmt gögnum sem fréttavefurinn WalesOnline hefur undir höndum verður vigtunarbúnaður á gólfum salernanna, sem á að meta hvort fleiri en einn séu að nota salernið í einu.
17.08.2019 - 08:12
Erlent · Evrópa · Wales
Sjálfstæðissinnar fylktu liði í Wales
Þúsundir sjálfstæðissinna komu saman í Cardiff, höfuðstað Wales, í gær. Skipuleggjendur samkomunnar segja þetta í fyrsta sinn í sögu Wales sem svo margir koma saman til að krefjast sjálfstæðis. Guardian segir nokkra úr hópnum hafa sagt að þeir hafi viljað sjálfstæði alla ævi, en aðrir færðust í þá átt eftir Brexit og vegna aðhaldsstefnu stjórnvalda.
12.05.2019 - 06:49
Erlent · Evrópa · Brexit · Bretland · Wales