Færslur: Wales

Giggs mætir fyrir dóm vegna heimilisofbeldis ákæru
Ryan Giggs, fyrrum landsliðsþjálfari Wales í knattspyrnu og einn dáðasti leikmaður Manchester United, mætir fyrir dómstóla í Bretlandi í dag. Hann var ákærður á síðasta ári fyrir að hafa beitt fyrrverandi kærustu sína og yngri systur hennar ofbeldi á heimili sínu í nóvember árið 2020. Talið er að réttarhöldin muni taka um tíu daga.
Ruglaðist á mælieiningum og dó úr koffíneitrun
Einkaþjálfari í Wales lést úr koffíneitrun eftir að hann innbyrti koffínlausn sem innihélt jafnmikið koffín og um það bil 200 venjulegir kaffibollar. Þetta er niðurstaða réttarrannsóknar, þar sem úrskurðað var að einkaþjálfarinn Tom Mansfield, 29 ára gamall tveggja barna faðir, hefði látist af slysförum. Svo virðist sem hann hafi misreiknað sig illilega þegar hann vigtaði koffínduftið sem hann drakk hinn 5. janúar 2021.
02.03.2022 - 05:35
16 létu lífið í óveðrinu Eunice
Minnst sextán létu lífið þegar stormurinn Eunice fór hamförum á Bretlandseyjum og norðvesturhluta meginlands Evrópu á föstudag og aðfaranótt laugardags. Feiknartjón varð á mannvirkjum í storminum, milljónir voru án rafmagns um lengri eða skemmri tíma og samgöngur fóru úr skorðum á landi, í lofti og á legi. Fjögur fórust í Hollandi og fjögur í Póllandi, og þrjú á Englandi. Tvö dauðsföll urðu af völdum stormsins í Belgíu og líka í Þýskalandi, og einn maður fórst á Írlandi.
20.02.2022 - 04:10
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Náttúra · Veður · Bretland · England · Wales · Írland · Pólland · Þýskaland · Holland · Belgía · Frakkland · Óveður · Stormur
Vonast til að Englendingar standist áhlaup omíkron
Boris Johnson forsætisráðherra kveðst vonast til þess að Englendingar standist áhlaup yfirstandandi kórónuveirubylgju án þess að grípa þurfi til frekari takmarkana á athafnafrelsi fólks. Heilbrigðiskerfisins bíði þó ströng glíma við omíkron-afbrigðið og afleiðingar þess.
Yfir tíu þúsund á enskum sjúkrahúsum með COVID-19
Alls liggja nú yfir tíu þúsund á enskum sjúkrahúsum með COVID-19 sem er mesti fjöldi frá því 1. mars síðastliðinn. Smitum fjölgar mjög á Bretlandseyjum af völdum omíkron-afbrigðisins.
Óbreyttar takmarkanir í Englandi fram á næsta ár
Sóttvarnaaðgerðir verða ekki hertar í Englandi fyrir áramót, ólíkt því sem gert hefur verið annars staðar á Bretlandi. Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Bretlands, greindi frá þessu í gærkvöld eftir samráðsfund ríkisstjórnar Borisar Johnsons.
28.12.2021 - 01:57
Smitum fjölgar hratt á Bretlandi og bólusetningum líka
Kórónuveirusmitum heldur áfram að fjölga á Bretlandi þar sem 122.186 manns greindust með COVID-19 á aðfangadag, fleiri en nokkru sinni fyrr á einum sólahring. Meirihluti smita er rakinn til omíkron-afbrigðisins, sem er mun smitnæmara en önnur afbrigði en mögulega ekki jafn hættulegt. Skotar, Walesverjar ög Norður-Írar hafa innleitt harðari sóttvarnareglur vegna þessa en í Englandi bíða stjórnvöld enn átekta. Fleiri voru bólusett vikuna fyrir jól en nokkru sinni á jafn skömmum tíma.
25.12.2021 - 07:17
Englendingar taldir flykkjast utan eftir reglubreytingu
Búist er við að Englendingar sækist í ferðalög til útlanda eftir að ríkisstjórnin tilkynnti einfaldaðar reglur um ferðalög milli landa í gær. Fullbólusett fólk sem kemur frá löndum sem ekki eru á rauðum lista þarf ekki lengur að fara í kórónuveirupróf fyrir brottför.
Bíða ráðgjafar landlækna um bólusetningu unglinga
Breska ríkisstjórnin lítur svo á að rök séu með því að bólusetja heilbrigð börn á aldrinum tólf til fimmtán ára. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar bíða ráða landlækna þjóðanna fjögurra á Bretlandseyjum áður en endanleg ákvörðun verður tekin.
Samfélagsmiðlahegðun skoðuð áður en skotvopnaleyfi fæst
Innanríkisráðuneyti Bretlands fer nú fram á að hegðun á samfélagsmiðlum verði grandskoðuð hjá þeim sem sækja um skotvopnaleyfi. Þetta kemur í kjölfar mannskæðustu fjöldaskotárásar í landinu í heilan áratug.
Flóð og flóðaviðvaranir í Lundúnum, S-Englandi og Wales
Flætt hefur um götur og neðanjarðarlestarstöðvar í Lundúnum og flóðaviðvaranir voru gefnar út víða á sunnanverðu Englandi og Wales í gær. Mikið vatns- og þrumuveður gekk yfir Suður-England og Wales á sunnudag. Svo mikil var úrkoman að asaflóð urðu á nokkrum stöðum í höfuðborginni Lundúnum sem stöðvuðu alla bílaumferð þar sem þau voru mest. Einnig raskaðist umferð neðanjarðarlesta á nokkrum línum, þar sem vatn fossaði niður í stöðvar og göng.
26.07.2021 - 00:43
Erlent · Evrópa · Náttúra · Veður · Bretland · England · Wales · Lundúnir · Flóð
Delta-afbrigðið fer mikinn á Bretlandseyjum
Kórónuveirutilfellum á Bretlandseyjum hefur fjölgað nokkuð undanfarna viku. Langflest ný smit má rekja til svokallaðs Delta-afbrigðis, sem er mjög smitandi og talið eiga uppruna sinn á Indlandi.
Íslendingur keppir í klassískri söngkeppni BBC
Íslenska sópransöngkonan, Álfheiður Erla Guðmundsdóttir, er á meðal keppenda í klassískum söng í velsku höfuðborginni Cardiff. Keppnin hefst á morgun, 12.júní, og stendur í viku. Ber hún heitið „Cardiff: Söngkona heimsins 2021“.
11.06.2021 - 22:23
Ísland eitt tólf landa á grænum ferðalista Englendinga
Ísland er meðal þeirra sautján landa sem enskum ferðalöngum verður leyft að heimsækja eftir 17. maí næstkomandi. Brýnt er fyrir Englendingum sem ætla að leggja í ferðalög að staðfesta að reglur á áfangastað leyfi ferðalög þeirra þangað.
Spegillinn
Brexit bergmál í breskum kosningum
Það var kosið víða í gær í Bretlandi, í bæja- og sveitastjórnir, kosið um borgarstjóra í stærri borgum og á þingin í Skotlandi og í Wales. Það tekur einhverja daga að telja en það eru úrslitin í einu kjördæmi sem fanga mesta athygli í dag.
07.05.2021 - 17:47
Fréttaskýring
Heimsglugginn: Kosningar á Bretlandi og ártíð Napóleons
Spennandi kosningar eru á Bretlandi í dag þar sem kosið er til þings í Skotlandi og Wales og til fjölmargra bæjar- og sveitarstjórna. Þá eru aukakosningar um þingsæti í Hartlepool í norðausturhluta Englands. Því er spáð að Íhaldsflokkurinn vinni það sæti, en Verkamannaflokkurinn hefur átt þingmann kjördæmisins frá 1964. Spennan er mest í Skotlandi þar sem Skoski þjóðarflokkurinn, SNP, gæti unnið hreinan meirihluta á skoska þinginu.
06.05.2021 - 09:25
Handtökur vegna gruns um fyrirhuguð hryðjuverk
Lögregla í Englandi og Wales hefur handtekið fimm, þar á meðal sextán ára ungling, vegna gruns um fyrirhugað hryðjuverk. Álitið er að hin handteknu tilheyri hægrisinnuðum samtökum og er hvert og eitt þeirra nú yfirheyrt á lögreglustöð í Vestur-Yorkshire. 
01.05.2021 - 18:12
Harðar aðgerðir boðaðar í Wales
Grípa þarf til harðra aðgerða í Wales til að hefta útbreiðslu kórónuveiru, að því er Mark Drakeford, fyrsti ráðherra heimastjórnarinnar greindi frá í dag. Verslunum verður lokað, nema þeim sem selja brýnustu nauðsynjar. Starfsemi flestra fyrirtækja verður stöðvuð og fólki skipað að halda sig heima. Einungis þeir mega mæta í vinnu sem ekki geta unnið heima.
19.10.2020 - 13:48
Norður-Írar og Walesverjar herða smitvarnir
Arlene Foster, fyrsti ráðherra Norður-Írlands, tilkynnti í morgun um morgun um mjög víðtækrar ráðstafanir til að reyna að stöðva útbreiðslu kórónuveirusmita. Þá tilkynnti Mark Drakeford, fyrsti ráðherra Wales, að heimastjórnin í Cardiff hefði ákveðið að banna komu fólks sem býr í öðrum hlutum Stóra-Bretlands þar sem kórónuveirusmit eru útbreidd.
14.10.2020 - 15:21
Holtasóley í hættu
Holtasóley, sem einnig gengur undir heitunum hárbrúða eða hármey, er nánast í útrýmingarhættu á Englandi. Þetta kemur fram á vef BBC.
17.07.2020 - 01:10
Erlent · England · Wales · Skotland · gróður · gróðurfar · Blóm · Bretland
Dauðsföll í Englandi mun fleiri en gefið er upp
Raunverulegur fjöldi dauðsfalla af völdum COVID-19 í Englandi og Wales var um 40 prósentum meiri en áður var greint frá. Þetta kemur fram í gögnum bresku hagstofunnar. Gögnin ná fram til 10. apríl, en unnið úr þeim rúmri viku síðar.
22.04.2020 - 04:53
Hundrað geita hjörð yfirtekur velskan strandbæ
Þegar kötturinn er frá fara mýsnar á stjá, segir í ensku máltæki, og það má hæglega yfirfæra á ástandið í velska bænum Llandudno þessa dagana. Þar er það þó ekki kötturinn sem er fjarri góðu gamni, heldur manneskjan, og í kasmírgeitur koma þar í músastað.
01.04.2020 - 04:33
Fjallkonan sjálf er fundin - hún er í Wales
Þau tíðindi urðu í vikunni að Íslendingar litu fyrsta sinni augum sjálfa Fjallkonuna í fullum skrúða og fögrum litum. Fjallkona þessi er þó ekki holdi klædd, heldur máluð af þýska listamanninum Johann Babtist Zwecker á sjöunda áratug nítjándu aldar.
16.11.2019 - 08:43
Hátæknisalerni á að sporna gegn kynlífi
Yfirvöld í velska sjávarplássinu Porthcawl ætla að reisa nýja og tæknivædda almenningssalernisaðstöðu. Samkvæmt gögnum sem fréttavefurinn WalesOnline hefur undir höndum verður vigtunarbúnaður á gólfum salernanna, sem á að meta hvort fleiri en einn séu að nota salernið í einu.
17.08.2019 - 08:12
Erlent · Evrópa · Wales
Sjálfstæðissinnar fylktu liði í Wales
Þúsundir sjálfstæðissinna komu saman í Cardiff, höfuðstað Wales, í gær. Skipuleggjendur samkomunnar segja þetta í fyrsta sinn í sögu Wales sem svo margir koma saman til að krefjast sjálfstæðis. Guardian segir nokkra úr hópnum hafa sagt að þeir hafi viljað sjálfstæði alla ævi, en aðrir færðust í þá átt eftir Brexit og vegna aðhaldsstefnu stjórnvalda.
12.05.2019 - 06:49
Erlent · Evrópa · Brexit · Bretland · Wales