Færslur: VR

Sjónvarpsfrétt
Átök innan ASÍ tefja gerð kjarasamninga
Ellefu formenn stéttarfélaga harma þær aðstæður í verkalýðshreyfingunni sem urðu til þess að forseti ASÍ hafi þurft að segja af sér. Formaður Bandalags háskólamanna segir að ef átök haldi áfram innan ASÍ tefji það kjarasamningaviðræður á opinbera markaðnum. 
11.08.2022 - 19:19
Vill lögleiða jafnaðarkaup
Formaður Atvinnufjelagsins, félags einyrkja, lítilla og meðalstóra fyrirtækja segir óréttlátt að hlutastarfsmenn fái hærri laun fyrir kvöld- og helgarvinnu og vill að lögleitt verði jafnaðarkaup. Verkalýðshreyfingin segir hugmyndina slæma og að hún komi ekki til greina.
02.06.2022 - 12:43
Sjónvarpsfrétt
Sólveig Anna segir yfirlýsingu Bárunnar sorglega
Formenn stéttarfélaganna Bárunnar og Eflingar deila hart hvor á aðra á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins en forseti Alþýðusambandsins hvetur til samstöðu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir sorglegt að formaður Bárunnar hafi ekki um annað merkilegra að hugsa en að senda frá sér harðorða ályktun þar sem segir að uppsagnir á skrifstofu Eflingar séu ósvífnar og óskiljanlegar.
Efling auglýsir skrifstofustörfin eftir hópuppsögnina
Auglýsing um laus störf á skrifstofu Eflingar birtist í dag. Trúnaðarmaður VR hjá Eflingu segir sum störf á skrifstofunni hafa verið lögð niður og að nú sé krafist íslenskukunnáttu. Það sé til háborinnar skammar því að með því sé verið að úthýsa þeim erlendu starfsmönnum sem hafa stutt við erlenda félaga í Eflingu. Stjórn VR heldur fund eftir hádegi og ræðir hópuppsögnina skrifstofu Eflingar. 
Viðtal
Stjórnarmenn hjá VR lengi haft áhyggjur af Eflingu
Stjórnarmenn hjá VR hafa kallað eftir aukafundi til að ræða hópuppsögn Eflingar. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hingað til hafi það verið stefna stjórnar að hlutast ekki til um málefni Eflingar með yfirlýsingum. Hann efist um að það breytist. Stjórnarmenn sem fréttastofa RÚV hefur rætt við hafa kallað eftir yfirlýsingu. Ragnar Þór segir menn lengi hafa haft áhyggjur af stöðunni hjá Eflingu.
15.04.2022 - 19:15
Kjaramál · Innlent · Efling · VR
Viðtal
Formaður VR segir hópuppsögn Eflingar ömurlega
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir hópuppsögn Eflingar vera ömurlega. Boðað hefur verið til aukafundar í stjórn VR á morgun til að ræða málið. Um tíu starfsmenn á skrifstofu Eflingar eru félagar í VR. „Það hafa náttúrulega verið gríðarleg átök í kringum félagið sem endaði með risastóru uppgjöri í síðustu kosningum til formanns og stjórnar. Maður bjóst alveg við því að það yrðu breytingar og eitthvað í kjölfarið sem myndi gerast, en ég átti ekki alveg von á þessu,“ segir Ragnar Þór.
15.04.2022 - 16:06
Skorað á stóru bankana að minnka vaxtamun
VR skorar á stóru bankana þrjá, Lands­banka, Ari­on banka og Ís­lands­banka, að lækka útlánsvexti sína og draga þannig úr vaxtamun. Álagning bankanna sé einfaldlega allt of mikil.
10.09.2021 - 15:10
Vill koma til móts við þá sem sýnt hafa óánægju
Ragnar Þór Ingólfsson sem endurkjörinn var formaður í allsherjarkosningu sem lauk í dag segir að fara verði yfir niðurstöðu kosninganna og koma til móts við þá sem hafi sýnt einhverja óánægju.
12.03.2021 - 16:49
Kjaramál · Innlent · VR
Ragnar Þór endurkjörinn formaður VR
Ragnar Þór Ingólfsson var endurkjörinn formaður VR til næstu tveggja ára. Atkvæðagreiðslan hófst á mánudag og lauk á hádegi og voru niðurstöðurnar gerðar kunnar síðdegis.
12.03.2021 - 14:27
Myndskeið
Ósammála um nálgun VR í húsnæðismálum
Óhagnaðardrifin verkefni eiga ekki heima innan lífeyrissjóða, að mati Helgu Guðrúnar Jónasdóttur, stjórnmála- og fjölmiðlafræðings, sem býður sig fram gegn Ragnari Þór Ingólfssyni, sitjandi formanni VR. Hann segir aftur á móti að hugmynd um leiguhúsnæði, sem verið er að þróa innan VR, hagnist bæði leigjendum og þeim sem fjármagni verkefnið.
28.02.2021 - 13:36
Helga Guðrún býður sig fram á móti Ragnari Þór
Núverandi formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson og Helga Guðrún Jónasdóttir gefa kost á sér til formanns VR. Kjörstjórn bárust aðeins þessi tvö einstaklingsframboð til formanns. Framboðsfrestur vegna formanns- og stjórnarkjörs VR rann út á hádegi í dag.
08.02.2021 - 16:36
Innlent · VR
Vilja stuðningslán til heimila með fullri ríkisábyrgð
VR skorar á stjórnvöld að veita heimilum, sem hafa orðið fyrir atvinnumissi og tekjufalli vegna kórónuveirufaraldursins, stuðningslán með hundrað prósenta ríkisábyrgð. Félagið leggur til að bankar meti greiðslugetu heimila og veiti þeim framfærslulán í gegnum lánatínu til allt að 18 mánaða. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að aðgerðirnar myndu kosta um það bil 18 milljarða.
11.12.2020 - 08:48
Spegillinn
Ekki hægt að skikka starfsmenn í heimavinnu
Atvinnurekendur geta ekki skikkað starfsmenn til að vinna heima samkvæmt kjarasamningsbundnum reglum um fjarvinnu. Forstöðumaður kjaramálasviðs VR segir að hugsanlega þurfi að skerpa á reglum um endurgjald vegna notkunar á eigin búnaði í heimavinnu.
28.10.2020 - 10:20
Ragnar Þór býður sig fram í embætti varaforseta ASÍ
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, býður sig fram til embættis varaforseta ASÍ á þingi sambandins í næstu viku. Morgunblaðið greinir frá og hefur eftir Ragnari sjálfum. Til stendur að fjölga varaforsetum sambandsins úr tveimur í þrjá, samkvæmt tillögu miðstjórnar ASÍ sem lögð verður fram á þinginu. Samhliða því verður meðstjórnendum fækkað um einn, úr tólf í ellefu.
17.10.2020 - 04:38
VR dregur yfirlýsingu um málefni Icelandair til baka
Stjórn VR hefur samþykkt að draga yfirlýsingu vegna málefna Icelandair til baka. Í yfirlýsingunni voru stjórnarmenn sem VR skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hvattir til að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair. Yfirlýsingin kom í kjölfar fregna um að Icelandair hyggðist slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands.
24.07.2020 - 15:29
Yfirlýsingar Ragnars Þórs „út úr öllu korti“
Seðlabankastjóri segir að tryggja þurfi sjálfstæði stjórnarmanna lífeyrissjóða, í samþykktum sjóðanna og mögulega með lögum. Hann segir yfirlýsingar formanns VR, um að stjórnarmönnum VR í Lífeyrissjóði verslunarmanna verði skipt út ef þeir fari ekki að tilmælum stéttarfélagsins, út úr öllu korti.
24.07.2020 - 12:43
Vill draga yfirlýsingu um sniðgöngu útboðs til baka
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ætla að leggja það til við stjórn VR að fyrri yfirlýsing félagsins um sniðgöngu hlutafjárútboðs Icelandair verði dregin til baka en lýsir því yfir að hann vilji að stjórn Icelandair víki. Ragnar Þór skrifar bréf til félagsmanna VR í kvöld um þetta.
21.07.2020 - 19:14
SA kallar eftir viðbrögðum SÍ við yfirlýsingu VR
Samtök atvinnulífsins kalla eftir viðbrögðum fjármálaeftirlits Seðlabankans við afskiptum stjórnar VR af Lífeyrissjóði Verzlunarmanna í kjölfar fregna af uppsögnum flugfreyja hjá Icelandair. Þau eru með verulegar aðfinnslur við vinnubrögð stjórnar sjóðsins.
„Málið er miklu stærra en Icelandair“ 
„Málið er miklu stærra en Icelandair. Það snýst um samningsrétt fólks í landinu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um framgöngu Icelandair gagnvart Flugfreyjufélagi Íslands.
Segir formann VR tefla störfum félaga sinna í hættu
Félagi í VR og starfsmaður Icelandair segir að Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR vinni beinlínis gegn hagsmunum Icelandair og tefli störfum félagsmanna sinna í hættu. Ragnar Þór segir nýjan kjarasamning Icelandair og Flugfreyjufélagsins ekki breyta þeirri skoðun sinni að stjórnendur Icelandair hafi sýnt starfsfólki óboðlega framkomu.
19.07.2020 - 18:00
Viðtal
Sammála um að forsendur lífskjarasamnings séu brostnar
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, situr á fundum ásamt formönnum 47 öðrum formönnum aðildarfélaga Alþýðusambandsins. Rætt er um forsendur lífskjarasamnings. Ragnar Þór segir fundarmenn sammála um það að forsendur lífskjarasamnings séu brostnar. Bæði hann og Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, kalla eftir aðgerðum stjórnvalda í þágu þeirra sem misst hafa vinnuna í kórónuveirufaraldrinum. Drífa segir ekki rétt að segja upp lífskjarasamningi í haust.
22.06.2020 - 13:59
Atvinnulífið fagnar en verkalýðshreyfingin vill meira
Fulltrúar atvinnulífsins eru mun jákvæðari í garð efnahagsaðgerða stjórnvalda en verkalýðshreyfingin sem segir skorta á aðgerðir fyrir heimilin. Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir aðgerðirnar skýrar og afgerandi.
Stór hluti stjórnar VR í sóttkví
Stór hluti stjórnar VR hefur verið sett í sóttkví eftir að einn úr stjórninni greindist með COVID-19 veiruna. Þetta staðfestir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Hann segir að þetta hafi komið í ljós í gær og þar sem það hafi verið stjórnarfundur á miðvikudag hafi verið tekin sú ákvörðuna að setja alla stjórnina í sóttkví.
16.03.2020 - 14:01
Ná sáttum um stjórnarmenn lífeyrissjóðs
Samkomulag hefur náðst á milli VR, Lífeyrissjóðs verslunarmanna og fráfarandi stjórnarmanna lífeyrissjóðsins sem tilnefndir voru af VR. Þetta kemur fram í tilkynningu frá VR. Deilan snerist um afturköllun fulltrúaráðs VR á umboði stjórnarmanna í lífeyrissjóðnum.
23.08.2019 - 20:28
Draga af þeim sem voru í fríi í verkföllum
Icelandair hótelin hafa dregið laun af félagsmönnum Eflingar og VR sem voru í vaktafríi þá daga sem verkföll stóðu yfir. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, veit ekki til að þess að slíkt hafi verið gert hjá öðrum fyrirtækjum.
08.04.2019 - 18:35