Færslur: VR

VR dregur yfirlýsingu um málefni Icelandair til baka
Stjórn VR hefur samþykkt að draga yfirlýsingu vegna málefna Icelandair til baka. Í yfirlýsingunni voru stjórnarmenn sem VR skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hvattir til að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair. Yfirlýsingin kom í kjölfar fregna um að Icelandair hyggðist slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands.
24.07.2020 - 15:29
Yfirlýsingar Ragnars Þórs „út úr öllu korti“
Seðlabankastjóri segir að tryggja þurfi sjálfstæði stjórnarmanna lífeyrissjóða, í samþykktum sjóðanna og mögulega með lögum. Hann segir yfirlýsingar formanns VR, um að stjórnarmönnum VR í Lífeyrissjóði verslunarmanna verði skipt út ef þeir fari ekki að tilmælum stéttarfélagsins, út úr öllu korti.
24.07.2020 - 12:43
Vill draga yfirlýsingu um sniðgöngu útboðs til baka
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ætla að leggja það til við stjórn VR að fyrri yfirlýsing félagsins um sniðgöngu hlutafjárútboðs Icelandair verði dregin til baka en lýsir því yfir að hann vilji að stjórn Icelandair víki. Ragnar Þór skrifar bréf til félagsmanna VR í kvöld um þetta.
21.07.2020 - 19:14
SA kallar eftir viðbrögðum SÍ við yfirlýsingu VR
Samtök atvinnulífsins kalla eftir viðbrögðum fjármálaeftirlits Seðlabankans við afskiptum stjórnar VR af Lífeyrissjóði Verzlunarmanna í kjölfar fregna af uppsögnum flugfreyja hjá Icelandair. Þau eru með verulegar aðfinnslur við vinnubrögð stjórnar sjóðsins.
„Málið er miklu stærra en Icelandair“ 
„Málið er miklu stærra en Icelandair. Það snýst um samningsrétt fólks í landinu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um framgöngu Icelandair gagnvart Flugfreyjufélagi Íslands.
Segir formann VR tefla störfum félaga sinna í hættu
Félagi í VR og starfsmaður Icelandair segir að Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR vinni beinlínis gegn hagsmunum Icelandair og tefli störfum félagsmanna sinna í hættu. Ragnar Þór segir nýjan kjarasamning Icelandair og Flugfreyjufélagsins ekki breyta þeirri skoðun sinni að stjórnendur Icelandair hafi sýnt starfsfólki óboðlega framkomu.
19.07.2020 - 18:00
Viðtal
Sammála um að forsendur lífskjarasamnings séu brostnar
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, situr á fundum ásamt formönnum 47 öðrum formönnum aðildarfélaga Alþýðusambandsins. Rætt er um forsendur lífskjarasamnings. Ragnar Þór segir fundarmenn sammála um það að forsendur lífskjarasamnings séu brostnar. Bæði hann og Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, kalla eftir aðgerðum stjórnvalda í þágu þeirra sem misst hafa vinnuna í kórónuveirufaraldrinum. Drífa segir ekki rétt að segja upp lífskjarasamningi í haust.
22.06.2020 - 13:59
Atvinnulífið fagnar en verkalýðshreyfingin vill meira
Fulltrúar atvinnulífsins eru mun jákvæðari í garð efnahagsaðgerða stjórnvalda en verkalýðshreyfingin sem segir skorta á aðgerðir fyrir heimilin. Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir aðgerðirnar skýrar og afgerandi.
Stór hluti stjórnar VR í sóttkví
Stór hluti stjórnar VR hefur verið sett í sóttkví eftir að einn úr stjórninni greindist með COVID-19 veiruna. Þetta staðfestir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Hann segir að þetta hafi komið í ljós í gær og þar sem það hafi verið stjórnarfundur á miðvikudag hafi verið tekin sú ákvörðuna að setja alla stjórnina í sóttkví.
16.03.2020 - 14:01
Ná sáttum um stjórnarmenn lífeyrissjóðs
Samkomulag hefur náðst á milli VR, Lífeyrissjóðs verslunarmanna og fráfarandi stjórnarmanna lífeyrissjóðsins sem tilnefndir voru af VR. Þetta kemur fram í tilkynningu frá VR. Deilan snerist um afturköllun fulltrúaráðs VR á umboði stjórnarmanna í lífeyrissjóðnum.
23.08.2019 - 20:28
Draga af þeim sem voru í fríi í verkföllum
Icelandair hótelin hafa dregið laun af félagsmönnum Eflingar og VR sem voru í vaktafríi þá daga sem verkföll stóðu yfir. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, veit ekki til að þess að slíkt hafi verið gert hjá öðrum fyrirtækjum.
08.04.2019 - 18:35
Verkfall hjá Strætó hefst klukkan 16
Verkfall strætisvagnabílstjóra Almenningsvagna Kynnisferða hefst klukkan 16 og stendur til 18 í dag. Öllum öðrum verkföllum sem Efling og VR hafa boðað á næstu vikum hefur verið aflýst. Sagt var í hádegisfréttum að verkfallinu í dag hafi einnig verið aflýst og er það leiðrétt hér með.
02.04.2019 - 13:28
Áfram fundað vegna kjaradeilu í dag
Fundur í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins við VR, Eflingu og fjögur önnur stéttarfélög heldur áfram í hádeginu í dag. Fulltrúar þeirra eru í fjölmiðlabanni og mega því ekki tjá sig um gang viðræðnanna.
31.03.2019 - 09:29
VR lánar félagsmönnum sem misstu starf hjá WOW
VR ætlar að lána félagsmönnum sínum sem störfuðu hjá WOW air jafnvirði þeirra launa sem þeir hefðu fengið um mánaðamótin. Starfsmennirnir eru um 250 talsins. Miðað verður við hámark Ábyrgðarsjóðs launa.
29.03.2019 - 16:10
Innlent · VR · Wow air · Uppsagnir
52,25% samþykktu verkfall hjá VR
Félagsmenn í VR samþykktu verkfallsaðgerðir í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Þetta var tilkynnt nú eftir hádegi í höfuðstöðvum VR í Kringlunni.
12.03.2019 - 13:10
Framboðsfrestur VR rennur út í dag
Það skýrist í dag hvort Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fái mótframboð í embætti formanns. Frestur til að skila inn framboðum rennur út klukkan 12:00 á hádegi. Formaður VR situr í tvö ár í senn.
11.02.2019 - 11:49
Innlent · VR
Krefjast afturvirkra samninga
Stéttarfélögin þrjú sem á dögunum hættu samstarfi við Starfsgreinasambandið og vísuðu kjaradeilu sinni til Ríkissáttasemjara gera kröfu um að samningar þeirra við Samtök atvinnulífsins gildi frá og með 1. janúar næstkomandi, óháð því hvenær samningar nást. Dragist samningar á langinn verði þeir einfaldlega afturvirkir til þess dags.
27.12.2018 - 05:38
Viðtal
VR teikni atvinnurekendur upp sem vonda fólkið
Auglýsing VR, þar sem Georg Bjarnfreðarson dregur salernisgjald, reiðhjólagjald og matargjald af launum starfsmanns og býðst til að hýsa hann í lager verslunar fer fyrir brjóstið á Samtökum verslunar og þjónustu. Margrét Sanders, formaður SVÞ, segir hinar auglýsingar félagsins góðar en að í þessari tilteknu auglýsingu fari húmorinn yfir strikið. Margrét var gestur Morgunútvarpsins á Rás 2. 
18.12.2018 - 08:20
VR og Efling
Greiðslur úr sjúkrasjóðum hafa hækkað mikið
Greiðslur úr súkrasjóðum tveggja stærstu stéttarfélaga landsins, VR og Eflingu, hafa aukist til muna í ár. Á fyrstu sjö mánuðum ársins hækkuðu greiðslur úr sjúkrasjóðum VR um 43 prósent miðað við sama tímabil í fyrra og hjá Eflingu nam sambærileg hækkun á greiðslu dagpeninga 39 prósentum á sama tíma.
04.10.2018 - 05:51
Sjúkrasjóður nálgast þolmörk vegna kulnunar
Sjúkrasjóður VR er kominn að þolmörkum vegna aukinnar kulnunar í starfi meðal félagsmanna. Formaður VR segir að kulnun sé alvarlegra vandamál en fólk geri sér almennt grein fyrir.
26.07.2018 - 19:25
Krefjast laga um leigufélög í kjaraviðræðum
Efling, VR og Verkalýðsfélags Akraness munu krefjast þess í komandi kjarasamningum að lög verði sett til að tryggja með afgerandi hætti réttindi leigutaka. Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Hún hefur rætt þessa kröfu við Vilhjálm Birgisson, formann Verkalýðsfélags Akraness, og Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR.
30.04.2018 - 15:19
Segir byltingaröldu í verkalýðshreyfingunni
Byltingaralda virðist skekja verkalýðshreyfinguna um þessar mundir segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og vísar í auk VR og Eflingar í kosningar hjá Matvís, Félagi vélstjóra og málmtæknimanna og á Suðurnesjum. Tveir yfirlýstir stuðningsmenn Ragnars Þórs náðu kjöri í stjórn VR í gær.
14.03.2018 - 08:18
Kjaramál · Innlent · VR · ASÍ
„Hefði kannski viljað sjá meiri endurnýjun“
Fimm núverandi stjórnarmenn í VR náðu endurkjöri í stjórnarkosningum sem lauk í dag. Tveir yfirlýstir stuðningsmenn Ragnars Þór Ingólfssonar formanns VR eru nýir í stjórninni.
13.03.2018 - 15:16
Kjaramál · Innlent · VR
Vilja semja til eins árs
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir tal formanns SA um kröfugerð upp á 20% launahækkun alls ekki eiga við um kröfugerð VR og landssambands íslenskra verzlunarmanna.
20.04.2015 - 12:49