Færslur: Vopnuð átök

Sjö látnir og hundruð slasaðir eftir mótmæli í Súdan
Minnst sjö féllu í átökum milli mótmælenda og hersins í Súdan í dag. Um 140 manns eru talin hafa slasast þegar herinn skaut á mótmælendur. Mótmælin urðu í kjölfarið á valdaráni hersins í landinu, þar sem þeir handtóku æstu ráðamenn og rufu fjarskipti. Breska ríkisútvarpið hefur eftir mótmælendum að neyðarástand ríki í landinu eftir valdtökuna.
25.10.2021 - 23:33
Tólf almennir borgarar fallnir í Kasmír-héraði
Almennur borgari lét lífið í kúlnahríð milli indverskra öryggissveita og uppreisnarmanna í Kasmír-héraði í morgun. Átök hafa færst í aukana þar undanfarna mánuði en tólf óbreyttir borgarar hafa fallið frá mánaðamótum.
24.10.2021 - 12:03
Segir kennara hafa komið í veg fyrir manndráp
Starfsmenn Borgarholtsskóla komu hugsanlega í veg fyrir dauðsföll með því að fara á svig við það sem þeir lærðu á sjálfsvarnarnámskeiði og grípa inn í vopnuð átök sem brutust út í skólanum í janúar, þetta er mat Ársæls Guðmundssonar, skólameistara sem flutti erindi um atburðinn á námsstefnu Landssambands slökkviliðsmanna í dag. Mikill viðbúnaður var vegna árásarinnar og sérsveitin meðal annars kölluð til. 
23.10.2021 - 14:41