Færslur: Vopnafjörður

Mannabein fundust í fjöru á Vopnafirði
Lögreglan á Austurlandi fékk tilkynningu í morgun um að mannabein hefðu fundist í fjöru á Vopnafirði.
Vopnfirðingar ekki lengur á varaafli
Vopnafirðingar þurfa ekki lengur að nota varaafl því viðgerð lauk á Vopnafjarðarlínu í gær. Línan hafði þá verði úti frá því á aðfaranótt sunnudags. Þegar viðgerðarmenn frá Landsneti freistuðu þess að gera við línuna á sunnudag sluppu þeir naumlega frá snjóflóði. Ekki reyndist unnt að komast á Hellisheiði eystri að biluninni fyrr en í gær þegar unnt var að fljúga með viðgerðarmenn í þyrlu Landhelgisgæslunnar.
18.02.2021 - 07:40
Sjónvarpsfrétt
„Rosalega gott að vera byrjaður að veiða loðnu aftur”
Íslensk loðnuskip koma nú í land hvert af öðru og skapa milljónaverðmæti í sjávarbyggðum víða um land. Skipstjóri, sem landaði loðnu á Vopnafirði í dag, segir rosalega gott að komast aftur á loðnuveiðar.
17.02.2021 - 22:20
Flogið með Vopnafjarðarlínuviðgerðamenn í þyrlu
Flogið verður með viðgerðarmenn í þyrlu á Hellisheiði eystri í dag svo unnt verði að gera við bilun í Vopnafjarðarlínu. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti ætti rafmagn að vera komið á að nýju um sexleytið í kvöld. Vopnafjörður hefur verið knúinn með varaafli frá því aðfaranótt sunnudags þegar bilun kom upp í tengilínu.
17.02.2021 - 11:58
Komust ekki til viðgerða á Vopnafjarðarlínu
Ekki reyndist unnt að koma viðgerðarliði á Hellisheiði eystri þar sem skemmdir urðu á Vopnafjarðarlínu á sunnudag. Línumenn Landsnets sluppu naumlega undan snjóflóði á sunnudag þegar þeir voru að gera við slitna festingu. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir að vegna veðurs hafi ekki verið unnt að fljúga með viðgerðarmenn í þyrlu í gær.
17.02.2021 - 08:14
Rafmagnslaust á Vopnafirði í nótt - Nota varaafl
Bilun í Vopnafjarðarlínu sló út rafmagni í öllum Vopnafirði um hálffjögurleytið í nótt. Klukkutíma síðar voru allir íbúar komnir með rafmagn framleitt með varaafli sem enn er notast við. Samkvæmt upplýsingum frá Rarik má búast við að varaafl verði keyrt fram eftir degi, þar til Landsnet hefur fundið orsök bilunarinnar og gert við línuna.
14.02.2021 - 12:55
Hnífstunga á Akureyri um síðustu helgi
Einn var fluttur á sjúkrahús vegna hnífstungu í heimahúsi á Akureyri um liðna helgi. Samkvæmt Lögreglunni á Norðurlandi eystra hefur verið farið fram á farbann yfir þeim sem er grunaður um verknaðinn. Rannsókninni miðar vel áfram og er á lokastigi.
Björgunarsveitir leita skipverjans í Vopnafirði í dag
Leit í Vopnafirði að skipverjanum sem saknað er hófst um klukkan hálf tíu í morgun. Leitarsvæðið nær frá Selnibbu norðanmegin í Vopnafirði, inn fjörðinn, um sandfjörur og út að Búri sunnan megin í firðinum.
24.05.2020 - 11:00
Leit í Vopnafirði frestað í dag vegna veðurs
Ákveðið hefur verið að fresta leit að skipverja í Vopnafirði í dag vegna veðurs. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Austurlandi segir að það sé vindur og talsverður sjógangur og skilyrði til leitar því slæm og ekki unnt að halda henni áfram í dag.
23.05.2020 - 11:59
Leit að skipverja hætt í dag
Sjómaðurinn sem leitað hefur verið að á Vopnafirði undanfarna daga heitir Axel Jósefsson Zarioh og er á nítjánda aldursári. Hann er búsettur í Kópavogi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 
22.05.2020 - 17:28
Áfram leitað á Vopnafirði
Leit hófst að nýju í morgun um klukkan hálfátta að skipverja sem saknað er á Vopnafirði. Björgunarsveitin Vopni nýtur aðstoðar björgunarsveitarinnar Lífsbjargar úr Snæfellsbæ við leitina. Lífsbjörg á leitartæki sem kölluð er Coastex og er leitarprammi með glugga til að skanna botn á grunnsævi.
22.05.2020 - 11:36
Leit hætt í dag
Leit að skipverjanum sem saknað hefur verið frá því á mánudag hefur ekki borið árangur. Félagar úr Björgunarsveitinni Vopna og slysavarnafélaginu Sjöfn leituðu í dag frá Tangasporði að Sandvík og þar í sandfjörunum. Leit á sjó hefur verið frestað vegna sjógangs en leitarskilyrði verða endurskoðuð þegar líður á kvöldið. Frekari leit á landi verður ekki haldið áfram í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.
21.05.2020 - 18:53
Leit verður haldið áfram á morgun
Leit hefur verið hætt í dag að skipverjanum sem saknað er af fiskiskipi frá Vopnafirði. Hjalti Bergmar Axelsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Austurlandi, segir veður fara versnandi í Vopnafirði og talsverður sjógangur vegna vinds. 
20.05.2020 - 18:10
Hlé gert á leit vegna veðurs
Leit stendur enn yfir að skipverja sem talið er að hafi farið í sjóinn af netabáti á Vopnafirði í fyrradag. Aðstæður til leitar voru góðar í morgun en versnuðu lítillega um hádegisbil vegna vinds. Hlé var gert á leit á sjó um tvöleytið en fjörur eru enn gengnar. Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að fljótlega verði tekin ákvörðun um framhald leitar í dag en það ræðst af veðri.
20.05.2020 - 15:56
Myndskeið
Leitin í dag bar ekki árangur
Umfangsmikil leit að skipverja sem talið er að hafi farið í sjóinn í Vopnafirði í gær hefur engan árangur borið. Hátt í 200 manns tóku þátt í aðgerðum í dag. Snemma í morgun streymdu björgunarsveitarmenn af Austur- og Norðausturlandi til Vopnafjarðar. Aðstæður til leitar voru góðar og bjart veður. Leitarmenn voru um 140 og þeim skipt í 45 leitarhópa sem dreifðu sér um strandlengjuna.
19.05.2020 - 20:24
140 björgunarsveitarmenn leita skipverjans
Hundrað og fjörutíu björgunarsveitarmenn af öllu Austurlandi leita nú að skipverja af netabáti sem kom til hafnar á Vopnafirði í gær. Leitarmenn telja sig vita hvar talið er að maðurinn hafi farið í sjóinn og miðast leitarsvæðið við allan Vopnafjörð.
19.05.2020 - 12:45
Samið um starfslok við sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps
Þór Steinarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, hefur komist að samkomulagi við sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps um starfslok. Hann greinir frá þessu á Facebook og segir að ástæðan sé fyrst og fremst ólík sýn á hlutverk og störf sveitarstjóra. Hann hefur verið sveitarstjóri eitt og hálft ár.
14.02.2020 - 22:06
Ammoníakleki í frystihúsinu á Vopnafirði
Ammoníakleki varð í sambyggðu húsi frystihússins og sláturhússins á Vopnafirði. Ammoníak lak þá inn í umbúðageymslu frystihússins frá sláturhúsinu við hliðina. Öll vinnsla í frystihúsinu var stöðvuð. Þar sem lekinn var í umbúðageymslu tók nokkurn tíma að hefja hreinsun því það þurfti að ná öllum umbúðunum út.
31.07.2019 - 16:51
Fréttaskýring
Víðtæk áhrif loðnubrestsins
Loðnubresturinn er skellur fyrir sjómenn og starfsfólk í landvinnslu. Sumir sjá fram á að árstekjurnar skerðist um helming. Fiskvinnslufólk hefur sumt varið vikum og mánuðum í að skrúbba hvern fermetra í vinnsluhúsunum á strípuðum grunnlaunum og sveitarfélög sem mest reiða sig á loðnu eru þessa dagana að gera upp við sig hvernig skuli bregðast við tekjusamdrætti. Ríkið missir líka milljarða. Formaður samtaka sjávarútvegsfyrirtækja segir fordæmi fyrir að það aðstoði byggðir vegna aflabrests.
Fyrsta síldin eftir verkfall til Vopnafjarðar
Uppsjávarskip HB Granda, Venus NS, kom til heimahafnar á Vopnafirði í morgun með fyrsta síldaraflann eftir að sjómannaverkfalli var frestað. Þetta voru 1200 tonn af síld sem fékkst í fimm holum vestur af Faxaflóa.
Byggðakvótinn seldur á almennum markaði
Útgerðaraðilar á Vopnafirði selja megnið af bolfiskafla í kvóta á almennum markaði vegna skorts á vinnslu í bæjarfélaginu. 550 tonnum af byggðakvóta var úthlutað í bæjarfélaginu á síðasta fiskveiðiári. Fiskistofa sinnir eftirliti illa að mati sveitarstjóra Vopnafjarðar en grásleppuafli bæjarins er væntanlega misskráður á Akranesi. Þrátt fyrir að vinnsla sé ekki tryggð í bæjarfélaginu fær Vopnafjarðarhreppur tæp 200 tonn í úthlutun Atvinnu- og Nýsköpunarráðuneytisins á byggðakvóta í ár.
15.12.2015 - 18:05