Færslur: Vopnaburður

Viðtal
Vopnatilkynningum hefur fjölgað mikið síðustu ár
Lögregla fær mun oftar en áður tilkynningar um notkun vopn. Flestar snúa þær að hnífamálum en tilkynningum um skotvopn í umferð hefur einnig fjölgað mikið.
Lögregla í Toronto banaði vopnuðum byssumanni
Lögregla í Toronto, fjölmennustu borg Kanada, skaut ungan, vopnaðan mann til bana í gær. Ákveðið var að loka nokkrum skólum í borginni vegna líkinda við mannskæða árás í Bandaríkjunum fyrir tveimur dögum.
27.05.2022 - 02:00
Danir fengu lista yfir vopn sem Úkraínumenn þarfnast
Danska utanríkisráðuneytinu hefur borist einhvers konar óskalisti frá stjórnvöldum í Úkraínu um þann vopnabúnað sem ríkið vantar. Nokkur ríki hafa þegar látið þeim vopn í té en danska varnarmálaráðuneytið verst svara.
Morgunútvarpið
Segir aukast að ungmenni kaupi vopn á smáforriti
Færst hefur í aukana að ungmenni hérlendis beri vopn, að sögn Guðrúnar Ágústu Ágústsdóttur, uppeldis-, fíkni- og fjölskyldufræðings. Hún tekur undir orð lögreglumanns sem ræddi um aukningu grófra ofbeldisbrota við fréttastofu um helgina. Hún segir ungmennin útvega sér ólöglegan varning á snjallforriti og margir sem hún hafi rætt við beri ýmiss konar vopn á skólatíma.
Vopnalagabrot á Austurlandi til rannsóknar lögreglu
Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hótanir með skotvopni gegn fólki sem dvaldi í sumarhúsahverfi utan við Egilsstaði síðastliðna nótt. Grunur leikur á að þrjár rjúpnaskyttur sem gistu í nálægum bústað eigi hlut að máli.
Vopnaður boga og örvum á Selfossi
Maður, vopnaður boga og örvum, var handtekinn á Selfossi í nótt. Lögregla fékk tilkynningu á fimmta tímanum í nótt um að maðurinn væri á gangi við Tryggvatorg. Lögregla fylgdist með honum nokkra stund og handtók hann svo á Árvegi til móts við Hörðuvelli. Hann lagði strax niður vopnin og var færður í fangaklefa.
Útköll vegna ölvunar, hávaða og ólöglegra vopna
Lögregla var kölluð út um klukkan hálf tíu í gærkvöld vegna umferðaróhapps í Hlíðahverfi í Reykjavík, kemur fram í dagbók lögreglu. Maður var í framhaldi handtekinn grunaður um að hafa valdið tjóni á tveimur bifreiðum undir áhrifum áfengis og fíkniefna, auk þess að hafa fíkniefni í fórum sér. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins.
Handteknir við að afhenda „Hamasliða“ vopnabúnað
Tveir Bandaríkjamenn á þrítugsaldri hafa verið handteknir og ákærðir eftir að þeir létu manni sem þeir héldu fulltrúa Hamas-samtakanna hljóðdeyfa og annan búnað fyrir byssur í té.
05.09.2020 - 00:29
Telja enga þörf á því að sendiherrar gangi um vopnaðir
Formaður og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis eru sammála um að ekki komi til greina að veita erlendum sendiherrum heimild til að bera vopn sér til varnar. Þá virðist ekkert benda til þess að þörf sé á vopnuðum vörðum í sendiráðum hér.