Færslur: Volodymyr Vyatrovych

Óttast að 300 hafi látist í árás á leikhús í Mariupol
Að minnsta kosti 300 fórust í loftárás á leikhús í borginni Mariupol 16. mars að því er yfirvöld í borginni segja nú. Mikill fjöldi almennra borgara hafði leitað skjóls í leikhúsinu eftir linnulausar árásir rússneska hersins á borgina. Hafnarborgin Mariupol hefur verið í herkví Rússa frá því á fyrstu dögum innrásar þeirra í Úkraínu fyrir mánuði.