Færslur: Volkswagen

Hafna að veita ríkisábyrgð vegna mannréttindabrota
Þýska ríkisstjórnin hefur neitað að veita fyrirtæki ríkisábyrgð fyrir fjárfestingum í Kína í ljósi mannréttindabrota gegn múslímskum minnihlutahópum í Xinjiang-héraði. Robert Habeck efnahagsráðherra Þýskalands segir þetta vera í fyrsta sinn sem ábyrgð er hafnað vegna mannréttindabrota.
Rússar hyggjast endurlífga fornfrægt bílamerki
Fjöldi alþjóðlegra bílaframleiðslufyrirtækja hefur yfirgefið Rússland eftir að Vladimír Pútín forseti fyrirskipaði innrás í Úkraínu 24. febrúar. Rússar hafa fundið leið til að bregðast við því og hyggjast endurlífga fornfrægt bílamerki.
Sjálfkeyrandi bílar á markað innan áratugar
Forstjóri þýska bílaframleiðandans Volkswagen segir að sjálfkeyrandi bílar verði komnir á markað á næsta áratug.
06.12.2020 - 19:25
Volkswagen greiðir skaðabætur í Brasilíu
Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen undirritaði sögulegt samkomulag við saksóknara í Brasilíu um skaðabætur vegna aðgerða fyrirtækisins á tímum herstjórnarinnar. AFP fréttastofan hefur þetta eftir tilkynningu frá fyrirtækinu.
Volkswagen fjárfestir í kínverskum fyrirtækjum
Þýski bílarisinn Volkswagen hefur tilkynnt að hann hafi lagt fram tveggja milljarða evra fjárfestingu í tveimur kínverskum fyrirtækjum sem sérhæfa sig í framleiðslu rafknúinna farartækja.
29.05.2020 - 07:07
Hundruð þúsunda í mál við Volkswagen
Um það bil 450 þúsund eigendur Volkswagen dísilbíla - flestir þýskir - hafa höfðað mál á hendur Volkswagen bílasmiðjunum og krefjast bóta vegna hugbúnaðar sem gaf rangar upplýsingar um mengandi útblástur frá bílum þeirra. Upp komst um svikin fyrir fjórum árum.
30.09.2019 - 09:23
372.000 manns í mál við Volkswagen
Tæplega 400 þúsund þýskir eigendur Volkswagen-bíla sem búnir eru vélum sem svindluðu á útblástursprófum ætla í hópmálsókn gegn bílaframleiðandanum.
03.01.2019 - 16:28