Færslur: Vogur

Lokunin á Vogi hafi óveruleg áhrif á biðlista
Stefnt er að því að taka aftur á móti fólki í áfengismeðferð á sjúkrahúsinu Vogi á fimmtudag eftir því var lokað vegna hópsmits í síðustu viku. Yfirlæknir segir lokunina hafa óveruleg áhrif á biðlista.
11.01.2022 - 11:43
Stefnt að því að opna Vog á fimmtudag
Yfirlæknir á Vogi vonast til þess að hægt verði að taka á móti fólki í áfengismeðferð á fimmtudag. Fyrir helgi var spítalanum lokað eftir að þrjátíu og þrír sjúklingar og starfsmenn smituðust af kórónaveirunni.
08.01.2022 - 14:04
Lestin
Föst með strákum því það mátti ekki sveigja reglurnar
„Þetta mjög erfiður tími sem setti mig svolítið aftur á bak í mínu ferli,“ segir Ísabella, trans kona sem var skikkuð til að vera með körlum á gangi í meðferð á Vogi því hún var komin svo skammt á veg í greiningarferli sínu. Reglunum hefur verið breytt en hún og Alexander Laufdal vilja ganga lengra og sjá sérúrræði fyrir hinsegin fólk með fíknivanda.
01.12.2021 - 10:07
Innlent · Mannlíf · Trans · Hinsegin · Fíkn · Vogur
Fjárlögin vonbrigði fyrir SÁÁ
Einar Hermannsson, forstjóri framkvæmdastjórnar SÁÁ, segir nýtt fjárlagafrumvarp vera mikil vonbrigði fyrir samtökin. Biðlistar í áfengismeðferð hafa lengst verulega frá upphafi heimsfaraldursins og óttast hann að álagið aukist enn frekar á næsta ári.
Fjórðungur sjúklinga á Vogi og Vík ekki fullbólusettur
SÁÁ hóf á dögunum samstarf við Heilsugæsluna um bólusetningar skjólstæðinga sinna. Þetta var ákveðið þegar í ljós kom að aðeins fjórðungur þeirra sem lágu inni á Vogi og Vík var ekki bólusettur, eða aðeins hálfbólusettur. Þóra Björnsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Vogi, segir að margir þeirra séu í áhættuhópum og því hafi verð byrjað að keyra þá í bólusetningu.
Andlátum vegna ópíóðafíknar fjölgar ekki hér á landi
Dauðsföllum vegna ópíóðafíknar hefur ekki fjölgað vegna lyfjaeitrunar þrátt fyrir aukna neyslu. Fleiri voru lögð inn á Vog vegna ópíóðafíknar á síðasta ári en árin þar á undan. Yfirlæknir á Vogi telur að þakka megi meðferð og velferðarkerfi að andlátin séu ekki fleiri hér.
Hærri þröskuldur fyrir nauðungarvistanir á Íslandi
Almennt er auðveldara að fá fólk með fíknivanda eða geðrænan vanda nauðungarvistað í nágrannalöndum okkar en hér á landi. Þetta segir geðlæknir á sjúkrahúsinu Vogi. Hann segir ekki einsdæmi að fólk með fíknivanda og geðræn vandamál mæti úrræðaleysi í kerfinu.
16.03.2021 - 16:53
21 lést á biðlista á tveimur árum
Þrettán létust á meðan þeir biðu eftir því að vera lagðir inn á sjúkrahúsið Vog í fyrra og átta árið 2018. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Söru Elísu Þórðardóttur, varaþingmanns Pírata, um meðferðarúrræði og biðlista á Vogi. Enginn hefur látist við biðina á þessu ári.
Biðla til almennings vegna áhrifa faraldursins
Áhrif COVID-19 á tekjuöflun SÁÁ hafa verið mikil og áhrifanna gætir ekki einungis hjá sjúklingum sem fara í meðferð á sjúkrahúsinu Vogi heldur einnig hjá aðstandendum. Á föstudaginn verður söfnunarþáttur SÁÁ „Fyrir fjölskylduna“ í beinni útsendingu klukkan 19:40 á RÚV.
30.11.2020 - 16:25
Allir starfsmenn á Vogi fengu neikvætt úr skimun
Sýni voru tekin úr öllum starfsmönnum á Sjúkrahúsinu Vogi í gær og reyndist enginn sýktur af veirunni. Allir sjúklingar verða skimaðir síðar í dag.
28.10.2020 - 09:04
Öllum innlögnum á Vog frestað eftir COVID-smit
Öllum innlögnum á Sjúkrahúsið Vog hefur verið frestað eftir að COVID-19 smit greindist hjá sjúklingi þar á laugardaginn. 17 sjúklingar af sömu deild eru nú í sóttkví auk þriggja starfsmanna. Þá greindist starfsmaður á Vogi með COVID-19 á sunnudaginn og fór einn samstarfsmaður hans í sóttkví í kjölfar þess.
Sjúklingur á Vogi smitaður
Sjúklingur á sjúkrahúsinu Vogi greindist í dag með COVID-19. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir segir í samtali við fréttastofu að verið sé að kortleggja smitið og finna út hverjir þurfa í sóttkví. Ljóst sé að það er einhver hópur.
24.10.2020 - 18:16
Minni eftirspurn eftir meðferð ungs fólks vegna aðgerða
Framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ þakkar það aðgerðum stjórnvalda að minni eftirspurn sé meðal yngstu aldurshópanna eftir meðferð við áfengis- og vímuefnaneyslu. Hún vonar að viðbrögð vegna kórónuveirunnar leiði til frekari aðgerða til að sporna við dauðsföllum vegna vímuefna.
07.09.2020 - 12:38
Myndskeið
Þeir sem misstu tökin í faraldrinum leita aðstoðar núna
Tvöfalt fleiri hafa leitað til Geðhjálpar í ár en á sama tíma í fyrra. Samtökin vilja að geðheilbrigðiskerfið verði tilbúið að takast á við mikinn skell í haust.  Á Vog leitar nú fólk sem missti tökin á neyslunni í faraldrinum.
19.07.2020 - 19:25
Segir engin áform uppi um lokanir í sumar
Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ, segir að engar lokanir séu á áætlun á sjúkrahúsinu Vogi. Valgerður áréttaði þetta í tilkynningu sem hún birti á Facebook í dag.
23.06.2020 - 18:31
Innlent · Vogur · SÁÁ
Segir vanda SÁÁ víst snúast um peninga
Þetta snýst um stóran rekstrarreikning. Það eru mikil útgjöld hjá sjúkrahúsinu og það sýnir hvert stefnir í fjármálunum. Þetta sagði Þórarinn Tyrfingsson í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. 
Stefnir í hópuppsagnir á Vogi
Víðir Sigrúnarson, yfirlæknir á Vogi, segir að það stefni í hópuppsagnir hjá starfsfólki á meðferðarsviði SÁÁ. Hann er einn þeirra sem ætla að segja upp ef ekki verður skipuð ný framkvæmdastjórn innan samtakanna.
06.04.2020 - 17:00
Ekki allir á biðlistanum hafi þörf fyrir meðferð á Vogi
Í mars 2020 voru 530 einstaklingar á biðlista eftir innlögn á Vogi, af þeim voru 115 komnir með innlagnardag á næstu þremur vikum. Ráðherra telur að hægt væri að stytta biðlista verulega með faglegri aðgangsstýringu, því ekki allir á biðlistanum hafi raunverulega þörf fyrir meðferð á Vogi.
03.04.2020 - 18:24
Formaður SÁÁ býðst til að stíga til hliðar
Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, hefur boðist til að stíga til hliðar sem formaður samtakanna í þeirri von að Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, dragi uppsögn sína til baka.
28.03.2020 - 16:34
Hörmulegt að þurfa að segja góðu fólki upp
Efnahagslægðin vegna kórónuveirunnar hefur komið höggi á rekstur SÁÁ, líkt og nær allra fyrirtækja og stofnana í landinu. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, segir að staðan sé ekki góð og að bregðast hafi þurft hratt við. Allar leiðir hafi verið skoðaðar, þar á meðal að selja eignir, en að niðurstaðan hafi verið sú að segja átta starfsmönnum upp og lækka starfshlutfall allra annarra um 20 prósent.
27.03.2020 - 15:20
Innlent · SÁÁ · Vogur · heilbrigðismál · COVID-19 · Fíkn
Rótin varar við því að börn verði áfram á Vogi
Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, varar við því að meðferð fyrir börn verði áfram á Vogi. Talskona félagsins, Kristín I. Pálsdóttir, kveðst vona að þetta sé skammtímalausn.
18.07.2019 - 15:19
LSH taki við ungmennum í fíknivanda í sumar
Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítalanum að taka á móti ungmennum í neyslu - og fíknivanda sem SÁÁ hefur hingað til tekið á móti. Nærri tvöfalt fleiri eru í viðhaldsmeðferð við ópíóíðafíkn hjá SÁÁ en samningur við Sjúkratryggingar kveður á um.
28.01.2019 - 22:00
Rúm 80% færri lifrarbólgusmit á Vogi
Rúmlega 80% færri lifrarbólgusmit greinast nú á sjúkrahúsinu Vogi en fyrir þremur árum. Sigurður Ólafsson læknir, sem leiðir átak í meðferð við lifrarbólgu, segir að engin önnur þjóð sé komin lengra í baráttunni við sjúkdóminn. 800 hafa þegið fría meðferð.
22.01.2019 - 11:56
Aldrei fleiri beðið innlagnar á Vog
622 bíða innlagnar á sjúkrahúsið Vog í áfengis- og vímuefnameðferð. Fréttablaðið hefur eftir Arnþóri Jónssyni, framkvæmdastjóra SÁÁ, að biðlistinn hafi aldrei verið svo langur. Hann telur að biðlistinn eigi eftir að lengjast enn frekar eftir áramót þar sem yfirleitt dragi úr aðsókn yfir hátíðirnar. Hann segir örvandi vímuefnafíkn alvarlegasta.
21.12.2018 - 07:26
Skortur á úrræðum fyrir veikasta hópinn
Unglingar í harðri neyslu hafa orðið útundan í kerfinu, segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Í vor ákvað sjúkrahúsið að hætta að taka við unglingum - en gerir það þó enn - því stjórnvöld hafa ekki fundið annað úrræði. Sérfræðingar telja þörf á fjölbreyttari lausnum fyrir hópinn.