Færslur: Vogar á Vatnsleysuströnd

Gasmengun á Vatnsleysuströnd og höfuðborgarsvæðinu
Gasmengun frá gosstöðvunum í Geldingadölum leggur að líkindum yfir Vatnsleysuströnd og höfuðborgarsvæðið í nótt og á morgun en á fimmtudag snýst vindur í suðaustanátt og mun mengunin þá mögulega leggjast yfir Reykjanesbæ. Ekki er þó talið að hætta stafi af.
Gasmengun leggur yfir norðanverðan Reykjanesskaga
Gasmengunin við og frá gosstöðvunum í Geldingadölum er svipuð og í gær. Samkvæmt spálíkani Veðurstofu Íslands eru líkur á gasmengun milli Voga og Hafna í dag. 
Gasmengun í byggð næsta sólarhring
Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands nær gasmengun til byggða næsta sólarhringinn. Í nótt verður einhver mengun yfir norðanverðum Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu. Í fyrramálið verður líklega gasmengun yfir Vatnsleysuströnd.
Mengun af gosinu leggur yfir Voga á Vatnsleysuströnd
Íbúar Voga á Vatnsleysuströnd eru hvattir til að loka gluggum og kynda hús sín en þar mælist nú mengun frá gosinu í Geldingadölum. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands hvetur í raun alla íbúa á Reykjanesskaganum að fylgjast vel með veðurspá, vindaspá og gasmengunarspá.
Bera út veifur í öll hús í varúðarskyni ef þarf að rýma
Björgunarsveitin Skyggnir í Vogum bar í dag út sérstakar veifur í öll hús í bæjarfélaginu. Þeim á fólk að koma fyrir á sýnilegum stað til að auðvelda fyrir ef til rýmingar kemur. Borin voru út umslög sem í eru tveir borðar, annar rauður og hinn hvítur. Rauður borði táknar að hús hafi verið rýmt en hvítur að aðstoðar sé þörf. Þetta er gert í samstarfi við sveitarfélagið og í varúðarskyni.
Björgunarsveitarmaður:„Huga þarf að mannlega þættinum“
Bogi Adolfsson formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir að öllu eftirliti þeirra með vegum nærri jarðskjálftasvæðinu hafi lokið milli klukkan níu og tíu í gærkvöldi. Björgunarsveitin og almannavarnanefnd eru við öllu búin.
Íbúi í Vogum viðbúinn þurfi að hverfa á brott í flýti
Jakob Jónsson, hafnsögumaður sem búsettur er í Vogum á Vatnsleysuströnd, kveðst nokkuð rólegur þrátt fyrir stöðuga jarðskjálfta og umfjallanir um mögulegt eldgos á Reykjanesskaga. Fjölskyldan hefur þó búið sig undir að bregðast við fari allt á versta veg.
30% fleiri fengu fjárhagsaðstoð
Samhliða auknu atvinnuleysi í vetur hefur umsóknum um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum fjölgað. Í Reykjanesbæ hefur þeim fjölgað um 30 prósent og segir Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs bæjarfélagsins, að aukninguna, enn sem komið er, sé ekki hægt að rekja beint til afleiðinga kórónuveirufaraldursins.
Atvinnuleysið mældist 28% í lok apríl
Atvinnuleysi í Reykjanesbæ mældist í 28 prósent í lok apríl, þar af eru rúm sextán prósent skráð í hlutabótaleið. Hlutfallið á Suðurnesjum öllum er örlítið lægra og mældist atvinnuleysi 25,2 prósent í lok apríl. Þar af eru 14,4 prósent á hlutabótaleiðinni.
Neyðarfundur á Suðurnesjum vegna uppsagna
Neyðarfundur bæjarstjóra á Suðurnesjum, þingmanna og Sambands sveitar-félaga á Suðurnesjum verður haldinn klukkan tvö í dag. Áður hafði verið áætlað að halda fundinn á mánudag en honum var flýtt.
30.03.2019 - 10:41
Viðtal
Fjárframlög ekki í takt við íbúafjölgun
Bæjaryfirvöld sveitarfélaganna fjögurra á Suðurnesja telja að framlög til ríkisstofnana á svæðinu séu ekki í takt við fjölgun íbúa og hafa undanfarin ár þrýst á um breytingar, án árangurs. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að ekki gangi upp að ríkið miði við 1 prósents íbúafjölgun. Síðustu ár hafi fjölgunin í Reykjanesbæ verið um 8 prósent á hverju ári.
Verksmiðjan skapi ekki hættu
Ísaga ehf. og sveitarfélagið Vogar voru í gær sýknuð í Hæstarétti af kröfu fjögurra aðila, sem fóru fram á að felld yrði úr gildi ákvörðun um breytingu á deiliskipulagi vegna byggingar súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju í sveitarfélaginu. Staðfesti Hæstiréttur þar með sýknudóm héraðsdóms Reykjaness.
27.04.2018 - 11:58
Enn rafmagnslaust í Vogum
Enn er rafmagnslaust í Vogum á Vatnsleysuströnd en rafmagni sló út í Reykjanesbæ, Garði, Sandgerði og Vogum í dag þegar verktaki gróf í sundur háspennustreng við Voga.
12.09.2016 - 22:01