Færslur: Vogar

Fyrsti hópur úkraínskra flóttamanna til Færeyja í dag
Lýðháskóli Færeyja í höfuðstaðnum Þórshöfn hefur verið valinn sem tímabundin móttökustöð fyrir flóttafólk. Fyrsti hópur flóttamanna frá Úkraínu er væntanlegur til Færeyja í dag.
Áhugi í Vogum fyrir sameiningu
Nokkurn áhuga mátti greina á íbúafundi í sveitarfélaginu Vogum á að hefja sameiningaviðræður við annað sveitarfélag. Grindavík er það sveitarfélag sem fékk flest atkvæði en einnig var töluverður áhugi á Suðurnesjabæ. Rúmlega þrettán hundruð eru búsett í Vogum.
Vogar í sameiningarhug - 4 sveitarfélög til skoðunar
Sveitarfélagið Vogar skoðar nú hug íbúa til þess að sameinast öðru sveitarfélagi. Fjórir eða jafnvel fimm valmöguleikar eru til skoðunar og verða kynntir á íbúafundi í kvöld. Bæjarstjóri segir margar áskoranir fram undan fyrir fámennasta sveitarfélagið á Suðurnesjum. 
Svalt á landinu áfram í norðlægum áttum
Hæðin á Grænlandi heldur áfram að stjórna veðrinu á landinu og ekki er útlit fyrir að hún sleppi tangarhaldi sínu á næstu dögum. Svalt verður í veðri áfram en þó glittir í tveggja stafa hitatölur á Suður- og Vesturlandi.
18.05.2021 - 06:56
Innlent · Veður · Kuldi · Grænland · Grindavík · Vogar · gasmengun
Bera út veifur í öll hús í varúðarskyni ef þarf að rýma
Björgunarsveitin Skyggnir í Vogum bar í dag út sérstakar veifur í öll hús í bæjarfélaginu. Þeim á fólk að koma fyrir á sýnilegum stað til að auðvelda fyrir ef til rýmingar kemur. Borin voru út umslög sem í eru tveir borðar, annar rauður og hinn hvítur. Rauður borði táknar að hús hafi verið rýmt en hvítur að aðstoðar sé þörf. Þetta er gert í samstarfi við sveitarfélagið og í varúðarskyni.
Sjónvarpsfrétt
Drög liggja fyrir að rýmingaráætlun Voga
Drög að rýmingaráætlun fyrir sveitarfélagið Voga liggja fyrir vegna hugsanlegrar eldvirkni á svæðinu. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga, segir að flóttaleiðir séu tryggar og góðar og að íbúar séu nokkuð yfirvegaðir.
05.03.2021 - 16:20
Myndskeið
Meira en 50 sprungur á vegum við skjálftasvæðið
Margar sprungur má sjá á vegum á skjálftasvæðinu. Fólk á meðferðarheimilinu í Krýsuvík finnur vel fyrir skjálftunum. Í Vogum eru flestir íbúar æðrulausir segir bæjarstjórinn þótt mikið gangi á.
Þrjú sveitarfélög hafa samþykkt Suðurnesjalínu tvö
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2, milli Hafnarfjarðar og Rauðamels í landi Grindavíkur, í gær. Nú er beðið eftir því að Vogar ljúki umfjöllun sinni en þegar hefur borist samþykki frá bæjarstjórnum Hafnarfjarðar og Grindavíkur.
Björgunarsveitir kallaðar út vegna fljótandi fiskikars
Björgunarsveitir í Vogum og Reykjanesbæ voru kallaðar út klukkan 21:20 í gær eftir að tilkynning barst frá íbúa í Vogum um hlut sem sést hafði í sjónum um 300 metra frá landi
24.06.2020 - 06:33