Færslur: Vodafone
Stefnir í hraða uppbyggingu 5G
Meiri hraði er að færast í uppbyggingu 5G kerfisins og verða tugir senda ræstir á næstu mánuðum. Stór hluti þjóðarinnar ætti að verða tengdur við kerfið eftir um það bil tvö ár.
05.08.2021 - 22:00
Harmar örlög fjarskiptafrumvarps
Forstjóri Vodafone segir óskiljanlegt að fjarskiptafrumvarp samgönguráðherra hafi ekki verið samþykkt á nýliðnu þingi. Afleiðingarnar séu þær að uppbygging fjarskiptainnviða tefjast sem hefur neikvæð áhrif á samkeppnishæfni Íslands.
15.06.2021 - 16:46
Truflanir í útvarpi, sjónvarpi, neti og síma
Sjónvarpsútsendingar í gegnum Vodafone liggja niðri þessa stundina vegna viðhaldsvinnu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone. Þessi vinna veldur einnig truflunum á internet-, farsíma- og símaþjónustu víða um land, auk þess sem útvarpsnotendur gætu fundið fyrir truflunum af þessum völdum.
12.05.2021 - 01:14
Slit á ljósleiðara milli Siglufjarðar og Hofsóss
Vegna slits á ljósleiðara geta verið truflanir og sambandsleysi á fjarskiptaþjónustum Tengis á milli Siglufjarðar og Hofsós.
11.11.2020 - 15:36
Stefnt að samvinnu fjarskiptafyrirtækja um 5G
Stefnt er að aukinni samvinnu fjarskiptafyrirtækja við uppbyggingu innviða fyrir fimmtu kynslóð farnets. Samkeppniseftirlitið er með samstarfið til skoðunar.
19.07.2020 - 20:54
Mikill þrýstingur á símfyrirtæki frá BNA vegna Huawei
Fulltrúar bandaríska sendiráðsins hér á landi hafa beitt sér gegn því að íslensk fjarskiptafyrirtæki kaupi tækjabúnað frá kínverska fyrirtækinu Huawei, segja forsvarsmenn íslensku félaganna. Engir öryggisgallar hafa fundist í tækjunum að sögn sérfræðinga.
17.07.2020 - 20:04
Segir tilboð Vodafone brjóta gegn samkeppnislögum
Vodafone ætlar að bjóða viðskiptavinum sínum Enska boltann í gegnum sjónvarp Vodafone á þúsund krónur á mánuði. Forstjóri Símans segir þetta augljósa undirverðlagningu og gerir ráð fyrir að Samkeppniseftirlitið taki málið upp að eigin frumkvæði.
09.06.2020 - 13:17
Bilanir hjá Vodafone fyrir norðan
Hluti fyrirtækja á Norðurlandi sem eru í þjónustu Vodafone urðu netlaus í skamman tíma rétt eftir klukkan 14 í dag. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Vodafone, sagði að bilun í búnaði hefði orðið til þess að fyrirtæki hefðu misst netsamband í skamman tíma. Lagfæringu sé lokið og búið að koma á netsambandi á ný.
05.10.2016 - 15:29