Færslur: Vladímír Pútín

May sakar Pútín um slettirekuskap
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sakaði Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að skipta sér af málefnum annarra þjóða í ræðu sem hún flutti í London í gær. Hún sagði að stjórn Pútíns reyndi með óheiðarlegum hætti að „grafa undan frjálsum samfélögum“ og ala á sundurlyndi í Vesturlöndum. Þetta er harðasta gagnrýni May á Rússlandsforseta til þessa, samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC.
14.11.2017 - 02:56
Segja að Trump sé landi sínu hættulegur
Tveir fyrrverandi embættismenn í bandarísku leyniþjónustunni sögðu í dag að Donald Trump Bandaríkjaforseti væri landi sínu hættulegur enda væri hætta á að Vladímír Pútín Rússlandsforseti „leiki á hann“.  Pútín þvertekur fyrir að Rússar hafi skipt sér af bandarísku forestakosningunum í fyrra og Trump sagðist trúa honum þegar hann neitaði sök. Hann sagði að Pútín væri móðgaður vegna ásakana um slíkt og hefur ekki sparað fúkyrðin um bandarísku leyniþjónustuna, sem rannsakar meint afskipti Rússa. 
13.11.2017 - 02:08
Pútín sé móðgaður vegna ásakana um afskipti
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, þvertekur fyrir að Rússar hafi skipt sér af bandarísku forsetakosningunum í fyrra og er móðgaður vegna ásakana um slíkt. Þetta segir Donald Trump Bandaríkjaforseti. Leiðtogarnir tveir hittust í borginni Danang í Víetnam í morgun á fundi leiðtoga APEC, samtaka Asíu og Kyrrahafsríkja. „Hann segist alls ekki hafa skipt sér af kosningunum,“ hefur Trump eftir Pútín. 
12.11.2017 - 01:36
Mótmæli í tugum borga í Rússlandi
Rúmlega 100 manns hafa verið handteknir í mótmælum gegn stjórn Vladimir Pútíns, Rússlandsforseta í fjölmörgum borgum í Rússlandi. Pútín á afmæli í dag. Mótmælendur eru stuðnings menn Alexeis Navalnýs stjórnarandstæðings og krefjast þess að honum verði leyft að bjóða sig fram í forsetakosningum á næsta ári.
07.10.2017 - 15:15
Rússar ætla að senda bandaríska diplómata heim
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, krafðist þess í dag að 755 starfsmenn bandarísku utanríkisþjónustunnar yfirgæfu landið. Yfirvöld í Rússlandi ætla að svara hertum viðskiptaþvingunum Bandraíkjanna með því að vísa bandarískum erindrekum úr landi. Þetta segir í frétt AFP í dag.
30.07.2017 - 17:56
Þvinganir vegna Krímskaga verða áfram í gildi
Viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Rússum vegna innlimunar Krímskaga verða áfram í gildi. Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti á Twitter í dag. Kvaðst hann ekki taka til greina að slaka á þvingunum fyrr en „vandamálin í Úkraínu og Sýrlandi“ væru leyst. Aftur á móti talaði hann fyrir „uppbyggilegra“ sambandi við Rússa eftir fund hans við Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Hamborg á föstudag. Fréttastofa BBC segir frá þessu.
09.07.2017 - 19:51
Trump og Pútín: Ólík líkamstjáning leiðtoganna
Þjóðarleiðtogarnir Donald Trump og Vladmír Pútín hittust í fyrsta skiptið augliti til auglitis á ráðstefnu G20-ríkjanna sem lauk í Hamborg á föstudag. Var það um margt sögulegur fundur og mörg mál til umræðu, þar á meðal málefni Sýrlands og Norður-Kóreu. Meðal þess sem vakti athygli hjá hinum ýmsu fjölmiðlum var ólík líkamstjáning leiðtoganna, hvort sem um var að ræða handaband, augnsamband eða líkamsstöðu.
09.07.2017 - 17:42
Mótmælaalda vegna G20-fundar í Hamborg
Mikill viðbúnaður er í Hamborg í Þýskalandi vegna komu leiðtoga G20-ríkjanna í vikunni, bæði hjá lögreglu og ýmsum mótmælendahópum, enda eru leiðtogarnir umdeildir. Lögreglan furðar sig á því að G20-fundurinn sé enn haldinn í fjölmennri borg og óttast að hryllingurinn í Genúa á Ítalíu árið 2001 endurtaki sig. Þá lést 23 ára mótmælandi í átökum við lögreglu.
03.07.2017 - 12:33
Leiðtogi stjórnarandstöðu dæmdur í fangelsi
Dómstóll í Kirov í Rússlandi dæmdi í gær Alexei Navalny helsta leiðtoga stjórnarandstöðu Rússlands í fimm ára fangelsi. Navalny var gefið að sök a hafa dregið sér fé var og dæmdur til að borga jafnvirði 8500 dollara í sekt.
09.02.2017 - 10:53
Lavrov segir Pútín og Trump ætla að hittast
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í dag að Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Donald Trump Bandaríkjaforseti ætluðu að hittast en fundartími hefði ekki verið ákveðinn.
30.01.2017 - 17:29
  •