Færslur: Vladimir Putin

Stoltenberg: „Úkraínustríðið gæti varað í mörg ár“
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir að stríðið í Úkraínu geti varað í mörg ár. Frá þessu greinir þýska dagblaðið Bild.
Áfrýjun hafnað - áfram skilgreindur sem ofstækismaður
Dómstóll í Rússlandi hafnaði í dag áfrýjunarbeiðni stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny. Fangelsismálayfirvöld flokka Navalny sem hryðjuverka- og ofstækismann og því vildi hann fá breytt. 
07.06.2022 - 20:25
Senda eldflaugar til Úkraínu þrátt fyrir hótanir Pútíns
Bretar tilkynntu í dag þeir ætluðu sér að senda Úkraínuher eldflaugakerfi með stýriflaugum, líkt og Bandaríkjamenn gerðu einnig í liðinni viku. Eftir tilkynningu Bandaríkjamanna varaði Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, aðra við að senda slík vopn til Úkraínu og hótaði árásum á fleiri skotmörk í Úkraínu.
Macron vill hlífa Pútín við niðurlægingu
Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, gagnrýnir harðlega nálgun Emmanuel Macron, forseta Frakklands, í viðræðum við Vladimir Putin, forseta Rússlands. Macron hefur sagt það mikilvægt að stjórnvöldum í Rússlandi finnist þau ekki niðurlægð í vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Segir íbúa Afríku fórnarlömb stríðsins í Úkraínu
Macky Sall, forseti Senegal og forsvarmaður efnahagsbandalagsbandalags Vestur-Afríkuríkja, segir íbúa Afríku vera saklaus fórnarlömb stríðsins í Úkraínu. Þetta ræddi hann við Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, á fundi leiðtoganna í Moskvu í gær.
Ráðgjafar Pútíns óttast að greina frá ógöngum hersins
Ráðgjafar Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta eru sagðir óttast að ræða við forsetann um innrásina í Úkraínu. Þeir eru sagðir meðvitaðir um að hernaðurinn í Úkraínu gangi ekki eftir áætlun og að veruleg mistök hafi verið gerð.
31.03.2022 - 03:23
Biden segist ekki ætla sér að knésetja Pútín
Joe Biden Bandaríkjaforseti segir það ekki standa til að biðjast afsökunar á ummælum sínum um Vladimir Putin, Rússlandsforseta. Biden sagði nýverið að Putin ætti ekki að vera lengur við völd í Rússlandi, en ummælin vöktu mikla athygli og þóttu bera þess merki að Bandaríkin myndu beita sér fyrir því að knýja Pútín úr embætti.
Erindreki loftslagsmála hættur og yfirgefur Rússland
Erindreki stjórnvalda í Rússlandi í loftslagsmálum, Anatoly Chubais, hefur sagt stöðu sinni lausri og yfirgefið landið. Bloomberg greinir frá því að þetta geri hann vegna andstöðu við innrásina í Úkraínu.
23.03.2022 - 23:09
Spegillinn
Andóf í Rússlandi undir ægivaldi Pútíns
Mótmælendur í Rússlandi búast ekki endilega við því að mótmæli þeirra verði til að Vladimir Pútín Rússlandsforseta snúi innrásarliði sínu frá Úkraínu en þeir fara samt út á göturnar og hætta frelsi sínu. Fjölmargir Rússar styðja Pútín en þeir eru líka margir sem hafa fordæmt innrásina. Rósa Magnúsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, óttast að átökin í Úkraínu dragist langinn.
Spegillinn
Ekki Rússum í hag að ráðast lengra inn
Það yrði Rússum ekki í hag að ráðast lengra inn í Úkraínu telur Valur Gunnarsson sagnfræðingur og rithöfundur en vonar að stríðsreksturinn magnist ekki enn. Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra telur að stærri hernaðaraðgerðir en þeir hafa þegar ráðist í séu mögulegar en ekki stefni í stríð Rússa og NATO-ríkja.
Pútín og Xi ræðast við í Peking
Vladimír Pútín Rússlandsforseti sest til fundar við Xi Jinping, Kínaforseta, í dag. Er þetta fyrsti staðfundur Xi með öðrum þjóðarleiðtoga í tæp tvö ár. Xi hefur ekki farið út fyrir landamæri Kína síðan í janúar 2020, þegar kórónuveirufaraldurinn geisaði hvað heitast í kínversku stórborginni Wuhan, þar sem veirunnar varð fyrst vart svo staðfest sé. Nú hyggst Xi hitta á þriðja tug þjóðarleiðtoga í tengslum við vetrarólympíuleikana í Peking og Pútín er þar fyrstur í röðinni.
04.02.2022 - 05:31
Biden og Pútín ræðast við
Forsetar Bandaríkjanna og Rússlands hyggjast ræðast við í síma seinni partinn á morgun, miðvikudag, að ósk Vladimirs Pútíns Rússlandsforseta.
29.12.2021 - 23:55
Armenar og Aserar ætla að gera út um landamæradeilur
Leiðtogar Armeníu og Aserbaísjan sammæltust um það á fundi í rússnesku borginni Sotsjí að hefja friðarviðræður og setja á laggirnar sameiginlega nefnd, sem ætlað er að ákvarða hvar landamæri ríkjanna liggja. Leiðtogar landanna, þeir Nikol Pashinyan forsætisráðherra Armeníu og Ilham Aliyev forseti Aserbaísjans hittust í Sotsjí að undirlagi Vladimírs Pútín, Rússlandsforseta.
27.11.2021 - 00:23
Sakar Úkraínumenn um ögranir við landamærin
Vladimír Pútín Rússlandsforseti sakar Úkraínustjórn og NATO um að stunda ögrunarstjórnmál og kynda undir illindi og erjur. Pútín ræddi í gær í síma við Charles Michel, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins og lýsti þá áhyggjum sínum af „ögrunum“ Úkraínumanna.
25.11.2021 - 00:51
Kveðst neyddur til að horfa á ríkisáróður tímunum saman
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexey Navalny kveðst vera neyddur til að horfa á rússneskar ríkissjónvarpsstöðvar í allt að átta tíma á dag í fangelsinu þar sem hann er vistaður. Hann veitti New York Times viðtal á dögunum og er það fyrsta viðtalið við hann eftir að hann var tekinn fastur við komuna til Rússlands frá Þýskalandi 17. janúar síðastliðinn.
26.08.2021 - 16:30
Eingreiðsla til hermanna og eldri borgara
Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur boðað að ellilífeyrisþegar og hermenn fái eingreiðslu síðar á árinu til að hjálpa þeim að takast á við verðbólgu, sem er hærri en spáð hafði verið.
22.08.2021 - 18:41
Pútín biður Rússa að hlusta á sérfræðinga
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skorar á landsmenn að hlusta á sérfræðinga í heilbrigðismálum og láta bólusetja sig við kórónuveirunni. Í árlegum maraþon-símatíma forsetans þar sem hann svaraði spurningum almennra borgara bað hann fólk að taka ekki mark á þeim sem dreifa óstaðfestum sögusögnum og vita lítið um faraldurinn, en hlusta frekar á þá sem þekkinguna hafa. 
Höfnuðu tillögu Merkels og Macrons um fundi með Pútín
Leiðtogaráð Evrópusambandsins hafnaði í gærkvöld óvæntri tillögu Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, og Emmanuels Macron, forseta Frakklands, um að taka aftur upp beina fundi leiðtoganna með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Leiðtogar Póllands og Eystrasaltsríkjanna fóru fyrir andstöðunni við tillöguna og sögðu slíka eftirgjöf senda röng skilaboð til Evrópubúa og umheimsins.
Ísraelar lýsa áhyggjum af kjöri Raisi sem forseta
Ísraelsstjórn segir alþjóðasamfélagið þurfa að hafa miklar áhyggjur af nýkjörnum forseta Írans. Ebrahim Raisi sé öfgafyllsti forseti landsins hingað til sem ætli sér að auka umsvif Írans í kjarnorkumálum.
20.06.2021 - 04:13
Myndskeið
Mikill viðbúnaður í Genf vegna leiðtogafundar
Gríðarlegar öryggisráðstafanir eru í Genf í Sviss vegna fundar forseta Rússlands og Bandaríkjanna á morgun. Flugbann er yfir borginni og bakkar Genfarvatns hafa verið girtir af.
15.06.2021 - 17:30
Evróputúr Bidens er hafinn - fyrsta stopp Bretland
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Jill eiginkona hans eru komin til Bretlands í sinni fyrstu opinberu utanlandsferð frá því hann var kjörinn forseti Biden tekur þátt í ráðstefnu G7 ríkjanna sem haldin verður dagana 11. til 13. júní í Cornwall.
Pútín vonast eftir bættum samskiptum
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, kveðst vona að fundur hans með Joe Biden Bandaríkjaforseta síðar í mánuðinum leiði til þess að samskipti landanna batni. Þau hafa verið afar slæm um skeið.
04.06.2021 - 17:21
Rússar heita Hvítrússum milljarða láni
Á sama tíma og ráðamenn í Bandaríkjunum og Evrópusambandinu leggja á ráðin um frekari refsiaðgerðir gagnvart stjórnvöldum í Minsk eru ráðamenn í Rússlandi að undirbúa milljarða lán til nágranna sinna í Hvíta Rússlandi.
30.05.2021 - 04:45
Viðtal
Undirbúningur fyrir leiðtogafund Bidens og Pútíns
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hlakkar til fundar, sem hann á við Sergei Lavrov síðar í kvöld. Hann sé undirbúningur fyrir mögulegan leiðtogafund Joe Bidens og Vladimir Pútíns. Blinken segist geta mælt með Íslandi sem fundarstað.