Færslur: Vladimir Putin

Kveðst neyddur til að horfa á ríkisáróður tímunum saman
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexey Navalny kveðst vera neyddur til að horfa á rússneskar ríkissjónvarpsstöðvar í allt að átta tíma á dag í fangelsinu þar sem hann er vistaður. Hann veitti New York Times viðtal á dögunum og er það fyrsta viðtalið við hann eftir að hann var tekinn fastur við komuna til Rússlands frá Þýskalandi 17. janúar síðastliðinn.
26.08.2021 - 16:30
Eingreiðsla til hermanna og eldri borgara
Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur boðað að ellilífeyrisþegar og hermenn fái eingreiðslu síðar á árinu til að hjálpa þeim að takast á við verðbólgu, sem er hærri en spáð hafði verið.
22.08.2021 - 18:41
Pútín biður Rússa að hlusta á sérfræðinga
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skorar á landsmenn að hlusta á sérfræðinga í heilbrigðismálum og láta bólusetja sig við kórónuveirunni. Í árlegum maraþon-símatíma forsetans þar sem hann svaraði spurningum almennra borgara bað hann fólk að taka ekki mark á þeim sem dreifa óstaðfestum sögusögnum og vita lítið um faraldurinn, en hlusta frekar á þá sem þekkinguna hafa. 
Höfnuðu tillögu Merkels og Macrons um fundi með Pútín
Leiðtogaráð Evrópusambandsins hafnaði í gærkvöld óvæntri tillögu Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, og Emmanuels Macron, forseta Frakklands, um að taka aftur upp beina fundi leiðtoganna með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Leiðtogar Póllands og Eystrasaltsríkjanna fóru fyrir andstöðunni við tillöguna og sögðu slíka eftirgjöf senda röng skilaboð til Evrópubúa og umheimsins.
Ísraelar lýsa áhyggjum af kjöri Raisi sem forseta
Ísraelsstjórn segir alþjóðasamfélagið þurfa að hafa miklar áhyggjur af nýkjörnum forseta Írans. Ebrahim Raisi sé öfgafyllsti forseti landsins hingað til sem ætli sér að auka umsvif Írans í kjarnorkumálum.
20.06.2021 - 04:13
Myndskeið
Mikill viðbúnaður í Genf vegna leiðtogafundar
Gríðarlegar öryggisráðstafanir eru í Genf í Sviss vegna fundar forseta Rússlands og Bandaríkjanna á morgun. Flugbann er yfir borginni og bakkar Genfarvatns hafa verið girtir af.
15.06.2021 - 17:30
Evróputúr Bidens er hafinn - fyrsta stopp Bretland
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Jill eiginkona hans eru komin til Bretlands í sinni fyrstu opinberu utanlandsferð frá því hann var kjörinn forseti Biden tekur þátt í ráðstefnu G7 ríkjanna sem haldin verður dagana 11. til 13. júní í Cornwall.
Pútín vonast eftir bættum samskiptum
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, kveðst vona að fundur hans með Joe Biden Bandaríkjaforseta síðar í mánuðinum leiði til þess að samskipti landanna batni. Þau hafa verið afar slæm um skeið.
04.06.2021 - 17:21
Rússar heita Hvítrússum milljarða láni
Á sama tíma og ráðamenn í Bandaríkjunum og Evrópusambandinu leggja á ráðin um frekari refsiaðgerðir gagnvart stjórnvöldum í Minsk eru ráðamenn í Rússlandi að undirbúa milljarða lán til nágranna sinna í Hvíta Rússlandi.
30.05.2021 - 04:45
Viðtal
Undirbúningur fyrir leiðtogafund Bidens og Pútíns
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hlakkar til fundar, sem hann á við Sergei Lavrov síðar í kvöld. Hann sé undirbúningur fyrir mögulegan leiðtogafund Joe Bidens og Vladimir Pútíns. Blinken segist geta mælt með Íslandi sem fundarstað.