Færslur: Vivian Motzfeldt

Heimskviður
Kosningar á Grænlandi
Grænlendingar ganga að kjörborðinu þriðjudaginn eftir páska. Boðað var til kosninga þó að kjörtímabilið renni ekki út fyrr en eftir rúmt ár, síðast var kosið á vormánuðum 2018. Bogi Ágústsson fjallar um grænlensk stjórnmál og ræðir við Kristjönu Guðmundsdóttur Motzfeldt sem þekkir afar vel til. Hún er ekkja Jonathans Motzfeldts, sem var meðal annars fyrsti formaður landsstjórnar Grænlands eftir að Grænlendingar fengu að hluta til stjórn eigin mála árið 1979.
Kielsen í hörðum formannsslag
Formannskosning er í grænlenska stjórnarflokknum Siumut á landsþingi í Nuuk í dag. Ólga og spenna er í flokknum og margir óánægðir með Kim Kielsen, formann. Vivian Motzfeldt, forseti landsþingsins, Inatsisartut, og Erik Jensen, þingmaður Siumut, bjóða sig fram gegn Kim Kielsen, sem hefur verið formaður flokksins síðastliðin sex ár. 
29.11.2020 - 12:55
Stjórnarskrá Grænlands í undirbúningi
Innan þriggja ára á frumvarp að stjórnarskrá sjálfstæðs Grænlands að vera tilbúin. Grænlendingar eiga síðan að greiða atkvæði um hana í þjóðaratkvæðagreiðslu. Vivian Motzfeldt, formaður stjórnarskrárnefndarinnar, segir alls óvíst hvenær sú atkvæðagreiðsla fari fram.
04.08.2017 - 19:50