Færslur: vistvænar samgöngur

Sjónvarpsfrétt
Erfitt fyrir bíllausa að komast um vistvæna byggð
Það getur verið snúið og seinlegt að stunda bíllausan lífstíl í nýju vistvænu hverfi í Gufunesi. Íbúar í nýju vistvænu byggðinni í Gufunesi þurfa að ganga einn kílómetra upp ólýstan malastíg til að komast í strætó. Stendur til bóta, segir borgin.
03.11.2021 - 19:10
Leggja hjólastíga fyrir einn og hálfan milljarð
Reykjavíkurborg hefur samþykkt framkvæmdir við gerð hjólastíga og er áætlaður heildarkostnaður 1,5 milljarðar króna. Framkvæmdirnar eiga að fara fram í ár en gætu teygt sig yfir á næsta ár, samkvæmt tilkynningu frá borginni.
Samgönguvika: Sjónum beint að vistvænum samgöngumáta
Evrópsk samgönguvika hefst í dag, á Degi íslenskrar náttúru, undir yfirskriftinni „Veljum grænu leiðina“ og stendur til 22. september næstkomandi.