Færslur: Vistheimili á Hjalteyri

Harmar ofbeldi gegn börnum á Hjalteyri
Frú Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, gerði ofbeldi í garð barna á vistheimilinu á Hjalteyri að umfjöllunarefni í jólapredikun sem hún flutti í Langholtskirkju í morgun.
Vinna starfshóps um Hjalteyri þegar hafin
Jón Gunnarsson, innanríkisráðherra, hefur skipað þriggja manna starfshóp, til að fara yfir starfsemi vistheimilisins á Hjalteyri. Hópurinn á að greina eðli starfseminnar og hvernig eftirliti var háttað. Þegar hafa verið haldnir tveir fundir.
07.12.2021 - 15:17
Vigdís leiðir starfshóp um vistheimilið á Hjalteyri
Jón Gunnarsson, innanríkisráðherra, hefur skipað þriggja manna starfshóp undir forystu Vigdísar Häsler Sveinsdóttur, lögfræðings, til að fara yfir starfsemi vistheimilisins á Hjalteyri. Vigdís var aðstoðarmaður Jóns þegar hann var samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 2017.
07.12.2021 - 11:50
Akureyrarbær vill opinbera rannsókn á barnaheimilinu
Bæjarráð Akureyrarbæjar vill að fram fari ítarleg, opinber rannsókn á rekstri barnaheimilisins á Hjalteyri og aðbúnaði barna sem þar voru vistuð. Bærinn kom ekki að rekstri heimilisins en barnaverndaryfirvöld sveitarfélagsins sendu á sínum tíma börn þangað til lengri eða skemmri dvalar.
25.11.2021 - 15:01
Hvítasunnukirkjan: Engin tengsl við Hjalteyrarheimilið
Þau sem dvöldu á vistheimilinu hafa lýst því að hjónin Einar og Beverly hafi verið virk í starfi Hvítasunnukirkjunnar og meðal annars hafi börn á heimilinu verið látin safna peningum fyrir kirkjuna. Hvítasunnukirkjan segir að hjónin hafi aðeins verið félagar í söfnuðinum.
Skoða hvernig brugðist verði við Hjalteyrarmáli
Forsætisráðherra og dómsmálaráðherra hafa ákveðið að metið verði hvernig brugðist verði við Hjalteyrarmálinu. Hvort og þá hvernig unnt er að koma til móts við óskir sem komið hafa fram um rannsóknir á aðstæðum barna sem þar voru vistuð.  Og eftir atvikum, í samstarfi við viðkomandi sveitarstjórnir.
24.11.2021 - 17:50
Lét Garðabæ vita af harðræði Hjalteyrarhjóna
Eftirlit var aukið með hjónunum Beverly og Einari Gíslasyni sem voru dagforeldrar og leikskólakennarar í Garðabæ, eftir ábendingu frá manneskju sem dvaldi á vistheimili hjónanna á Hjalteyri. Þetta segir bæjarstjórinn í Garðabæ. Viðkomandi hafði verið látinn borða sápu á vistheimilinu á Hjalteyri. „Þar var mikill agi, börnum hótað, þau látin borða sápu og rassskellt.“
24.11.2021 - 15:30
Viðtöl
Ráðherrar vísa Hjalteyrarmálinu hver á annan
Forsætisráðherra segir það hlutverk dómsmálaráðherra að ákveða hvort ráðist verði í rannsókn á Vistheimili á Hjalteyri. Dómsmálaráðherra segir það hins vegar á ábyrgð forsætisráðherra. Barnamálaráðherra vísar málinu frá sér. 
Hörgársveit vill rannsókn á vistheimili á Hjalteyri
Vistheimili sem hjónin Einar og Beverly Gíslason ráku á Hjalteyri í Hörgársveit á árunum 1972 til 1979 hefur verið mikið til umræðu síðustu daga í kjölfar fréttar Stöðvar 2 á sunnudagskvöld. Þar lýsti fólk sem dvaldi á heimilinu í bernsku kynferðisofbeldi, öðru ofbeldi og miklu harðræði hjónanna. Nokkrir hafa stigið fram og krafist rannsóknar á heimilinu. Heimilið var í Arnarneshreppi sem sameinaðist seinna inn í Hörgársveit. Sveitarstjórnin sendi frá sér yfirlýsingu í dag og krefst rannsóknar.
Viðtal
Forsætisráðherra segir frásagnir frá Hjalteyri sláandi
Forsætisráherra segir frásagnir af ofbeldi á börnum á Vistheimilinu á Hjalteyri sláandi. Það hafi verið ákvörðun vistheimilanefndar að rannsaka ekki heimilið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að málið heyri undir dómsmálaráðuneytið og sveitarfélögin sem um ræðir.
Sjónvarpsfrétt
Brugðust börnum sem send voru á vistheimili á Hjalteyri
Samfélagið brást börnum í viðkvæmri stöðu með því að senda þau á vistheimili á Hjalteyri segir bæjarstjórinn á Akureyri. Fólk sem dvaldi á heimilinu lýsir kynferðisofbeldi og öðru ofbeldi. Umsjónarmaður sanngirnisbóta kallar eftir opinberri rannsókn á þeirri meðferð sem börn sættu þar. Um áttatíu börn dvöldu á heimilinu.