Færslur: viskí

Tunna af maltviskíi seld fyrir milljarða
Tunna af fágætu, skosku maltviskíi seldist á dögunum fyrir metfé, litlar 16 milljónir sterlingspunda, jafnvirði ríflega 2,6 milljarða króna. Viskíið, sem gengur undir heitinu Tunna nr. 3, var bruggað, eimað og sett á tunnu í Ardbeg-viskíverksmiðjunni á skosku eyjunni Islay árið 1975, segir í frétt Financial Times, og kaupandinn er ónefndur safnari í Asíu.
10.07.2022 - 04:13
Erlent · Evrópa · Skotland · viskí
Landinn
Tveggja landa viskí
„Þetta er ekki íslenskt viskí, þetta er skoskt viskí með íslensku vatni og sérstaðan liggur í íslenska vatninu," segir Magnús Arngrímsson framkvæmastjóri Pure Spirits sem meðal annars framleiðir Reyka vodkann en nýjasta afurð fyrirtækisins er Gróbrókar-viskí.
16.05.2022 - 14:00
Stökk út í næturmyrkrið fyrir 50 árum og hvarf
Að kvöldi 24. nóvember 1971 keypti tilkomulítill og harla venjulegur maður sér flugmiða aðra leiðina frá Portland til Seattle í Bandaríkjunum. Maðurinn sagðist heita Dan Cooper en örfáum klukkustundum síðar hvarf hann og hefur ekki sést síðan.

Mest lesið