Færslur: Vísitala neysluverðs

Verðbólga komin í 7,6%
Vísitala neysluverðs hækkar um 0,77% og hefur hækkað um 7,6% á tólf mánuðum. Húsaleiga hækkar um 2,3%, verð á nýjum bílum um 2,1% og bensín um 2,9%. Flugfargjöld lækka hins vegar, eða um 6,9%.
Mælir gegn því að húsnæðisliðurinn verði tekinn út
Hagstofa Íslands mælir gegn því að ekki verði tekið tillit til húsnæðiskostnaðar við útreikning á vísitölu neysluverðs. Fjölgað hefur í hópi þeirra sem vilja fjarlæga húsnæðisliðinn úr útreikningnum. Í janúar lögðu nokkrir þingmenn Flokks fólksins fram frumvarp um breytingu á lögum um vísitölu neysluverðs, þar sem lagt var til að húsnæðisliðurinn yrði tekinn út.
Verðbólgan komin yfir sex prósent
Verðbólga á ársgrundvelli mælist nú 6,2% og hækkar um 0,5 prósentustig frá því í janúar, samkvæmt tölum Hagstofunnar.
Spá aukinni verðbólgu næstu mánuði
Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólgan aukist enn frekar í febrúar, en í janúar mældist hún 5,7 prósent á ársgrundvelli, sem er mesta verðbólga hérlendis í áratug. Samkvæmt spá bankans mun hún ná 5,8 prósentum í febrúar og fara enn hækkandi næstu mánuði.
Verðbólga ekki verið meiri í áraraðir
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5 prósent milli mánaða og 5,7 prósent frá síðasta ári. Verðbólga á ársgrundvelli mælist nú 5,7 sem er með því hæsta í áraraðir.
Verðbólgan upp fyrir 5 prósent
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,45 prósent á milli mánaða og mælist verðbólga á ársgrundvelli nú 5,1 prósent.
Hækkanir á flugi og eldsneyti draga verðbólguvagninn
Greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbanka spá að verðbólgan muni aukast í þessum mánuði vegna hækkunar á flugfargjöldum og eldsneytisverði. Talið er líklegt að það dragi úr verðhækkunum á fasteignamarkaði á næstu mánuðum
09.07.2021 - 08:35
Spá því að verðbólga hjaðni smám saman
Hagfræðideild Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,3 prósent í júní og að tólf mánaða verðbólga hjaðni úr 4,4 prósentum í 4,3 prósent.
11.06.2021 - 14:06