Færslur: vísindi

Kindin klónaða hefði orðið 24 ára í dag
Sauðkindin Dollý hefði orðið 24 ára um þessar mundir hefði henni enst aldur. Ekki er endilega daglegt brauð að halda upp á afmæli kinda en hún Dollý heitin var engin venjuleg kind.
05.07.2020 - 13:32
Mótefnamæling í Vestmannaeyjum
Vestmannaeyingarnir 105 sem greindust með kórónuveiruna eru boðaðir í endurtekna mótefnamælingu í dag. Davíð Egilsson læknir sem annast mælinguna fyrir Íslenska erfðagreiningu segist í samtali við fréttastofu bjartsýnn á að flestir skili sér.
04.07.2020 - 12:24
Eldgos felldi Sesar
Rannsókn á borkjarna úr Grænlandsjökli bendir til þess að fall Júlíusar Sesars og lok lýðveldis í Róm og konungsveldis í Egyptalandi fyrir um 2064 árum megi að hluta rekja til atburðar sem varð hinu megin á jarðkringlunni á sama tíma. Kuldi og þurrkar ollu miklum og óvæntum uppskerubresti í Evrópu og í Norður Afríku á þessum tíma og nú er sökudólgurinn loks fundinn samkvæmt niðurstöðu rannsóknar sem fjallað er um í nýjasta tímariti bandarísku vísindaakademíunnar.
25.06.2020 - 17:00
 · Erlent · eldfjöll · vísindi
Spegillinn
Ekki útilokað að sprittið raski flórunni í smáþörmunum
Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, útilokar ekki að gríðarleg notkun sótthreinsispritts geti valdið varanlegum skaða á ónæmiskerfinu. Handþvottur sé besta vörnin gegn smitsjúkdómum en margir hafi hallað sér full mikið að sprittinu í heimsfaraldrinum. Veirur kunna að verða ónæmar fyrir spritti, en þegar er farið að bera á ónæmi gagnvart öðrum sótthreinsiefnum. 
03.06.2020 - 16:05
Spegillinn
Leynist í Covid-krísunni vegvísir að aukinni vellíðan?
Það eru engin merki um að heimsfaraldurinn og samfélagslegar breytingar vegna hans hafi haft neikvæð áhrif á líðan landsmanna, þvert á móti. Mánaðarlegar kannanir Landlæknis benda til þess að fleirum hafi liðið vel andlega, þá mánuði sem faraldurinn stóð sem hæst, en á sama tíma í fyrra. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur og sviðsstjóri á lýðheilsusviði Landlæknisembættisins, spyr sig hvort krísur geti hjálpað okkur að finna lykilinn að andlegri vellíðan, til frambúðar. 
29.05.2020 - 15:32
19 stafi þarf til að geta lesið
Ný rannsókn Hermundar Sigmundssonar prófessors í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Reykjavík og Háskólann í Þrándheimi sýnir að börn þurfa að kunna að minnsta kosti 19 bókstafi til að geta lesið. Hann segir þessar niðurstöður sýna hversu mikilvægt sé að hefja lestrarkennslu á því að kenna bókstafi og hljóð. Hann gagnrýnir að aðferðir, þar sem áherslan sé á aðra þætti, séu notaðar í um helmingi grunnskóla hér á landi. 
24.05.2020 - 14:12
Innlent · Menntun · Börn · Lestur · nám · Grunnskólar · vísindi
„Íslendingar eru ekki bara Homo sapiens“
Íslendingar eru ekki bara menn, þeir bera líka erfðaefni Neandertalsmanna og Denisova. Þetta sýnir ný rannsókn. 
Landinn
Rannsaka hvort örplast finnist uppi á jöklum
„Ég býst ekki við að við finnum mikið en ég býst við að við finnum eitthvað,“ segir Ásta Margrét Ásmundsdóttir, efnafræðingur við Háskólann á Akureyri, sem rannsakar nú ásamt fleirum hvort örplast finnist í jöklum á Íslandi.
19.04.2020 - 20:00
Landinn
Vísindaverkefni sem gat af sér listsýningu
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á ljósmyndun þannig að fyrir mér eru raunvísindi og list svo sem ekki svo andstæðir pólar,“ segir Dr. Lilja Jóhannesdóttir sem nýverið setti upp ljósmyndasýninguna Tjarnarsýn í Nýheimum á Höfn í Hornafirði.
13.02.2020 - 08:30
Viðtal
Tvöfalt virði loðnu: Mikilvæg fæða þorsksins
Loðnuvertíðin hefur brugðist og ekki í fyrsta sinn. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Hafró, segir að loðnunnar hafi sennilega aldrei verið leitað jafn gaumgæfilega og nú. Gegnd stofnsins hefur að hans sögn breyst, hún heldur sig norðar, í kaldari sjó. Loðna er annar mikilvægasti nytjastofn okkar og efnahagsleg áhrif loðnubrestsins því veruleg en það er ekki nóg með það. Loðnan er líka ein mikilvægasta fæða aðalnytjastofns Íslendinga, þorsksins, sem og grálúðu, ufsa og fleiri tegunda. 
Myndskeið
Ástarstjarna böðuð brennisteini gleður augað
Venus skín skært á morgunhimninum og skarður máni tekur næstu daga þátt í sýningunni. Ritstjóri Stjörnufræðivefsins segir að reikistjarnan sé á vissan hátt flagð undir fögru skinni en líka góður kennari. 
02.12.2018 - 19:47
 · stjörnufræði · Venus · vísindi
Viðtöl
Það verði að neyða fólk til breyttra lífshátta
Verja þarf 2,5% af heimsframleiðslu til aðgerða á sviði loftslagsmála, árlega til ársins 2035, ætli mannkynið sér að afstýra því að meðalhiti á jörðinni hækki um meira en 1,5 gráður með hörmulegum afleiðingum fyrir lífríkið allt. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar skýrslu Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. Ef mat vísindamanna á fjárþörf málaflokksins á heimsvísu er heimfært á Ísland þyrfti að verja tæpum 64 milljörðum til loftslagsaðgerða, fimmtíufalt meira en stjórnvöld hyggjast gera.
Fréttaskýring
Vilja banna almenna notkun flugelda
Heppilegast væri að banna almenna notkun flugelda, í staðinn gætu sveitarfélögin haldið sérstakar flugeldasýningar. Þetta er mat fræðimanna við Háskóla Íslands. Þau lýsa sprengigleði Íslendinga um áramót sem grafalvarlegum, fyrirjáanlegum mengunaratburði, stundargleði, sem sé orðin hluti af ímynd þjóðarinnar, en hafi í för með sér mikinn fórnarkostnað. 
22.09.2018 - 09:00
Áhrif möndulhallans á menningu okkar
„Flestum þykir það leiðinlegt að sólin taki að lækka á lofti aftur, ég gleðst yfir því,“ segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins. Í morgun klukkan 10:07 voru sumarsólstöður og er dagurinn í dag því lengsti dagur ársins. Sævar Helgi fræddi hlustendur Morgunútvarpsins um ýmislegt sem tengist gangi sólarinnar, siglingarökkur og möndulhalla jarðar.
21.06.2018 - 15:33
Skrifað í atómskýin
„Þarna tókst okkur í fyrsta skiptið að sjá ljós frá stökum atómum í skýinu þannig að við gátum aðgreint atómin mjög skýrt og þegar við áttuðum okkur á því að þetta hefði tekist, reyndum við að móta atómskýið í hjarta,“ segir Ottó Elíasson doktorsnemi í tilraunaeðlisfræði við Árósarháskóla.
30.05.2018 - 13:14
Páll Einarsson fær Norrænu jarðfræðiverðlaunin
Páll Einarsson jarðfræðingur hlaut norrænu jarðfræðiverðlaunin 2018 á vetrarmóti norrænna jarðfræðinga, sem haldinn var í Kaupmannahöfn á fimmtudaginn. Páll er prófessor emeritus við Háskóla Íslands. Hann hlaut verðlaunin fyrir framúrskarandi árangur í vísindum og miðlun þekkingar til stjórnvalda og almennings.
14.01.2018 - 11:23
Hvað bíður þín beitukóngur?
Mannkynið er með bensínbílaakstri, kjötáti og annarri koltvísýringslosandi hegðun að gera fordæmalausa tilraun á lífverum hafsins. Íslenskir vísindamenn eru í fremstu röð þegar kemur að því að vakta sýrustig í hafinu við Ísland en lítið sem ekkert er vitað um áhrif súrnunar á vistkerfið og þar með nytjastofna. Það hafa ekki orðið hraðari breytingar á efnafræðilegri samsetningu sjávar í tugmilljónir ára, aðlögunartími lífvera er nær enginn. Hvað bíður beitukóngs, rækju og vængjasnigils?
„Sótt að vísindum úr ýmsum áttum“
Bandaríkjastjórn hefur bannað embættismönnum Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna að nota sjö hugtök í skýrslum sínum sem algengt er að nota í tengslum við sjúkdóma og forvarnir. Orð eins og fóstur og byggt á vísindum, eða byggt á sönnunum. Stofnunin ætlar að hunsa skipunina.
19.12.2017 - 08:31
Viðtal
„Hugsanir sem djöflast í höfðinu á þér“
„Þetta eru hugsanir sem djöflast í höfðinu á þér.“ Þetta segir slökkviliðsmaður sem glímdi við áfallastreituröskun. Vakning hefur orðið um mikilvægi sálræns stuðnings og þess að vinna með áföll innan slökkviliðsins, lögreglunnar og meðal björgunarsveita undanfarin ár og áratugi en hann segir að stöðugt verði að minna á mikilvægi þess að tala um erfið útköll. Sérfræðingur segir þörf á að efla þekkingu og meðferðarúrræði hér á landi.
Skyggndust inn í gangverk lífsklukkunnar
Við höfum lengi vitað af lífsklukkunni, því hvernig líðan okkar og orka breytist yfir daginn, en nú hafa þrír bandarískir erfðafræðingar skyggnst inn í sjálft gangverk lífsklukkunnar og virt fyrir sér tannhjólin eða próteinin öllu heldur. Þeir Jeffrey Hall, Michael Rosbash og Michael Young hlutu í gær nóbelsverðlaunin í læknisfræði fyrir rannsóknir sínar á því hvað knýr lífsklukkuna.
03.10.2017 - 17:15
Aðeins fjórðungur stökkbreytinga frá mæðrum
Fjórðungur nýrra stökkbreytinga í erfðaefni mannsins kemur frá mæðrum og er fjöldi þeirra háður aldri við getnað, líkt og hjá feðrum. Ný rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar sýnir að stökkbreytingum fjölgar minna við hærri aldur móður en föður.
20.09.2017 - 17:10
„Náttúruspjöll arfleifð vestrænnar heimspeki“
Arfleifð vestrænna vísinda og heimspeki hefur gefið okkur margt af því besta sem einkennir samtíma okkar en á sama tíma er hún ein takmarkaðasta afurð mannlegrar skynsemi. Þetta er mat Ólafs Páls Jónssonar prófessors í heimspeki við Háskóla Íslands.
03.07.2017 - 16:49
11 milljarða rannsóknarmiðstöð við Kröflu
Í undirbúningi er alþjóðlegt verkefni í eldfjallarannsóknum þar sem bora á niður á bergkviku við Kröflu. Jarðvísindamenn frá 9 löndum hyggjast safna 11 milljörðum króna til að koma þar upp miðstöð langtímarannsókna. Þeir vilja meðal annars auka skilning á jarðskorpunni og eldgosum.
18.04.2017 - 13:52
Lyf gegn brjóstakrabbameini gætu nýst fleirum
Ný lyf, sem hingað til hafa fyrst og fremst verið hugsuð fyrir meðferð við krabbameini hjá arfberum stökkbreyttra gena sem valda brjóstakrabbameini, gætu nýst mun fleiri og gegn öðrum tegundum krabbameins, þar á meðal í blöðruhálskirtli. Þetta sýnir ný rannsókn sem birt hefur verið í vísindatímaritinu Nature Medicine. Jórunn Erla Eyfjörð, heiðursprófessor við Læknadeild Háskóla Íslands er meðal aðstandenda þessarar könnunar.
16.03.2017 - 09:07
Djöflamjólk gegn ónæmum bakteríum
Ástralskir vísindamenn kynntu í dag rannsóknir sem benda til þess að móðurmjólk Tasmaníudjöfulsins gæti verið vopn í baráttunni gegn ónæmum bakteríum. Nýleg bresk rannsókn gefur til kynna að bakteríur ónæmar fyrir sýklalyfjum gætu dregið allt að tíu milljón manns til dauða um heim allan árið 2050.
18.10.2016 - 09:50