Færslur: vísindi

Þetta helst
Haustlitirnir: Náttúran býr sig undir vetrarkomu
Haustið er uppskera sumarsins og undirbúningur fyrir veturinn. Náttúran breytir um lit til að leggjast í dvala, plönturnar færa næringuna niður í ræturnar og fella fagurgul laufin til að geta tekist á við vorið eftir kuldann og myrkrið í vetur. Skógfræðingar segja að á Íslandi sé æskilegt fyrir plönturnar að haustlitirnir verði komnir í kringum 1. október. Það þýðir að þær séu heilbrigðar, að þeim líði vel. Svo er líka alveg voðalega fallegt. Haustlitir verða helst í dag.
21.09.2022 - 13:09
 · Rás 1 · Innlent · Náttúra · vísindi · Umhverfismál · Hlaðvarp
Þetta helst
Síkvik jörð Reykjanesskagans í gegn um tíðina
Þúsundir jarðskjálfta mælast nú á hverjum sólarhring á Reykjanesskaganum, langflestir meinlausir þó, en nokkrir vel snarpir. Myndir hafa dottið af veggjum, dósir úr hillum, börn vakna af værum blundi og kaffivélasvæðin eru aftur farin að einkennast af nokkuð einhæfum spurningum eins og fannstu skjálftann, eða vaknaðirðu í nótt. Og er það vel. En við erum fljót að gleyma. Þetta helst lítur aðeins yfir söguna á Reykjanesskaganum í dag.
02.08.2022 - 13:43
Þetta helst
Kíkirinn sem getur ferðast aftur í tímann
Það eru um það bil tvö þúsund milljarðar vetrarbrauta í okkar sýnilega alheimi. Hver og ein vetrarbraut er með marga milljarða stjarna. Við, jarðarbúar, búum á einni slíkri stjörnu. Í Þetta helst lítum við út í geim, langt upp í himininn og út um allt, næstum því til upphafs tímans með hjálp James Webb sjónaukans, nýjasta tryllitæki geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA.
21.07.2022 - 12:56
Gettu betur á bláþræði
Bannað að kasta eggjum í spyrilinn
Í þættinum Gettu betur á bláþræði á föstudag mættust lið nýjustu tækni annars vegar og vísinda hins vegar. Þau svöruðu ekki einungis spurningum tengdum þema þáttarins heldur gerðu vísindalega tilraun á eggi sem þeim var gert að kasta í átt að spyrlinum, Guðrúnu Dís Emilsdóttur, án þess að hæfa hana.
22.05.2022 - 11:21
Örplast finnst í fyrsta sinn í mannsblóði
Vísindamenn greindu á dögunum í fyrsta sinn örplast í mannsblóði. Rannsakendur við Vrije-háskólann í Amsterdam stóðu að rannsókninni og þeir segja niðurstöðurnar áhyggjuefni.
25.03.2022 - 02:24
Fréttaskýring
Tannlæknar í áfalli yfir bágri tannheilsu aldraðra
Rannsókn bendir til þess að meginþorri aldraðra á hjúkrunarheimilum þjáist vegna ómeðhöndlaðra tannvandamála. Aðgengi að tannlæknaþjónustu er slæmt þrátt fyrir fulla greiðsluþátttöku hins opinbera og starfsfólk heimilanna skortir þekkingu til að sinna tannhirðu. Vandamálið á að óbreyttu bara eftir að stækka. Forstjóri Hrafnistu segir hjúkrunarheimili nauðsynlega þurfa stuðning sérfræðinga. Heimilin eru flest meðvituð um vandann og lausnir eru til, en þær kosta.
Fréttaskýring
Flúortregða og næturdrykkja ógna tannheilsu barna
Tortryggni foreldra gagnvart flúortannkremi er meðal þess sem sérfræðingar í barnatannlækningum telja ógna tannheilsu smábarna í dag. Brjóstagjöf á næturnar virðist líka hafa áhrif. Dæmi eru um að svæfa þurfi eins til tveggja ára gömul börn og gera við hverja einustu tönn. Lítið er hægt að fullyrða um tannheilsu barna og unglinga almennt því síðast var gerð stór rannsókn á henni árið 2005.
Flateyri berskjaldaðri gagnvart snjóflóðum en talið var
Snjóflóð ógna byggðinni á Flateyri meira en áður var talið, einkum þegar snóþekjan í hlíðinni er þurr og köld. Flóðin tvö sem féllu á Flateyri, aðfararnótt í janúar í fyrra hafa breytt skilningi vísindamanna á eðli snjóflóða. Þeir leita nú leiða til að bæta varnir byggðarinnar. 
23.10.2021 - 13:03
Vona að greining á erfðamengi Dana bæti meðferð
Íslensk erfðagreining vinnur nú með hópi danskra vísindamanna að því að greina hátt í 500 þúsund erfðasýni úr dönsku þjóðinni. Prófessor við ríkisspítalann í Kaupmannahöfn vonast til þess að rannsóknin auðveldi vísindamönnum að laga meðferð við ýmsum alvarlegum sjúkdómum betur að þörfum einstaklinga. 
15.10.2021 - 12:14
Sjónvarpsfrétt
Leggur til allsherjarhreinsanir vegna riðu í Skagafirði
Umfangsmiklar hreinsanir og niðurskurður á sauðfé á öllum bæjum í riðusýktu hólfi í Skagafirði er nauðsynlegt til að uppræta sjúkdóminn. Þetta segir fyrrverandi yfirdýralæknir. Mikilvægt sé að veita bændum tilfinningalega aðstoð að niðurskurði loknum. Hann segir aðgerðirnar sársaukafullar, en nauðsynlegar. 
03.10.2021 - 20:12
Dæmi um fólk sem hefur myndað þol gegn lúsmýbitum
Nú þegar lúsmývargurinn gerir landsmönnum lífið leitt víða um land hafa sumir tekið eftir því að bitin virðast ekki alveg jafn slæm og þegar flugan gerði hér fyrst strandhögg fyrir fáeinum árum. Fyrir því er ástæða, að sögn ónæmisfræðings.
09.08.2021 - 14:48
Kjúklingur skóganna kominn í Árneshrepp
Áhugi landsmanna á sveppum og sveppatínslu virðist fara vaxandi og sveppategundum í náttúru Íslands fjölgar. Sveppafræðingur fylgist vel með myndum sem meðlimir í sveppahópnum Funga Íslands birta, stundum finnur fólk nefnilega sveppi sem aldrei hafa sést á Íslandi áður. Appelsínuguli sveppurinn Brennisteinsbarði, er einn þeirra, en glöggur vegfarandi fann hann í byrjun ágústmánaðar og gerði sér mat úr. 
08.08.2021 - 16:31
Ekki útlit fyrir að Ivermectin sé töfralausn
Vandaðasta rannsókn sem hingað til hefur verið unnin á virkni sníklalyfsins Ivermectin gegn COVID-19 sjúkdómnum sýnir engin merki um að lyfið minnki dánartíðni, bæti einkenni eða komi í veg fyrir versnun þeirra. 
06.08.2021 - 11:44
 · Innlent · Lyf · Lyfjastofnun · Vísindavefurinn · vísindi · Ivermectin · COVID-19
Utanríkisráðherrar ræddu varnarmál og mannréttindi
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, og Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands hittust á fundi í morgun og ræddu sameiginlega hagsmuni ríkjanna, mannréttindi og varnarmál.
Eldgos eru eins og eitraður úðabrúsi
Sérfræðingur í eiturefnafræði leggst alfarið gegn því að fólk með asma, hjarta- og lungnasjúkdóma, og ófrískar konur, fari að gosstöðvunum. Eitrunarmiðstöð Landspítalans hefur sérstakar áhyggjur af magni flúrsýru við gosið sem veldur ertingu í augum, húð og hálsi. Gasmengun frá eldgosum getur verið banvæn og nokkur fjöldi hefur leitað læknis vegna eitrunar.
Sjónvarpsfrétt
Gæti orðið fyrsta nýja dyngjan á Íslandi í 3.000 ár
Ef eldgosið við Fagradalsfjall heldur áfram á svipuðum nótum verður það að dyngju. Yngsta dyngjueldfjall á Íslandi er þrjú þúsund ára gamalt, en flest eru þau frá lokum ísaldar. Stærsta fjall sólkerfisins er sömuleiðis dyngja. Dyngjur eru breið, aflíðandi og keilulaga eldfjöll. Þau eru nokkuð auðþekkjanleg og líta út eins og skál á hvolfi með hringlaga gosopi.
Þyrfti að gjósa í mörg ár til að stór dyngja myndist
Eldgosið við Fagradalsfjall þyrfti að haldast stöðugt í áratugi til að mynda stóra dyngju. Fátt bendir til að það ógni byggð á næstu árum nema flæðið breytist. Eldfjallafræðingur segir að þetta geti hentað vel fyrir ferðamenn ef gosið heldur áfram. Rennslið úr gígnum hefur haldist stöðugt, með 5 til 10 rúmmetra flæði á sekúndu, síðan það hófst á föstudagskvöld.
„Það vantaði bara gosbjarmann í baksýn”
„Það munaði svo litlu,” segir Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur. Í kvöldfréttum RÚV á föstudag sagðist Benedikt, varfærnislega þó, síður eiga von á gosi við Fagradalsfjall. Einum og hálfum tíma síðar byrjaði að gjósa og vakti þetta töluverða kátínu á internetinu.
21.03.2021 - 12:44
Uppskrift að mannasúpu
Mannslíkaminn er úr efnum sem urðu til þegar stjörnur sprungu og dreifðu þeim um allan alheiminn. Sævar Helgi Bragason sýnir krökkum efnafræði mannslíkamans með því að skella í mannasúpu. Hún er sem betur fer ekki til manneldis.
02.03.2021 - 13:49
Áföll og streita breyta því hvernig líkaminn virkar
Heimilislæknir segir alvarleg áföll í barnæsku geta haft langvarandi áhrif á hin ýmsu líffærakerfi og stytt lífslíkur fólks um allt að tíu til fimmtán ár. Rannsóknum á áhrifum áfalla og streitu á líkamlega heilsu hefur fleygt fram á síðustu tíu árum. 
Gagnvirk færsla
Skoðaðu kolefnisspor fjölskyldnanna í Loftslagsdæminu
Hvað losa fjórar venjulegar fjölskyldur á Íslandi mikið magn af koltvísýringi út í andrúmsloftið ári? Hvernig er það reiknað? Í Loftslagsdæminu fylgjumst við með fjórum fjölskyldum reyna að minnka kolefnissporið um fjórðung á tveggja mánaða tímabili. Þær tjá sig opinskátt um reynslu sína í útvarpsþáttunum Loftslagsdæminu á Rás 1.
16.01.2021 - 10:30
Fundu tólf nýjar tegundir lífvera á botni Atlantshafs
Vísindamenn hafa fundið tólf nýjar tegundir lífvera á botni Atlantshafsins og merki um 35 tegundir á svæðum þar sem þær hafa ekki haldið sig áður. Fræðimenn frá 13 löndum hafa í fimm ár unnið að umfangsmikilli sjávarlíffræðirannsókn með það fyrir augum að varpa ljósi á áhrif loftslagsbreytinga á vistkerfi neðansjávar.
28.12.2020 - 23:11
Myndskeið
„Draumur að feta í fótspor Sigurðar Richter“
Sjónvarpsþátturinn Nýjasta tækni og vísindi hefur göngu sína á ný í kvöld, eftir um sextán ára hlé. Einn umsjónarmanna þáttarins segir það draumi líkast að fá að feta í fótspor þeirra sem sáum um þáttinn á árum áður.
14.09.2020 - 17:00
Tilraun vísindamanna til að ákvarða útlit Jesú Krists
Útliti Jesú Krists er hvergi lýst í Nýja Testamentinu né hafa fundist samtímateikningar af honum. Um aldir hafa listamenn af ýmsu tagi, um víða veröld varpað fram hugmyndum sínum um útlit Krists.
12.09.2020 - 18:38
Spegillinn
Framlög til rannsóknasjóða aukin um helming
Rannsóknasjóður, Tækniþróunarsjóður og Innviðasjóður verða efldir í sérstöku þriggja ára átaksverkefni. Framlög á næsta ári verða aukin um 50% miðað við fjárlög þessa árs. Forsætisráðherra segir mikilvægt, nú þegar þjóðin standi frammi fyrir efnahagslægð, að bregðast við bæði til skemmri og lengri tíma.
01.09.2020 - 17:52