Færslur: vísindarannsóknir

Samfélagið
LSH langt undir heimsviðmiðunum í heilbrigðisrannsóknum
Landspítalinn hefur dregist verulega aftur úr í heilbrigðisrannsóknum. Samkvæmt alþjóðlegum vísum sem notaðir eru til að meta vísindastarf er sjúkrahúsið nú undir heimsviðmiðunum. Hans Tómas Björnsson, yfirlæknir á Landspítalanum segir að einungis lítið prósent af fjármagni spítalans fari í rannsóknir og að stofna þurfi heilbrigðisvísindasjóð þar sem fjármagn er eyrnamerkt til rannsókna.
Ný rannsókn sýnir að kannabis dregur ekki úr þrautum
Viðamiklar rannsóknir tuttugu vísindamanna um tveggja hálfs árs skeið leiða í ljós að kannabis sem inniheldur vímuefnið THC hefur engin áhrif við að draga úr sársauka.
Vill greina kæfisvefn fyrr með aðstoð gervigreindar
Erna Sif Arnardóttir lektor við Háskólann í Reykjavík segir heilsufarslegar afleiðingar kæfisvefns geta verið mjög alvarlegar. Hún var einn gesta Baldvins Þórs Bergsonar í Silfrinu í morgun.
Morgunvaktin
Færri treysta sóttvörnum annarra
Trú Íslendinga á sóttvarnaaðgerðir yfirvalda hefur minnkað síðan í fyrsta faraldri COVID-19 og þeim hefur fækkað sem treysta því að aðrir viðhafi sóttvarnir. Mikill meirihluti fer eftir tilmælum um sóttvarnir og fjarlægðarmörk.Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar Sigrúnar Ólafsdóttur og Jóns Gunnars Bernburg, prófessora í félagsfræði við HÍ, á viðhorfum Íslendinga til COVID-19 faraldursins. 
Ekki ástæða til að mæla með munnúða gegn COVID-19
Sóttvarnalæknir segist ekki geta mælt með því að fólk noti munnúða gegn kvefi sem lækningu við COVID-19. Munnúðinn er þróaður af íslenskum vísindamönnum og tilraunir á tilraunastofum benda til þess að hann ráðist hart gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19.
21.07.2020 - 22:37
Gætu fyrirskipað notkun andlitsgríma með haustinu
Danskur sérfræðingur í smitsjúkdómum telur líklegt að þarlend yfirvöld fyrirskipi fljótlega notkun andlitsgríma á opinberum vettvangi.