Færslur: Virkjanir

Spegillinn
Hefur kostað á annan milljarð króna
Hátt í hundrað vísindamenn hafa komið að vinnu við fyrsta til þriðja áfanga rammaáætlunar og má gera ráð fyrir að hún hafi kostað vel á annan milljarð króna. Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði við Háskóla Íslands, segir að ástæðan fyrir því að þriðji áfangi rammaáætlunar hefur ekki verið afgreiddur frá Alþingi hafi ekkert með vinnu rammaáætlunar að gera.
Myndskeið
„Fólk verður reitt og það verður mikill hiti“
Tilvist Árbæjarlóns er orðið að miklu hitamáli á meðal íbúa í Árbæ. Þetta segir formaður íbúaráðsins. Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík telur að ákvörðun Orkuveitunnar um að tæma lónið sé ekki í samræmi við deiliskipulag. Forstjóri Orkuveitunnar segir að fyrirtækinu sé ekki lengur heimilt að stöðva náttúrulegt rennsli Elliðaáa.
07.12.2020 - 19:25
Myndskeið
Ný ferðamannaleið um háhitasvæðið á Þeistareykjum
Á vegum Landsvirkjunar er nú verið að leggja nýjan veg með bundnu slitlagi frá Þeistareykjum í Mývatnssveit. Þó að helsti tilgangurinn sé að bæta samgöngur milli virkjana í Þingeyjarsýslum opnast spennandi ferðamannaleið á þessu svæði með nýja veginum.
01.09.2020 - 19:59
Rannsóknin á Andakílsá á borði ríkissaksóknara
Rannsóknin á umhverfisslysinu í Andakílsá árið 2017 er nú á borði ríkissaksóknara. Greint var frá því í síðustu viku að tilraunaveiðar sé nú hafnar í ánni, en fyrir þremur árum var ríflega tuttugu þúsund rúmmetrum af aur veitt í ána úr miðlunarlóni Andakílsvirkjunar.
Möguleiki á 883 smávirkjunum á Austurlandi
883 kostir eru fyrir smávirkjanir á Austurlandi. Heildarafl þeirra er 1.603 MWe og verði fleiri slíkar reistar myndi raforkuöryggi aukast og minna álag yrði á flutningskerfið. Þetta kemur fram í úttekt sem gerð var fyrir Orkustofnun.
09.07.2020 - 17:42
Virkjun í Hverfisfljóti hafi verulega neikvæð áhrif
Skipulagsstofnun hefur skilað áliti á frummatsskýrslu um fyrirhugaða virkjunarframkvæmd í Hverfisfljóti í Skaftárhreppi frá 2017. Telur stofnunin framkvæmdina hafa verulega neikvæð umhverfisáhrif og að tilefni hefði verið til að meta hana með öðrum virkjunarkostum í rammaáætlun.
07.07.2020 - 15:18
Slæmar horfur í vatnsbúskap Landsvirkjunar
Innrennsli í miðlanir við virkjanir Landsvirkjunar hefur verið mjög slakt í vetur og vatnsborð lóna lægra en á sama tíma í fyrra. Þó er ekki talið að grípa þurfi til sérstakra ráðstafana til að spara vatn.
07.04.2020 - 16:01
Telur fleiri virkjanir en Hvalárvirkjun æskilegar
Fleiri virkjanaframkvæmdir en Hvalárvirkjun væru æskilegar til að mæta raforkuþörf Vestfirðinga, að mati Orkubús Vestfjarða.
04.12.2019 - 19:29
Kynna mat á umhverfisáhrifum Einbúavirkjunar
Einbúavirkjun ehf. hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna Einbúavirkjunar í Skjálfandafljóti. Um er að ræða rennslisvirkjun í landi Kálfborgarár og Einbúa í Bárðardal.
14.08.2019 - 14:27
Jökulsá á Fjöllum friðuð fyrir orkuvinnslu
Vatnasvið Jökulsár á Fjöllum á Norðausturlandi er fyrsta svæðið sem er friðað fyrir orkuvinnslu. Vatnasvið árinnar og áin sjálf suður af brúnni hjá Ásbyrgi verður friðlýst. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, staðfesti friðlýsinguna í dag við athöfn í Ásbyrgi. Hún er hluti af friðlýsingarátaki ráðherra.
Flóknar reglur og langt ferli við smávirkjanir
Bændur sem vilja virkja bæjarlækinn til að lækka raforkukostnað heima fyrir þurfa að uppfylla sömu skilyrði og um stórvirkjun væri að ræða. Raforkubóndi á Norðurlandi segir að ótrúlegur tími og kostnaður fylgi því að þræða sig í gegnum fjölda reglugerða sem þurfi að uppfylla til að byggja litla virkjun heima á bænum.
25.05.2019 - 23:06
Viðtal
Engin stefna um hver fái að virkja
Ríkið þarf að setja skýrar reglur um hvernig úthluta skuli nýtingarétti á orkuauðlindum. Þetta segir Hilmar Gunnlaugsson, lögfræðingur sem sérhæfir sig í orkulöggjöf. Hvergi er skilgreint hvort ríkið eða einkaaðilar eigi að nýta virkjunarkosti í opinberri eigu.
22.05.2019 - 09:20
Ekki pláss fyrir öll vindorkuverin
Flutningskerfi Landsnets á Vesturlandi getur aðeins flutt 85 megavött af rafafli til viðbótar. Þess vegna getur aðeins eitt vindorkuver komist að í flutningskerfinu án fjárfestingar í kerfinu, miðað við áætlanir tveggja fyrirtækja sem hafa kynnt áform sín.
30.04.2019 - 14:00
Myndskeið
Telja vindvirkjanirnar skerða lífsgæði
Ágreiningur ríkir um áform um vindorkuver í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð. Nágrannar ábúenda á Hróðnýjarstöðum eru ósáttir og telja fyrirhugaðar vindvirkjanir skerða lífsgæði sín.
25.04.2019 - 19:20
Einbúavirkjun í mat á umhverfisáhrifum
Tillaga um mat á umhverfisáhrifum Einbúavirkjunar í Skjálfandafljóti hefur nú verið auglýst. Um er að ræða rennslisvirkjun í landi Kálfborgarár og Einbúa í Bárðardal.
14.09.2018 - 09:22
Segir ótímabært að tjá sig um rammaáætlun
Umhverfisráðherra telur ekki tímabært að tjá sig um hvenær hann leggur fram tillögur sínar um virkjanakosti samkvæmt rammaáætlun. Nærri tvö ár eru síðan verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar skilaði af sér. Tveir umhverfisráðherrar hafa lagt tillögur sínar fyrir Alþingi en þær voru ekki afgreiddar. 
16.04.2018 - 12:21
Hagavatnsvirkjun ekki háð rammaáætlun
Áform eru um að minnka Hagavatnsvirkjun undir 10 megawött. Slíkar virkjanir falla ekki undir rammaáætlun. Í síðustu rammaáætlun var hún helmingi stærri og sett í biðflokk. Framkvæmdastjóri Íslenskrar vatnsorku það gert í samvinnu við sveitarfélagið Bláskógabyggð og heimamenn. 
11.04.2018 - 12:26
Fyrsta vatnsaflsvirkjun HS Orku
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra tók á fimmtudag fyrstu skóflustungu að byggingu Brúarvirkjunar í efri hluta Tungufljóts í Biskupstungum. Virkjunin er 9,9 megavatta rennslisvirkjun. Í tilkynningu frá HS Orku er haft eftir forstjóranum Ásgeiri Margeirssyni að skóflastungan sé stór áfangi en Brúarvirkjun fyrsta vatnsaflsvirkjunin í eigu HS Orku.
25.03.2018 - 14:25
Vill samanburð á kostum virkjunar og þjóðgarðs
Skynsamlegt er að bera saman kosti þess að reisa Hvalárvirkjun í Árneshreppi og að stofna þar þjóðgarð. Þetta tvennt fer ekki sérlega vel saman, að mati Guðmundar Inga Guðbrandssonar, nýs umhverfisráðherra.
01.12.2017 - 14:10
Yfirfall Hálslóns bara einu sinni verið meira
Rennsli í fossinum Hverfandi, sem myndast þegar vatn rennur á yfirfalli úr Hálslóni Kárahnjúkavirkjunar, hefur aðeins einu sinni í sögunni verið meira en nú. Vatnsborð Hálslóns hefur hækkað um 30 sentimetra á síðustu tólf tímum og nú vantar aðeins 15 sentimetra upp á að það nái methæðinni frá 2012, þegar það fór hæst í 626,46 metra.
27.09.2017 - 18:05
Yfir 100 vindmyllur og 300 megavött
Landsvirkjun telur að nýting vindorku sé raunhæfur kostur. Lagt er til að vindorkuver með allt að 40 vindmyllum verði í nýtingarflokki rammaáætlunar og annað vindorkuver við Búrfell verði í biðflokki. Alls er gert ráð fyrir að afl þessara tveggja vindorkuvera geti orðið um 300 megavött.
05.05.2017 - 16:53
300 tonna vélar á sinn stað í stöðvarhúsinu
Þeistareykjavirkjun er smám saman að taka á sig mynd. Raforkuframleiðsla á að hefjast þar fyrir árslok. Stöðvarhús er að mestu fullbyggt og 300 tonna vélbúnaður kominn á sinn stað.
16.03.2017 - 14:16
Segir pólskum starfsmönnum G&M hótað
Formaður Framsýnar stéttarfélags, segir að pólskum starfsmönnum verktakans G&M hafi verið hótað því að launaleiðrétting sem þeir fengu hér, verði tekin af þeim heima í Póllandi. Enn á eftir að leysa úr launamálum starfsmanna verktakans við byggingaframkvæmdir í Reykjavík.
Samningur um stórframkvæmdir við Þeistareyki
Allir verktakar við Þeistareykjavirkun starfa eftir svokölluðum Samningi um stórframkvæmdir og eru því skuldbundnir til að virða íslenska kjarasamninga. Þar hefur þrisvar þurft að hafa afskipti af verktakafyrirtækinu G&M sem ítrekað hefur brotið á starfsmönnum sínum.
04.11.2016 - 12:40
Framkvæmdaleyfi tekið til umfjöllunar að nýju
Sveitarfélögin Norðurþing, Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna lagningar raflína frá Þeistareykjavirkjun að Bakka. Í yfirlýsingunni segir að Skútustaðahreppur muni, í ljósi niðurstöðu Úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála, taka framkvæmdaleyfisumsókn Landsnets til umfjöllunar að nýju.
12.10.2016 - 15:38