Færslur: Virginía

Keypti byssu og myrti sex manns skömmu síðar
Maðurinn sem skaut og drap sex starfsmenn bandarísku stórmarkaðakeðjunnar Walmart í Virginíuríki á þriðjudag keypti byssuna sem hann notaði við ódæðisverk sitt með lögmætum hætti aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann réðist til atlögu. Morðinginn, sem sjálfur var starfsmaður Walmart, mun einnig hafa skilið eftir sig bréf, þar sem hann ásakar samstarfsfólk sitt um að hafa hæðst að sér og lítillækkað hann, að sögn lögreglu.
Mannskæð skotárás í Walmart í Virginíu
Allt að níu létu lífið þegar maður vopnaður byssu réðst til atlögu við gesti og gangandi í stórmarkaði Walmart-verslunarkeðjunnar í borginni Chesapeake í Virginíuríki í Bandaríkjunum um tíuleytið í gærkvöld að staðartíma.

Mest lesið