Færslur: Vinstrihreyfingin grænt framboð

Ánægjulegt að vakna sem þingmaður
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, er einn þeirra sem hefur verið ýmist inni eða úti af þingi í nótt eftir því sem nýjar tölur bárust. Hann var úti þegar hann fór að sofa en vaknaði sem þingmaður. Þetta gerðist líka fyrir ári.
Myndskeið
„Við vorum ekki með Tahíti-leiðina“
„Við vorum ekki nein útspil – við vorum ekki með Tahítí-leiðina, eða hvað það heitir,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, þegar hún ávarpaði samflokksmenn sína á kosningavöku flokksins í Iðnó í kvöld. „Við bara lögðum okkar spil á borðið og sögðum: Við stöndum fyrir þessi gildi, þetta er það sem við erum og það fylgi sem við fáum snýst um nákvæmlega það og ekki neitt annað.“
Myndskeið
Allir forystumennirnir búnir að kjósa
Allir forystumenn stjórnmálaflokkanna voru búnir að kjósa á fimmta tímanum í dag. Kjörfundur stendur yfir allt til klukkan 22 í kvöld.
Konur kjósa frekar VG, karlar Sjálfstæðisflokk
Á morgun verður gengið til kosninga. Um 250 þúsund eru á kjörskrá og ef miðað er við kjörsóknina í fyrra, sem var rúmlega 79%, má búast við því að um 197 þúsund kjósendur mæti á kjörstað og ráðstafi atkvæði sínu.  Gera þeir það eins og í fyrra?  Má greina fylgni við kyn, menntun og tekjur þegar kemur að því að velja flokk? 
Fjör á hæfileikakeppni stjórnmálamanna
Hæfilega lítil alvara var í fyrirrúmi hjá fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna sem komu saman í Stúdentakjallaranum í Háskóla Íslands í kvöld. Þetta var án efa óvenjulegasta samkoman fyrir þessar kosningar enda var það boðið upp á listrænt frelsi í hæfileikakeppni stjórnmálamanna.
Skatta- og jafnréttismál í Reykjavík suður
Frambjóðendur í Reykjavíkurkjördæmi suður tókust á um skattamál, fjármögnun kosningaloforða, kynbundinn launamun og húsnæðismál á rás2 í dag.
Tekist á í Suðurkjördæmi
Oddvitar og fulltrúar þeirra tíu flokka sem bjóða fram í Suðurkjördæmi gerður grein fyrir sínum sjónarmiðum og áherslum í kjördæmaþætti á Rás 2 í dag. Rætt var meðal annars um vegatolla og samgöngur í kjördæminu, virkjunaráform og stöðu ungs fólks í Suðurkjördæmi.
Flokkarnir fengu nær 700 milljónir í fyrra
Stjórnmálaflokkar landsins fengu 678 milljónir króna í fyrra í framlög frá ríki, sveitarfélögum, fyrirtækjum og einstaklingum auk annarra rekstrartekna sinna. Sjálfstæðisflokkurinn hafði úr mestu fé að spila, samtals 239 milljónum króna sem jafngilda rúmlega þriðjungi allra fjármuna sem flokkarnir öfluðu sér í fyrra.
Katrín Jakobsdóttir öflug í spretthlaupi
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er viðmælandi Ingileifar Friðriksdóttir í nýjum þætti af Hvað í fjandanum á ég að kjósa?
Myndskeið
Mestar líkur á fjögurra flokka stjórn
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að miðað við niðurstöður nýjasta Þjóðarpúls Gallup sé líklegast að mynduð verði fjögurra flokka ríkisstjórn eftir kosningar. Engin tveggja flokka stjórn er í spilunum ef könnunin gengur eftir og þriggja flokka stjórn verður ekki mynduð nema Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri-græn snúi bökum saman.
Vinstri-græn og Sjálfstæðisflokkur stærst
Vinstri-græn og Sjálfstæðisflokkurinn mælast með mest fylgi allra flokka rúmri viku fyrir kosningar, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Vinstri-græn mælast með rúmlega 23 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn tæplega 23 prósenta fylgi. Munurinn er innan skekkjumarka. Litlar breytingar verða á fylgi flokka frá síðasta Þjóðarpúlsi en fylgi Bjartrar framtíðar fer úr þremur prósentum í rúmt eitt prósent.
Frambjóðendur í Norðvestur takast á
Fulltrúar þeirra 9 flokka sem bjóða fram í Norðvesturkjördæmi gerðu grein fyrir sínum áherslumálum í kjördæmaþætti á Rás 2. Kjördæmið er stórt en jafnframt það fámennasta. Þingsæti eru 8 og þar af er eitt jöfnunarsæti.
Fréttaskýring
Hamskeri, þakdúkari og kerfóðrari í framboði
Einkaþjálfarar, viðburðastjórnendur og guðfræðingar eru á meðal frambjóðenda til alþingiskosninganna í lok mánaðarins. Framkvæmdastjórar, lögfræðingar, bændur og kennarar eru eftir sem áður stór hluti frambjóðenda. Starfsheiti eru tilgreind við nöfn flestra frambjóðenda á framboðslistum flokkanna. Fréttastofa fór yfir listana og kynnti sér starfsreynslu frambjóðenda.
Viðtöl
Tekist á í Suðvesturkjördæmi
Frambjóðendur stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram í Suðvesturkjördæmi tókust á og gerðu grein fyrir sínum áherslum í kjördæmaþætti Rás 2. Að þessu sinni eru tíu flokkar sem bjóða fram. Alls eru í boði 13 þingsæti í kjördæminu, 11 er kjördæmakjörin og 2 uppbótarþingsæti.
Samfylkingin á uppleið
Vinstri græn mælast með mest fylgi allra flokka en Samfylkingin er í mestri sókn samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið sem birt var í morgun. Vinstri græn mælast með rúmlega 27 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn tæplega 23 prósent. Samfylkingin mælist með rúmlega fimmtán prósenta fylgi, sem er tvöfalt fylgi flokksins eins og það mældist í könnun Félagsvísindastofnunar fyrir hálfum mánuði.
Vaðlaheiðargöng mistök eða gæfuspor?
Í kjördæmaþætti á Rás 2 með fulltrúum flokkanna sem bjóða fram í Norðausturkjördæmi var meðal annars rætt um hvort rétt hafi verið að ráðast í lagningu Vaðlaheiðarganga. Ýmis önnur mál voru rædd. Hvernig ætti að afla tekna til að auka framlög til heilbrigðismála og menntamála, svo eitthvað sé nefnt.
Ellefu framboð þar sem þau eru flest
Framboðsfrestur fyrir Alþingiskosningarnar 28. október rann út núna klukkan tólf á hádegi. Níu flokkar bjóða fram í öllum kjördæmum og þrír í nokkrum þeirra.
Vill víðtækt samráð um skattabreytingar
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, vill sjá víðtækt samráð um skattkerfisbreytingar. Vinstri græn boði hátekjuskatt á þá sem hafa 25 milljónir í árstekjur og hóflegan auðlegðarskatt. Þetta kemur fram í þættinum Forystusætið sem er á dagskrá RÚV í kvöld.
Frambjóðendur í Reykjavík norður mætast
Fyrsta kjördæmaþættinum af sex var útvarpað á Rás tvö í dag. Þar komu fram oddvitar og fulltrúar þeirra 11 flokka sem bjóða fram í kjördæminu. Rætt var um húsnæðismál, málefni aldraðra og öryrkja og skilvirkni á Alþingi svo eitthvað sé nefnt. Næsti kjördæmaþáttur verður á Akureyri 12. október klukkan 17:30 og verður útvarpað á Rás 2.
Steingrímur efstur í Norðausturkjördæmi
Framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi var samþykktur einróma á aukafundi kjördæmisráðs á Akureyri í kvöld. Steingrímur J. Sigfússon verður í efsta sæti listans. Systir hans, Kristín Sigfúsdóttir, skipar heiðurssætið. Edward Hujibens, nýkjörinn varaformaður flokksins, verður í fjórða sæti. Á undan honum í röðinni eru Bjarkey Olsen Gunnarsdótti, þingmaður og Ingibjörg Þórðardóttir framhaldsskólakennari.
Myndskeið
Leiðtogarnir settir í spyrilshlutverkið
„Við ætlum aðeins að skipta um gír en vitum ekki alveg hvaða,“ sagði Þóra Arnórsdóttir, annar af stjórnendum Leiðtogaumræðunnar á RÚV í kvöld þegar bryddað var upp á nýjum dagskrárlið – að bjóða hverjum leiðtoga upp á að bera fram eina spurningu til annars leiðtoga.
Myndskeið
Um þetta snúast kosningarnar að mati leiðtoga
Forystumenn þeirra 12 flokka sem bjóða fram í þingkosningunum þann 28. október fengu eina mínútu í upphafi Leiðtogaumræðunnar, sem sýndar voru í beinni útsendingu á RÚV, til að segja sína skoðun á því um hvað kosningarnar eiga að snúast.
Edward kjörinn varaformaður VG
Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri, var kjörinn varaformaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs nú síðdegis á landsfundi flokksins sem fram fer um helgina. Tveir voru í framboði, Edward og Óli Halldórsson, sveitarstjórnarmaður í Norðurþingi.
Lilja og Bjarni leiða aftur VG í NV-kjördæmi
Þingkonan Lilja Rafney Magnúsdóttir og varaþingmaðurinn Bjarni Jónsson skipa tvö efstu sætin á framboðslista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi eins og fyrir síðustu kosningar. Kjördæmisráð Vinstri grænna samþykkti listann á fundi sínum á Hótel Bjarkalundi í kvöld. Rúnar Gíslason, háskólanemi í Borgarnesi, situr í þriðja sæti listans, en hann var í fjórða sætinu í fyrra.
Tillaga um stjórnarskrá felld
Dagskrártillaga þingmanna Pírata og Samfylkingar var felld með 41 atkvæði gegn 13 við upphaf þingfundar eftir hádegi. Tillagan gekk út á að til viðbótar fyrirhugaðri dagskrá yrði einnig tekið fyrir frumvarp Pírata um að stjórnarskrárbreytingar verði bornar undir þjóðina. Fimm sátu hjá og fjórir voru fjarverandi.