Færslur: Vinstrihreyfingin grænt framboð

Loftslagsmálin stór í stjórnarmyndunarviðræðunum
Formenn flokkanna þriggja segja enn sé verið að tala um málaflokkanna í stjórnarmyndunarviðræðunum. Áfram á að leggja áherslu á loftslagsmál en flokkarnir hafa ólíka sýn á það. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að eitthvað verði að gera í því þunglamalega fyrirkomulagi sem rammaáætlunar er þegar teknar séu ákvarðanir um græna orku.
Silfrið
Gríðarleg kjarabót fylgir lágum vöxtum
Brýnt er að tryggja verðstöðugleika næstu árum. Hagkerfið virðist vera að rísa og hagvöxtur að aukast, skatttekjur hins opinbera vaxa þar með. Hagfræðingar ræddu hagkerfið og ríkisstjórnarmyndun í Silfrinu í morgun.
Línur ættu að skýrast um miðja næstu viku
Það ætti að skýrast um miðja næstu viku hvort framahald verður á stjórnarmyndunarviðræðum Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Líklegt er að þing komi ekki saman fyrr en um mánaðamót.
Píratar taka undir kröfu um endurtalningu
Píratar taka undir kröfu Vinstri grænna um endurtalningu í Suðurkjördæmi. Þetta skrifar Álfheiður Eymarsdóttir, oddviti Pírata í kjördæminu, á Facebook. Hún segir að það sé sjálfsögð lýðræðisleg regla að endurtelja og ganga úr skugga um að sjö atkvæða munur á milli Vinstri grænna og Miðflokks sé réttur.
Vörðu minnst 30 milljónum í prófkjör í Reykjavík
Fimm frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vörðu samtals 30 milljónum í prófkjörsbaráttu sína. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson, sem bæði sóttust eftir að verða oddviti flokksins í höfuðborginni, skera sig úr þótt það sé ekki endilega ávísun á gott gengi í prófkjöri að eyða miklum peningi.
Sóley Björk kjörin ritari Vinstri grænna
Sóley Björk Stefánsdóttir var kjörin ritari Vinstri grænna á framhaldslandsfundi flokksins í dag. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bauð sig einnig fram í embættið.
Myndskeið
„Við veljum samtalið yfir bergmálshellinn“
„Við Vinstri græn tökum glöð að okkur það hlutverk að leiða saman ólík öfl að niðurstöðu. Við veljum samtalið fram yfir bergmálshellinn; það er lykilatriðið í okkar stjórnmálum og okkar sýn. Við viljum finna bestu lausnina fyrir samfélagið, ekki bara okkar kjósendur heldur okkur öll,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, í opnunarræðu sinni á framhaldslandsfundi flokksins í morgun. Hún segir flokk sinn tilbúinn að leiða næstu ríkisstjórn
Mikið um að vera í dag í aðdraganda alþingiskosninga
Það verður mikið um að vera í pólitíkinni í dag. Vinstri græn halda seinni landsfund rafrænan og flytur Katrín Jakobsdóttir formaður og forsætisráðherra ávarp fyrir hádegi. Sjálfstæðisflokkurinn heldur stefnumótunarfund formanna og flokksráðs, og Viðreisn heldur seinni hluta landsþings líka í dag.
Óli verður ekki oddviti VG — Bjarkey færð efst
Óli Halldórsson, sem varð í efsta sæti í forvali Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar, mun ekki leiða listann. Lagt er til að þingflokksformaðurinn Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skipi efsta sætið.
Listar VG í Reykjavík staðfestir
Fjórar konur og tveir karlar skipa fyrstu sætin á listum Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra munu leiða listana sem voru samþykktir á félagsfundi í kvöld.
Myndskeið
Ekki bara fúl á móti
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir gerði vinsældir Katrínar Jakobsdóttur að umtalsefni í ræðu sinni og sagði árangur Vinstri grænna á yfirstandandi kjörtímabili afsanna það sem lengi hefði verið haft á orði um fólk á vinstri vængnum, að þau væru óstjórntæk og að þingmenn VG kynnu bara að vera fúl á móti. Þvert á móti væri VG afl sem þorir.
Vinstri græn birta lista í Suðurkjördæmi
Vinstri græn í Suðurkjördæmi birtu í dag framboðslista sinn fyrir komandi þingkosningar. Röðun efstu sæta réðst í prófkjöri sem lauk 12. apríl. Sú breyting verður þó þar á að Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður, sem stefndi á að leiða listann, tók ekki fjórða sætinu sem hann hlaut í prófkjöri. Það sæti skipar Rúnar Gíslason lögreglumaður. Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri leiðir listann, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipar annað sæti og Sigrún Birna Steinarsdóttir það þriðja.
Sjónvarpsfrétt
Þingmenn úr flestum flokkum ætla að kveðja þingið
Að minnsta kosti þrettán Alþingismenn, tvær konur og ellefu karlar, ætla ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingstarfa í komandi kosningum. Hlutfallið er hæst hjá Pírötum þar sem nær helmingur sitjandi þingmanna flokksins ætlar að hætta eftir kjörtímabilið.
Ráðherrar í efstu sætum hjá VG
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hrepptu efstu sætin í forvali Vinstri grænna fyrir alþingiskosningar í haust. Þær skipta því efstu sæti í sitt hvoru Reykjavíkurkjördæminu fyrir næstu kosningar eins og þær fjórar síðustu.
Þingflokkur VG fordæmir ísraelsk stjórnvöld
Harkaleg viðbrögð Ísraelsstjórnar við eldflaugaskotum af Gaza eru óverjandi, að mati þingflokks Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ráðast þurfi að rót vandans.
14.05.2021 - 12:23
Mál Kolbeins ekki tilkynnt til lögreglu
Erindi sem fagráði Vinstri grænna barst vegna hegðunar og framkomu Kolbeins Óttarsonar Proppé í garð kvenna var ekki álitið það alvarlegt að ástæða væri til að tilkynna það til lögreglu.
Lilja Rafney tekur sæti á lista í Norðvesturkjördæmi
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hyggst taka sæti á lista hreyfingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Hún lýsti þessu yfir á landsfundi Vinstri grænna í dag.
Katrín: Líðandi kjörtímabil lærdómsríkt og óvenjulegt
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í formannsávarpi sínu á rafrænum landsfundi Vinstri grænna sem hófst sídegis að kjörtímabilið hafi verið óvenjulegt og lærdómsríkt. Það sé ekki síst vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.
Landsfundur Vinstri grænna: Saman til framtíðar
Rafrænn landsfundur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hefst í dag og verður fram haldið á morgun. Yfirskrift fundarins er Saman til framtíðar. Hann er haldinn á Hilton Nordica í Reykjavík og hefst á ávarpi formannsins, Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.
Stuðningur við ríkisstjórnina eykst
Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mestrar hylli í nýrri könnun MMR, fengi tæplega 29 prósenta fylgi og er það hátt í 6 prósentustigum meira en í síðustu könnun MMR sem gerð var í byrjun apríl. 
Óheiðarlegar og ólýðræðislegar leikreglur í prófkjöri
Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður VG sem tapaði oddvitasæti sínu í Norðvesturkjördæmi segir leikreglurnar sem viðhafðar voru í prófkjörinu hvorki hafa verið heiðarlegar né lýðræðislegar. Hún ætlar að gefa sér tíma til að ákveða hvort hún taki annað sætið. Hún tapaði fyrir Bjarna Jónssyni, sveitarstjórnarfulltrúa í Skagafirði.
Taparar í oddvitaslag hafa ekki staðið í stafni
Stjórnmálafræðingur segir að meiri samkeppni sé um efstu sæti á lista VG fyrir þessar Alþingiskosningar því flokkurinn sé orðinn valdaflokkur og forystuflokkur í ríkisstjórn sem nýtur mikils fylgis. Fjórir þingmenn flokksins hafa beðið ósigur í slag um oddvitasæti á lista flokksins í fjórum mismunandi kjördæmum, þar á meðal þingflokksformaður flokksins, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. 
Tólf gefa kost á sér í forvali VG í Reykjavík
Tólf verða í framboði í forvali Vinstri grænna í Reykjavík sem haldið verður dagana 16. til 19. maí næstkomandi. Katrín Jakobsdóttir, forsætisræðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sækjast eftir fyrsta sæti í hvoru kjördæmi.
Enn einn þingmaður VG nær ekki oddvitasæti
Bjarni Jónsson, sveitastjórnarfulltrúi í Skagafirði, verður oddviti VG í Norðvesturkjördæmi. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður flokksins, sóttist eftir að leiða listann fyrir komandi þingkosningar en hafnaði í öðru sæti. Hún er fjórði þingmaður flokksins sem ekki nær oddvitasæti.
Þingmaður og bæjarfulltrúi berjast um efsta sætið
Tvö berjast um efsta sætið í forvali Vinstri grænna í norðvesturkjördæmi sem hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður flokksins í kjördæminu, vill leiða listann áfram en Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður í Skagafirði, sækist einnig eftir efsta sætinu. Alls eru átta i framboði.