Færslur: Vinstrihreyfingin grænt framboð

Óli verður ekki oddviti VG — Bjarkey færð efst
Óli Halldórsson, sem varð í efsta sæti í forvali Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar, mun ekki leiða listann. Lagt er til að þingflokksformaðurinn Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skipi efsta sætið.
Listar VG í Reykjavík staðfestir
Fjórar konur og tveir karlar skipa fyrstu sætin á listum Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra munu leiða listana sem voru samþykktir á félagsfundi í kvöld.
Myndskeið
Ekki bara fúl á móti
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir gerði vinsældir Katrínar Jakobsdóttur að umtalsefni í ræðu sinni og sagði árangur Vinstri grænna á yfirstandandi kjörtímabili afsanna það sem lengi hefði verið haft á orði um fólk á vinstri vængnum, að þau væru óstjórntæk og að þingmenn VG kynnu bara að vera fúl á móti. Þvert á móti væri VG afl sem þorir.
Vinstri græn birta lista í Suðurkjördæmi
Vinstri græn í Suðurkjördæmi birtu í dag framboðslista sinn fyrir komandi þingkosningar. Röðun efstu sæta réðst í prófkjöri sem lauk 12. apríl. Sú breyting verður þó þar á að Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður, sem stefndi á að leiða listann, tók ekki fjórða sætinu sem hann hlaut í prófkjöri. Það sæti skipar Rúnar Gíslason lögreglumaður. Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri leiðir listann, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipar annað sæti og Sigrún Birna Steinarsdóttir það þriðja.
Sjónvarpsfrétt
Þingmenn úr flestum flokkum ætla að kveðja þingið
Að minnsta kosti þrettán Alþingismenn, tvær konur og ellefu karlar, ætla ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingstarfa í komandi kosningum. Hlutfallið er hæst hjá Pírötum þar sem nær helmingur sitjandi þingmanna flokksins ætlar að hætta eftir kjörtímabilið.
Ráðherrar í efstu sætum hjá VG
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hrepptu efstu sætin í forvali Vinstri grænna fyrir alþingiskosningar í haust. Þær skipta því efstu sæti í sitt hvoru Reykjavíkurkjördæminu fyrir næstu kosningar eins og þær fjórar síðustu.
Þingflokkur VG fordæmir ísraelsk stjórnvöld
Harkaleg viðbrögð Ísraelsstjórnar við eldflaugaskotum af Gaza eru óverjandi, að mati þingflokks Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ráðast þurfi að rót vandans.
14.05.2021 - 12:23
Mál Kolbeins ekki tilkynnt til lögreglu
Erindi sem fagráði Vinstri grænna barst vegna hegðunar og framkomu Kolbeins Óttarsonar Proppé í garð kvenna var ekki álitið það alvarlegt að ástæða væri til að tilkynna það til lögreglu.
Lilja Rafney tekur sæti á lista í Norðvesturkjördæmi
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hyggst taka sæti á lista hreyfingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Hún lýsti þessu yfir á landsfundi Vinstri grænna í dag.
Katrín: Líðandi kjörtímabil lærdómsríkt og óvenjulegt
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í formannsávarpi sínu á rafrænum landsfundi Vinstri grænna sem hófst sídegis að kjörtímabilið hafi verið óvenjulegt og lærdómsríkt. Það sé ekki síst vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.
Landsfundur Vinstri grænna: Saman til framtíðar
Rafrænn landsfundur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hefst í dag og verður fram haldið á morgun. Yfirskrift fundarins er Saman til framtíðar. Hann er haldinn á Hilton Nordica í Reykjavík og hefst á ávarpi formannsins, Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.
Stuðningur við ríkisstjórnina eykst
Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mestrar hylli í nýrri könnun MMR, fengi tæplega 29 prósenta fylgi og er það hátt í 6 prósentustigum meira en í síðustu könnun MMR sem gerð var í byrjun apríl. 
Óheiðarlegar og ólýðræðislegar leikreglur í prófkjöri
Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður VG sem tapaði oddvitasæti sínu í Norðvesturkjördæmi segir leikreglurnar sem viðhafðar voru í prófkjörinu hvorki hafa verið heiðarlegar né lýðræðislegar. Hún ætlar að gefa sér tíma til að ákveða hvort hún taki annað sætið. Hún tapaði fyrir Bjarna Jónssyni, sveitarstjórnarfulltrúa í Skagafirði.
Taparar í oddvitaslag hafa ekki staðið í stafni
Stjórnmálafræðingur segir að meiri samkeppni sé um efstu sæti á lista VG fyrir þessar Alþingiskosningar því flokkurinn sé orðinn valdaflokkur og forystuflokkur í ríkisstjórn sem nýtur mikils fylgis. Fjórir þingmenn flokksins hafa beðið ósigur í slag um oddvitasæti á lista flokksins í fjórum mismunandi kjördæmum, þar á meðal þingflokksformaður flokksins, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. 
Tólf gefa kost á sér í forvali VG í Reykjavík
Tólf verða í framboði í forvali Vinstri grænna í Reykjavík sem haldið verður dagana 16. til 19. maí næstkomandi. Katrín Jakobsdóttir, forsætisræðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sækjast eftir fyrsta sæti í hvoru kjördæmi.
Enn einn þingmaður VG nær ekki oddvitasæti
Bjarni Jónsson, sveitastjórnarfulltrúi í Skagafirði, verður oddviti VG í Norðvesturkjördæmi. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður flokksins, sóttist eftir að leiða listann fyrir komandi þingkosningar en hafnaði í öðru sæti. Hún er fjórði þingmaður flokksins sem ekki nær oddvitasæti.
Þingmaður og bæjarfulltrúi berjast um efsta sætið
Tvö berjast um efsta sætið í forvali Vinstri grænna í norðvesturkjördæmi sem hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður flokksins í kjördæminu, vill leiða listann áfram en Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður í Skagafirði, sækist einnig eftir efsta sætinu. Alls eru átta i framboði.
Kolbeinn tekur ekki sæti á lista VG í Suðurkjördæmi
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, tekur ekki sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Hann gaf kost á sér til að leiða listann en lenti í fjórða sæti í forvali. Skorað hefur verið á Kolbein að gefa kost á sér á lista hjá flokknum í Reykjavík. Hann kveðst hrærður og upp með sér með fjölda áskorana en segist ekki hafa tekið ákvörðun um framboð í Reykjavík.
Myndskeið
Rúmir 11 dagar í litakóðunarkefið - unnið að útfærslu
Það ræðst í þessari viku hvort og hvernig litakóðunarkerfi taki gildi á landamærunum um mánaðamót. Forsætisráðherra segir að unnið sé að útfærslu á kerfinu. Píratar vilja að fallið verði frá því að taka upp litakóðunarkerfið. Forsætisráðherra segir að ekkert verði ákveðið sem stangist á við ástandið hér heima eða erlendis.
Myndskeið
Telur að þingmeirihluti sé fyrir sóttkvíarhótelskyldu
Samfylkingin leggur fram frumvarp sem felur í sér að unnt sé að skylda alla á sóttkvíarhótel sem koma til landsins. Flestir stjórnarandstöðuflokkar eru hlynntir málinu. Forsætisráðherra segir að mögulega þurfi að breyta lögum en núna sé verið að leggja mat á stöðuna. Formaður Samfylkingarinnar er bjartsýnn á að meirihluti þingmanna samþykki frumvarpið.
Þingmenn lúta í lægra haldi fyrir nýjum frambjóðendum
Í gær urðu ljós úrslit í prófkjöri Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi og Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Í báðum prófkjörum lutu þingmenn í lægra haldi fyrir frambjóðendum utan þings.
Guðmundur Ingi varð efstur í forvali VG
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra varð efstur í forvali Vinstri-grænna í Suðvesturkjördæmi. Hann hafði betur í barátturinni við Ólaf Þór Gunnarsson þingmann um efsta sætið. Ólafur varð annar í forvalinu, Una Hildardóttir varaþingmaður varð í þriðja sæti og Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, endaði í fjórða sæti. Þóra Elfa Björnsson, setjari og kennari, varð í fimmta sæti.
Hólmfríður í fyrsta sæti hjá VG í Suðurkjördæmi
Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri og formaður svæðisfélags VG á Suðurnesjum, varð hlutskörpust í forvali Vinstri grænna í Suðurkjördæmi og leiðir því lista flokksins við kosningar í haust. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og sveitarstjórnarmaður, varð í öðru sæti og Sigrún Birna Steinarsdóttir, háskólanemi og formaður Ungra Vinstri grænna, varð þriðja.
Helmingur hefur kosið í forvali VG í Suðurkjördæmi
Kosningu í forvali Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs (VG) í Suðurkjördæmi lýkur síðdegis á morgun mánudag. Um helmingur kosningabærra höfðu greitt atkvæði í hádegi þegar kosningin var hálfnuð.
Kolbrún Halldórsdóttir vill snúa aftur á þing
Kolbrún Halldórsdóttir fyrrverandi umhverfisráðherra gefur kost á sér í annað sæti á lista í forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi, eða Kraganum svokallaða. Forvalið verður haldið rafrænt dagana 15. til 17. apríl næstkomandi.