Færslur: Vinstrihreyfingin grænt framboð

Flokksráð VG styður hækkun veiðigjalda
Í ályktun sem flokksráð Vinstri grænna samþykkti í dag er stuðningur við hækkun veiðigjalda og að spornað verði gegn samþjöppun í sjávarútvegi. Þá verði lög um stjórn fiskveiða endurskoðuð með það að markmiði að gagnsæi ríki um raunverulega eigendur sjávarútvegsfyrirtækja.
Sjónvarpsfrétt
Vill hækka skatta á fjármagnstekjur
Forsætisráðherra stefnir á að hækka skatta á þá sem hafa fyrst og fremst fjármagnstekjur og tryggja þannig að þeir greiði útsvar til sveitarfélaganna. Þá segir hún að launaháir forstjórar landsins verði að sýna hófsemd í eigin kjörum og tala af ábyrgð.
Sjónvarpsfrétt
Viðbúið að VG haldi áfram að tapa fylgi
Vinstri hreyfingin grænt framboð mun halda áfram að tapa fylgi á kjörtímabilinu ef flokkurinn heldur áfram ríkisstjórnarsamstarfi. Þetta segir stjórnmálafræðiprófessor. Vinstri græn hafa aldrei mælst með jafnlítið fylgi og nú. 
Fylgi VG aldrei minna en nú - þörf á innri skoðun
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, varaformaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segir að flokkurinn þurfi að velta fyrir sér fylgistapi í skoðanakönnunum. Flokkurinn mælist með 7,2 prósent í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup og hefur ekki áður mælst með jafn lítið fylgi. Bjarkey segir flokkinn þurfa að velta fyrir sér stöðu hreyfingarinnar og fara í innri skoðun.
Vinstri græn taka ekki þátt í meirihlutaviðræðum
Vinstri græn munu ekki sækjast eftir því að taka þátt í viðræðum um meirihlutasamstarf. Þetta tilkynnir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Stærsti sigur Framsóknar - versta tap Sjálfstæðismanna
Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn biðu sinn versta ósigur í Reykjavík í sögunni á sama tíma og Framsóknarflokkurinn og Píratar vinna sinn stærsta sigur.
Framsókn bætir mestu við sig á landsvísu
Enginn flokkur vann jafn mikið á í sveitarstjórnarkosningunum í gær og Framsóknarflokkurinn. Flokkurinn tvöfaldaði fylgi sitt frá síðustu kosningum og fékk 22 fleiri fulltrúa kjörna nú en fyrir fjórum árum. Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn, Samfylkingin og Viðreisn töpuðu öll sveitarstjórnarsætum milli ára. Sjálfstæðisflokkurinn á sem fyrr langflesta kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum.
Myndband
Margar dyr opnar í meirihlutaviðræðum
Oddvitar flokkanna sem náðu inn í borgarstjórn lýstu allir vilja á að komast í meirihlutasamstarf í umræðum í sjónvarpssal en voru misjafnlega opinskáir um hvert væri óskasamstarfið. Oddviti Framsóknarflokksins sagðist engan hafa rætt við um hugsanlegt samstarf. Forystumenn núverandi meirihluta lýstu áhuga á að halda því samstarfi áfram í einhverri mynd og oddviti Sósíalista kallaði eftir félagshyggjustjórn vinstrimanna.
Skoðanakönnun
Miklar sveiflur í fylgi flokka og ríkisstjórnin fallin
Ríkisstjórnarflokkarnir þrír tapa allir umtalsverðu fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Prósent vann fyrir Fréttablaðið. Þeir mælast samtals með tæplega fjörutíu prósenta fylgi og myndu tapa tólf þingmönnum af 38 ef kosið yrði nú og ríkisstjórnin því falla. Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi samkvæmt þessari könnun, en Samfylking og Píratar bæta mestu við sig.
Meirihlutinn í borginni héldi knöppum meirihluta
Meirihlutinn í Reykjavík heldur naumlega velli yrði kosið í dag. Framsóknarflokkur og Píratar auka verulega fylgi sitt en stuðningur kjósenda við aðra flokka minnkar nokkuð eða töluvert.
Ólafur Þór leiðir lista VG í Kópavogi
Ólafur Þór Gunnarsson, læknir, leiðir lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Kópavogi. Ásta Kristín Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi og formaður VG í Kópavogi, situr í öðru sæti og Anna Sigríður Hafliðadóttir, markaðssérfræðingur, því þriðja.
Sigurður leiðir Vinstri græn í Árborg
Sigurður Torfi Sigurðsson ráðunautur skipar fyrsta sæti á lista Vinstri grænna í Árborg við sveitarstjórnarkosningar í vor. Listi flokksins var samþykktur á félagsfundi í gær. Guðbjörg Grímsdóttir framhaldsskólakennari er í öðru sæti og Jón Özuer Snorrason því þriðja.
Thelma efst á lista Vinstri grænna í Borgarbyggð
Thelma Harðardóttir, verkefnastjóri hjá Sambandi sveitarfélaga á Vesturlandi, leiðir lista Vinstri grænna í Borgarbyggð til sveitarstjórnarkosninga í vor. Framboðslisti flokksins í Borgarbyggð var samþykktur á fundi í dag. Brynja Þorsteinsdóttir, leiðbeinandi á leikskóla, er í öðru sæti og Friðrik Aspelund, skógfræðingur og leiðsögumaður, skipar þriðja sætið.
„Þjónustan batnar þegar hún kemur nær fólkinu“
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna telur að færa ætti fleiri verkefni frá ríkinu til sveitarfélaga.
Davíð leiðir lista Vinstri grænna í Hafnarfirði
Vinstri græn í Hafnarfirði stilltu í kvöld upp lista fyrir bæjarstjórnarkosningar. Davíð Arnar Stefánsson, sérfræðingur hjá Landgræðslunni, skipar efsta sætið og Ólöf Helga Adolfsdóttir, varaformaður Eflingar, er önnur.
Líf stóð af sér atlöguna - Jana efst á Akureyri
Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna,  varð í efsta sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík. Hún stóð þar með af sér atlögu Elínar Bjarkar Jónasdóttur veðurfræðings og Elínar Oddnýar Sigurðardóttur sem einnig stefndu á fyrsta sætið. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir varabæjarfulltrúi er nýr oddviti Vinstri grænna á Akureyri.
Sautján konur og einn karl á lista VG í Fjarðabyggð
Anna Margrét Arnarsdóttir háskólanemi verður oddviti Vinstri grænna í Fjarðabyggð í bæjarstjórnarkosningum í vor. Listi flokksins var samþykktur í dag. Anna Berg Samúelsdóttir, náttúru- og landfræðingur, er önnur á lista og Anna Sigrún Jóhönnudóttur öryrki þriðja. Sautján konur og einn karl skipa listann.
Forsætisráðherra greindist með covid
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindist með kórónuveiruna í gærkvöldi. Hún ávarpaði því flokksráðsfund Vinstri grænna að heiman fyrir skömmu. Frá þessu greindi hún á Facebook.
Oddvitaslagur hjá VG í Reykjavík
Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG og oddviti flokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum, fær samkeppni um leiðtogasætið í kosningunum í vor, því varaborgarfulltrúinn Elín Oddný Sigurðardóttir sækist líka eftir fyrsta sætinu.
Kjósendur Sjálfstæðisflokks ánægðir með nýju stjórnina
Um það bil 16% landsmanna líst vel á nýja ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Um tuttugu og þrjú prósent segja að sér lítist frekar vel á hana. Ánægjan er mest meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins.
Orri Páll formaður þingflokks - tveir nefndaformenn?
Orri Páll Jóhannsson verður þingflokksformaður Vinstri grænna samkvæmt ákvörðun þingflokksins í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Vinstri græn sendu frá sér síðdegis. Í sömu tilkynningu sagði að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verði formaður fjárlaganefndar Alþingis og Bjarni Jónsson formaður utanríkismálanefndar. Nokkrum mínútum síðar sendi VG út aðra fréttatilkynningu þar sem sagði að villur hefðu læðst í fyrri tilkynninguna. Í nýrri útgáfu var aðeins fjallað um kjör þingflokksformanns.
Breytingar til að mæta áskorunum og ná auknum árangri
Þær breytingar sem boðaðar hafa verið í stjórnarráðinu er gerðar til þess að ná auknum árangri að sögn Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, segir breytingarnar nauðsynlegar þar sem kerfið er bæði íhaldssamt og að einhverju leyti staðnað á meðan þjóðfélagið er á fullri ferð. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir þær endurspegla þær breyitingar og áskoranir sem ríkisstjórnin stendur frammi fyrir.
Vinstri græn samþykkja sáttmálann
80 prósent flokksráðsfulltrúa Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs samþykktu ríkisstjórnarsáttmála Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks á flokksráðsfundi hreyfingarinnar í kvöld. Á annað hundrað manns sótti fundinn segir í fréttatilkynningu frá Vinstri grænum, þar af var tæplega helmingurinn með atkvæðisrétt um sáttmálann.
Stjórnarsáttmáli kynntur flokksfólki
Flokksráð Sjálfstæðisflokksins hóf fund klukkan þrjú og er hann bæði fjar- og staðfundur. Miðstjórn Framsóknarflokks er að hefja sinn fjarfund á sama tíma. Á þessum fundum er verið að kynna nýjan stjórnarsáttmála fyrir flokksfólki sem tekur til hans afstöðu og til stjórnarsamstarfsins. Sáttmálinn og ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur verður kynnt á morgun.
Vinna enn að skiptingu ráðuneyta
Formenn stjórnarflokkanna segja einungis dagaspursmál hvenær ný ríkisstjórn verður kynnt. Ekki er endanlega búið að skipta verkum milli flokkanna.