Færslur: Vinstrihreyfingin grænt framboð

Toshiki er hættur við að hætta í VG
Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, hefur snúist hugur um að hætta í Vinstrihreyfingunni grænu framboði, en hann tilkynnti um það í síðustu viku og sagði þá flokkinn sýna málefnum hælisleitenda áhugaleysi og hunsa óréttlæti dómsmálayfirvalda í garð þeirra. Hann skipti um skoðun eftir að hafa rætt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.
Prestur innflytjenda segir sig úr VG
Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, hefur sagt sig úr Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Hann gagnrýnir dómsmálayfirvöld harðlega vegna aðgerða er varða málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd og segir Vinstri græna hafa sýnt áhugaleysi um málaflokkinn.
Ráðherra, ungliðar og borgarfulltrúi gagnrýna Ágúst
„Botnlaus kvenfyrirlitning. Og ekki í fyrsta sinn,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um orð sem Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar viðhafði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni á laugardag. Ágúst hefur beðist afsökunar á ummælum sínum.
Viðtöl
Leitt að sjá á eftir Rósu sem þykir stefna VG dapurleg
„Það er auðvitað alltaf mjög leiðinlegt þegar leiðir skilja og ekki síst þegar um er að ræða félaga sem hefur lengi verið með okkur og er nú bara ágæt vinkona mín, þannig að það er auðvitað alltaf mjög leitt,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, um brotthvarf Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur úr þingflokknum og hreyfingunni í dag.
Afsögn Rósu kom ekki á óvart – fundur í þingflokki VG
Þingflokkur Vinstri grænna kemur saman til fjarfundar seinni partinn í dag vegna brotthvarfs Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur úr flokknum. Hún sagði sig úr hreyfingunni í dag.
Rósa Björk segir sig úr Vinstri grænum
Rósa Björk Brynjólfsdóttir hefur sagt sig úr þingflokki Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og úr hreyfingunni. Rósa Björk tilkynnti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og formanni VG þetta í dag.
Orð þingmanns eins og „úr dramatískum dægurlagatexta“
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata, áttu í smá orðaskiptum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Halldóra sakaði ríkisstjórnina um að vera ekki með neina framtíðarsýn vegna kórónuveirufaraldursins og sagði orð án gjörða „eins og líflaust hjarta.“ Forsætisráðherra sagði takmarkað hvaða orð væri hægt að bjóða uppá þegar þau væru eins og úr „mjög svo dramatískum lagatexta.“
Gagnrýndu forsætisráðherra fyrir sinnuleysi í garð Nató
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður MIðflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sóttu hart að forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum í dag vegna frétta þess efnis að flokkur hennar hefði staðið gegn 12 til 18 milljarða uppbyggingu Nató í Helguvík. Forsætisráðherra vísaði gagnrýni formannanna á bug og sagði engar formlegar viðræður hafa átt sér stað um uppbygginguna.
Formaðurinn fann stuðning og ánægju
Formaður Vinstri grænna segir landsfundarfólk ánægt með þann málefnalega árangur sem flokksforystan hafi náð þótt auðvitað sé forystan brýnd áfram til góðra verka. Tuttugu og fimm ályktanir voru samþykktar á landsfundi flokksins sem lauk rétt eftir hádegi í dag. Ný matvælastefna var samþykkt og aðrar stefnur uppfærðar með tilliti til loftslagsmála. 
Myndskeið
Hart sótt að borgarstjóra í oddvitaþætti
Hart var sótt að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í kvöld í umræðu um húsnæðismál í fyrri umræðuþætti oddvita framboðanna í borginni. 
Framboðsfundur í Árborg
Frambjóðendur í Árborg sátu fyrir svörum á Rás 2 og ræddu helstu áherslumál fyrir kosningarnar á laugardag. Kjósendur í Árborg geta nú valið á milli sex flokka, Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og óháðra, Samfylkingar, Vinstri grænna, Miðflokks og Áfram Árborgar.
Framboðsfundur í Hafnarfirði
Umræður um sveitarstjórnarmál með oddvitum flokkanna átta sem bjóða fram í Hafnarfirði. Þættinum var útvarpað í beinni útsendingu á Rás 2
Framboðsfundur í Kópavogi
Umræður um sveitarstjórnarmál með oddvitum flokkanna níu sem bjóða fram í Kópavogi. Þættinum var útvarpað í beinni útsendingu á Rás 2.
Framboðsfundur á Akureyri
Umræður um sveitarstjórnarmál með oddvitum þeirra sjö flokka sem bjóða fram á Akureyri. Þættinum var útvarpað í beinni útsendingu frá bæjarstjórnarsal Akureyrar.
VG: Vilja eyða minna í steypu og meira í fólk
Gerum enn betur í Reykjavík er eitt slagorða Vinstri grænna fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi og oddviti þeirra vill eyða aðeins minna í steypu en verja miklu meira í fólk. 
Utanríkisstefna VG verði að koma skýrar fram
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrsti varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir að stefna Vinstri grænna í utanríkis- og alþjóðamálum verði að koma skýrar fram í stefnu ríkisstjórnarinnar. Ísland eigi hvorki að hafa innlendan né erlendan her og eigi alltaf að hafna stríðsátökum. 
Halldór leiðir lista VG í Árborg
Halldór Pétur Þorsteinsson leiðir lista Vinstri grænna í Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Anna Jóna Gunnarsdóttir skipar annað sæti og Sigurður Torfi Sigurðsson það þriðja. Framboðslistinn var samþykktur á félagsfundi Vinstri grænna í Árborg í kvöld.
Elva Dögg leiðir hjá VG í Hafnarfirði
Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir leiðir lista Vinstri grænna í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.
Margrét Júlía leiðir VG í Kópavogi
Margrét Júlía Rafnsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna í Kópavogi, leiðir lista flokksins í bæjarfélaginu fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Amid Derayat skipar annað sætið. Hann er formaður Vinstri grænna í Kópavogi, fæddur og uppalin í Kermanshah sem er í Kúrdíska hluta Írans en fluttist til Íslands árið 1995.
Ólíðandi að ríkisstjórnin styðji framboð Braga
Framkvæmdastjórn ungliðahreyfingar Vinstri hreyfingarinnnar, græns framboðs segir ólíðandi að Bragi Guðbrandsson, forstjóri barnaverndarstofu, hafi verið útefndur sem frambjóðandi Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna og njóti stuðnings ríkisstjórnarinnar í því framboði. Þetta kemur fram í ályktun sem framkvæmdastjórn Ungra vinstri grænna sendi frá sér í kvöld, þar sem þess er krafist að stuðningur við Braga verði afturkallaður.
Líf efst og Elín Oddný önnur í forvali VG
Líf Magneudóttir varð efst í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í komandi borgarstjórnarkosningum. Líf, sem hefur verið borgarfulltrúi flokksins síðan Sóley Tómasdóttir hætti í borgarstjórn haust 2016, gaf ein kost á sér í efsta sætið í forvalinu sem fór fram í dag. Annað sætið í forvalinu hreppti varaborgarfulltrúinn Elín Oddný Sigurðardóttir. Í þriðja sæti er Þorsteinn V. Einarsson.
Líf sækist ein eftir oddvitasæti VG
Framboðsfrestur í forvali Vinstri grænna fyrir borgarstjórnarkosningar í vor rann út á miðnætti. 11 bjóða sig fram í fimm efstu sæti listans. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og oddviti flokksins í Reykjavík, er eini frambjóðandinn sem sækist eftir fyrsta sætinu á listanum, að því er fram kemur í tilkynningu frá kjörnefnd.
Færri styðja ríkisstjórnina
Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar um þrjú prósentustig milli mánaða, en rúmlega 70 prósent landsmanna styðja hana, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. Fylgi Framsóknarflokksins dalar um rúm tvö prósentustig.
Viðtöl
Taka afstöðu til mála eftir sinni sannfæringu
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, þingmenn Vinstri grænna sem greiddu atkvæði gegn stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur á flokksráðsfundi í gær, segjast bæði styðja ráðherraval flokksins og þau ætli ekki að segja sig úr þingflokknum. Þau segjast munu taka afstöðu til mála eftir sannfæringu sinni.
„Ég er enn að skoða þetta“
Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, segjast ekki enn vera búin að móta sér endanlega afstöðu til ríkisstjórnarsamstarfsins með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Andrés og Rósa greiddu atkvæði gegn því í þingflokknum að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við flokkana tvo.