Færslur: vinstri græn

Minni flokkar huga að framboðslistum
Þegar rúmir þrír mánuðir eru til alþingiskosninga hefur fengist nokkuð skýr mynd á framboðslista flestra þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis.
Ákvörðun Kolbeins kom Bjarkeyju á óvart
Ákvörðun Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns Vinstri grænna um að draga framboð sitt til baka, var hans ákvörðun og fer í ferli innan þingflokks Vinstri grænna, segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG.
12.05.2021 - 08:33
Óheiðarlegar og ólýðræðislegar leikreglur í prófkjöri
Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður VG sem tapaði oddvitasæti sínu í Norðvesturkjördæmi segir leikreglurnar sem viðhafðar voru í prófkjörinu hvorki hafa verið heiðarlegar né lýðræðislegar. Hún ætlar að gefa sér tíma til að ákveða hvort hún taki annað sætið. Hún tapaði fyrir Bjarna Jónssyni, sveitarstjórnarfulltrúa í Skagafirði.
Taparar í oddvitaslag hafa ekki staðið í stafni
Stjórnmálafræðingur segir að meiri samkeppni sé um efstu sæti á lista VG fyrir þessar Alþingiskosningar því flokkurinn sé orðinn valdaflokkur og forystuflokkur í ríkisstjórn sem nýtur mikils fylgis. Fjórir þingmenn flokksins hafa beðið ósigur í slag um oddvitasæti á lista flokksins í fjórum mismunandi kjördæmum, þar á meðal þingflokksformaður flokksins, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. 
Þrjú vilja leiða Vinstri græn í Suðvesturkjördæmi
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Ólafur Þór Gunnarsson alþingismaður og Una Hildardóttir varaþingmaður sækjast öll eftir að leiða lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum í haust. Guðmundur og Ólafur sækjast aðeins eftir fyrsta sætinu en Una gefur kost á sér í fyrsta og annað sætið.
Ólafur Þór vill leiða Vinstri græn í Suðvesturkjördæmi
Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri græna, hefur ákveðið að gefa kost á sér til að leiða lista VG í Suðvesturkjördæmi í kosningunum í haust.
Forval VG í Norðausturkjördæmi hefst á miðnætti
Á miðnætti hefst forval Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboðs í Norðausturkjördæmi og lýkur því á miðnætti á mánudaginn, 15. febrúar. 12 frambjóðendur sækjast eftir sæti á listanum en Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis, sem hefur leitt VG í Norðausturkjördæmi frá upphafi gefur ekki kost á sér.
Björn Leví spurði Katrínu hvað þorri þjóðar þýddi
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir enn töluverða óvissu um hvernig afhendingaráætlun bóluefna muni ganga eftir á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Það sé hins vegar raunhæft að reikna með því að afhending bóluefna muni aukast verulega á öðrum ársfjórðungi frá þeim fyrsta. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á Alþingi í dag út í þessa óvissu og hversu margir væru þorri þjóðarinnar.
Segja að umhverfisgjald yrði íþyngjandi
Þingsályktunartillaga tveggja þingmanna Vinstri grænna um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld yrði íþyngjandi fyrir heimilin, næði hún fram að ganga. Þetta kemur fram í umsögnum Hveragerðisbæjar og Félags íslenskra bifreiðaeigenda um tillöguna. Hornafjörður varar við hækkunum á gjöld á einkabíla í sinni umsögn, Vestfjarðarstofa segir að tillagan sé miðuð við höfuðborgarsvæðið en Samband íslenskra sveitarfélaga telur sjálfsagt að þessi möguleiki sé metinn.
11.02.2021 - 15:30
Þrjú vilja leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Tólf gefa kost á sér í forvali um fimm efstu sætin á lista Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Þrjú gefa kost á sér í fyrsta sæti listans, meðal þeirra er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður þingflokks VG sem var í öðru sæti listans í síðustu kosningum, á eftir Steingrími J. Sigfússyni sem nú hyggst hætta á þingi. Ingibjörg Þórðardóttir ritari flokksins gefur kost á sér í 1.-2. sætið og Óli Halldórsson, forstöðumaður á Húsavík gefur kost á sér í það fyrsta.
26.01.2021 - 10:20
Kolbeinn vill leiða VG í Suðurkjördæmi
Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna gefur kost á sér í 1. sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi í fyrirhuguðu forvali flokksins. Hann hefur setið á þingi fyrir VG í Reykjavíkurkjördæmi suður frá árinu 2016. Kolbeinn leiddi lista VG í Suðurkjördæmi árið 2003, en var ekki kjörinn á þing þá. Ari Trausti Guðmundsson leiddi lista VG í Suðurkjördæmi fyrir síðustu kosningar, en hyggst nú hverfa af þingi.
20.01.2021 - 07:39
Þingflokkur VG fundar vegna máls Bjarna Benediktssonar
Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs mun funda í dag vegna máls Bjarna Benediktssonar sem tók þátt í viðburði í Ásmundarsal á Þorláksmessu þar sem sóttvarnareglur eru sagðar hafa verið brotnar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks VG, segir að þingmenn flokksins séu vonsviknir vegna þessa máls.
28.12.2020 - 13:44
Vill að forsætisráðuneytið kanni aðbúnað á vistheimilum
Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna og fyrsti varaformaður velferðarnefndar Alþingis telur eðlilegt að forsætisráðuneytið fari með rannsókn á aðbúnaði á vistheimilum vegna umfangs og reynslu ráðuneytisins af sambærilegum verkefnum.
Segir VG hafa gefið allt of mikið eftir í samstarfinu
Vinstri græn hafa gefið allt of mikið eftir í stjórnarsamstarfi sínu við Sjálfstæðisflokk. Starfsumhverfið innan VG er óheilbrigt og einkennist af aðskilnaðarkúltúr. Þetta segir Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka, sem sagði sig úr VG fyrir tæpu ári, í viðtali í Stundinni í dag. Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn nýti sér kórónuveirufaraldurinn til að koma umdeildum málum að.
Myndskeið
„Við munum beita ríkissjóði af fullu afli“
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ávarpaði flokksfélaga á rafrænum flokksráðsfundi Vinstri grænna í dag. „Það er áhugaverð staðreynd að framlög til opinberra fjárfestinga eru 80% hærri í ár en þau voru 2017 þegar núverandi ríkisstjórn tók við, sem segir allt sem segja þarf um okkar forgangsröðun,“ sagði Katrín.
28.08.2020 - 19:27
Kolbeinn fékk hvítt duft inn um bréfalúguna
„Ég verð að segja að ég hef fengið betri sendingar og vildi óska þess að fólk tjáði sig öðruvísi en á þennan hátt,“ segir í færslu Kolbeins Óttarsson Proppé, þingmanns Vinstri grænna, á Facebook. Honum bárust tveir litlir pokar með hvítu dufti á heimili sitt í morgun. Í færslunni segir að hann geri ráð fyrir að um sé að ræða lyftiduft eða eitthvað álíka.
30.06.2020 - 16:43
Sagði brot Lilju eitt af þeim verri sem hefði sést
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir ekki hægt að draga aðra ályktun af rökstuðningi kærunefndar jafnréttismála í máli menntamálaráðherra en að þetta hafi verið ásetningsbrot. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að ráðherrann hefði brotið jafnréttislög þegar hún réð Pál Magnússon sem ráðuneytisstjóra í ráðuneytinu. Lilja upplýsti ráðherra ríkisstjórnarinnar um úrskurðinn á fundi í morgun.
02.06.2020 - 14:22
Viðtal
Frumvarp: Leyfi ráðherra þarf til kaupa á stórum jörðum
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ætlar á næstu dögum að kynna frumvarp um herta löggjöf um jarða- og fasteignaviðskipti. Í frumvarpinu verður kveðið á um skýrari skilyrði fyrir viðskipti aðila utan EES-svæðisins. Þetta kom fram í ræðu hennar á flokksráðsfundi Vinstri grænna sem stendur yfir í Félagsheimili Seltjarnarness í dag og á morgun.
07.02.2020 - 19:44
Allir þingmenn nema einn greiddu meira en 200.000
Allir þingmenn og ráðherrar Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs greiddu flokknum framlag hærra en 200.000 krónur á síðasta ári, nema Kolbeinn Óttarsson Proppé. Fáeinir aðrir greiddu flokknum hærra framlag en 200 þúsund krónur.
07.11.2019 - 16:25
Guðmundur Ingi stefnir á framboð til Alþingis
Katrín Jakobsdóttir var endurkjörin formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs með rúmlega 97 prósentum atkvæða á landsfundi flokksins í dag. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra er nýr varaformaður VG. Hann ætlar að bjóða sig fram til Alþingis næst þegar kosið verður. 
19.10.2019 - 18:46
Guðmundur Ingi verður varaformaður VG
Formaður og varaformaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs verða sjálfkjörin á landsfundi VG sem nú stendur. Enginn bauð sig fram á móti Katrínu Jakobsdóttur formanni. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra verður næsti varaformaður VG.
19.10.2019 - 12:36
Kastljós
Dregin í valdakapphlaup með óskýrum skilaboðum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði að hún væri skítlogandi hrædd við að blanda viðskipta- og varnarmálum saman. Ríkisstjórnin hefði sent óskýr og misvísandi skilaboð við heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, í gær. Með óskýrum skilaboðum ríkisstjórnarinnar værum við að sjá Ísland dragast inn í valdakapphlaup Kína og Bandaríkjanna. Betra væri að vera í samstarfi við þjóðir sem slái skjaldborg um ákveðin gildi sem þessar tvær þjóðir eru ekki með efst á blaði.
05.09.2019 - 20:57
Flokksráðsfundur VG vill 30 stunda vinnuviku
Hvatt er til þess að vinnuvikan verði stytt í 30 stundir í ályktun flokksráðsfundar Vinstri grænna sem fram fór á föstudag og laugardag í Kópavogi. Í fréttatilkynningu segir að á annað hundrað manns hafi sótt fundinn.
14.10.2018 - 08:07
Myndskeið
Vill að loftslagsmálin verði flaggskip Íslands
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld að hún sæi fyrir sér að umhverfis- og loftslagsmál verði eitt af flaggskipum utanríkisstefnunnar, líkt og jafnréttismálin séu þegar orðin.
12.09.2018 - 19:54
Myndskeið
Ekki sátt við árangur VG í borginni
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, kveðst ekki sátt við árangur flokksins í borgarstjórnarkosningum í gær. Flokkurinn fékk 2.700 atkvæði í Reykjavík, 4,6 prósent atkvæða og einn borgarfulltrúa. Hún kveðst reglulega íhuga stöðu sína sem formaður og að hún sé ekkert að fara að gefast upp núna.