Færslur: vinstri græn

Vinstri græn vilja einkaflug af Reykjavíkurflugvelli
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, vill að einkaþotum og þyrluflugi í einkaerindum verði beint annað en um Reykjavíkurflugvöll. Hún hefur lagt fram tillögu í borgarráði um að borgin beiti sér fyrir samkomulagi við innviðaráðuneyti um það.
Sjónvarpsfrétt
„Erum í öldudal hvað varðar fylgið“
Formaður Vinstri grænna segir að flokkurinn sé í öldudal hvað fylgi varðar. Samkvæmt nýlegum Þjóðarpúlsi hefur hann misst hátt í helming fylgis síns frá síðustu alþingiskosningum.
Sjónvarpsfrétt
Viðbúið að VG haldi áfram að tapa fylgi
Vinstri hreyfingin grænt framboð mun halda áfram að tapa fylgi á kjörtímabilinu ef flokkurinn heldur áfram ríkisstjórnarsamstarfi. Þetta segir stjórnmálafræðiprófessor. Vinstri græn hafa aldrei mælst með jafnlítið fylgi og nú. 
Fylgi VG aldrei minna en nú - þörf á innri skoðun
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, varaformaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segir að flokkurinn þurfi að velta fyrir sér fylgistapi í skoðanakönnunum. Flokkurinn mælist með 7,2 prósent í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup og hefur ekki áður mælst með jafn lítið fylgi. Bjarkey segir flokkinn þurfa að velta fyrir sér stöðu hreyfingarinnar og fara í innri skoðun.
Skipar samráðsnefnd vegna samþjöppunar í sjávarútvegi
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að tilkynna á morgun um skipan stórrar samráðsnefndar og sérfræðihóps til að fjalla um samþjöppun í sjávarútvegi.
Líf Magneudóttir leiðir lista VG í borginni
Framboðslisti Vinstri grænna í Reykjavík var samþykktur á félagsfundi hreyfingarinnar í kosningamiðstöðinni í Bankastræti nú í kvöld. Fyrr á árinu var haldið forval um þrjú efstu sætin og er Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi, oddviti listans.
01.04.2022 - 22:48
Helgi Hlynur leiðir lista Vinstri grænna í Múlaþingi
Helgi Hlynur Ásgrímsson, útvegsbóndi og sveitarstjórnarfulltrúi, leiðir lista Vinstri grænna í Múlaþingi. Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, húsasmiður og mannfræðingur Á Seyðisfirði, er í öðru sæti og Pétur Heimisson læknir í því þriðja.
Bjarki Bjarnason leiðir lista VG í Mosfellsbæ
Framboðslisti Vinstri grænna í Mosfellsbæ var samþykktur á félagsfundi í dag. Bjarki Bjarnason, rithöfundur, og forseti bæjarstjórnar leiðir listann. Í öðru sæti er Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir, flugumfeðrarstjóri. Í þriðja sæti er Bjartur Steingrímsson, fangavörður og Bryndís Brynjarsdóttir, kennari er í fjórða sæti. 
Vonar að niðurskurður til strandveiða verði leiðréttur
Þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi segist ætla að beita sér fyrir að fimmtán prósenta niðurskurður á þorskveiðiheimildum til strandveiða verði leiðréttur. Sú ákvörðun sjávarútvegsráðherra hefur sætt mikilli gagnrýni.
Ögmundur segir VG hafa fjarlægst eigin stefnu
Ögmundur Jónasson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, telur að hans gamlir flokkur, Vinstri græn, hafi fjarlægst þær hugsjónir sem urðu kveikjan að stofnun hans.
Mest traust borið til Ásmundar Einars
Ásmundur Einar Daðason, skóla og barnamálaráðherra nýtur mests trausts ráðherra nýrrar ríkisstjórnar en traustið er minnst í garð Jóns Gunnarssonar innanríkisráðherra.
Spegillinn
Afdrif gömlu loforðanna: Sum óbreytt, önnur horfin
Hluti þeirra aðgerða sem ríkisstjórninni tókst ekki að ljúka á síðasta kjörtímabili ratar óbreyttur inn í nýjan stjórnarsáttmála, sum loforðanna eru þar í breyttri mynd, sum hafa tekið þónokkrum breytingum. Önnur virðast hafa gufað upp. Formaður sambands íslenskra sveitarfélaga sýtir gistináttagjaldið sem ekki skilaði sér og formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu vonar að það komi ekki að sök þó ekki sé minnst á hjúkrunarheimili í sáttmálanum.
Myndbönd
Formenn stjórnarflokkanna bjartsýnir um vaxandi velsæld
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Í kjölfarið fóru fram umræður þar sem tóku til máls þrír fulltrúar hvers þingflokks. Formenn ríkisstjórnarflokkana þriggja, Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarlokks, lögðu áherslu á loftslagsmál, bjartsýni og vaxandi velsæld í ræðum sínum.
Sjónvarpsfrétt
Yfirgnæfandi meirihluti 600 Sjálfstæðismanna samþykkti
Stjórnarsáttmáli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag.
Segja vistaskipti Birgis óvenjuleg og orka tvímælis
Vistaskipti Birgis Þórarinssonar úr þingflokki Miðflokksins í Sjálfstæðisflokkinn eru óvenjuleg og orka tvímælis að mati formanna Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það hafa komið sér á óvart þegar Birgir bauð þingflokknum krafta sína en segir ólíklegt að þessi viðbót í þingflokkinn hafi áhrif á stjórnarmyndunarviðræður flokkanna.
Bergþór Ólason með hæst hlutfall útstrikana
Í nýliðnum Alþingiskosningunum var Bergþór Ólason, frambjóðandi í fyrsta sæti lista Miðflokks í Norðvestur kjördæmi, með hæsta hlutfall útstrikana hjá kjósendum eigin flokks. Hann var strikaður út af framboðslistanum 29 sinnum, eða af 2,27% kjósenda Miðflokksins í hans kjördæmi. Frambjóðandi í fyrsta sæti þarf þó að vera strikaður úr af 25% kjósenda til þess að vera lækkaður um sæti á listanum.
Fréttaskýring
Létu stjórnvöld moka ofan í nógu marga skurði?
Ríkisstjórnin lofaði að moka ofan í skurði og planta trjám til að binda kolefni og taka á stærsta losunarþætti landsins, þeirri urmull af gróðurhúsalofttegundum sem stígur upp úr mýrunum sem voru framræstar, margar fyrir ríkisstyrk, breytt í tún. Athæfi sem Halldór Laxness hneykslaðist á í ritgerð sinni „Hernaðurinn gegn landinu.“ En hvernig gekk? Náðu stjórnvöld að tvöfalda umfang skógræktar, er nú tífalt meira endurheimt af votlendi en árið 2018?
Fréttaskýring
Lítið má út af bregða ef orkuskiptamarkmið eiga að nást
Lítið má út af bregða eigi loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar um orkuskipti í vegasamgöngum að nást og Orkusjóð vantar fjármagn til að hægt sé að ná skipum, flugvélum og trukkum á núllið. Rúmlega hundrað hleðslustöðvar fyrir rafbíla hafa bæst við í tíð núverandi ríkisstjórnar. Mikil tækifæri eru til að tengja fleiri skip við rafmagn úr landi.
Minni flokkar huga að framboðslistum
Þegar rúmir þrír mánuðir eru til alþingiskosninga hefur fengist nokkuð skýr mynd á framboðslista flestra þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis.
Ákvörðun Kolbeins kom Bjarkeyju á óvart
Ákvörðun Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns Vinstri grænna um að draga framboð sitt til baka, var hans ákvörðun og fer í ferli innan þingflokks Vinstri grænna, segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG.
12.05.2021 - 08:33
Óheiðarlegar og ólýðræðislegar leikreglur í prófkjöri
Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður VG sem tapaði oddvitasæti sínu í Norðvesturkjördæmi segir leikreglurnar sem viðhafðar voru í prófkjörinu hvorki hafa verið heiðarlegar né lýðræðislegar. Hún ætlar að gefa sér tíma til að ákveða hvort hún taki annað sætið. Hún tapaði fyrir Bjarna Jónssyni, sveitarstjórnarfulltrúa í Skagafirði.
Taparar í oddvitaslag hafa ekki staðið í stafni
Stjórnmálafræðingur segir að meiri samkeppni sé um efstu sæti á lista VG fyrir þessar Alþingiskosningar því flokkurinn sé orðinn valdaflokkur og forystuflokkur í ríkisstjórn sem nýtur mikils fylgis. Fjórir þingmenn flokksins hafa beðið ósigur í slag um oddvitasæti á lista flokksins í fjórum mismunandi kjördæmum, þar á meðal þingflokksformaður flokksins, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. 
Þrjú vilja leiða Vinstri græn í Suðvesturkjördæmi
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Ólafur Þór Gunnarsson alþingismaður og Una Hildardóttir varaþingmaður sækjast öll eftir að leiða lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum í haust. Guðmundur og Ólafur sækjast aðeins eftir fyrsta sætinu en Una gefur kost á sér í fyrsta og annað sætið.
Ólafur Þór vill leiða Vinstri græn í Suðvesturkjördæmi
Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri græna, hefur ákveðið að gefa kost á sér til að leiða lista VG í Suðvesturkjördæmi í kosningunum í haust.
Forval VG í Norðausturkjördæmi hefst á miðnætti
Á miðnætti hefst forval Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboðs í Norðausturkjördæmi og lýkur því á miðnætti á mánudaginn, 15. febrúar. 12 frambjóðendur sækjast eftir sæti á listanum en Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis, sem hefur leitt VG í Norðausturkjördæmi frá upphafi gefur ekki kost á sér.