Færslur: vinstri græn

Þingflokkur VG fundar vegna máls Bjarna Benediktssonar
Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs mun funda í dag vegna máls Bjarna Benediktssonar sem tók þátt í viðburði í Ásmundarsal á Þorláksmessu þar sem sóttvarnareglur eru sagðar hafa verið brotnar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks VG, segir að þingmenn flokksins séu vonsviknir vegna þessa máls.
28.12.2020 - 13:44
Vill að forsætisráðuneytið kanni aðbúnað á vistheimilum
Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna og fyrsti varaformaður velferðarnefndar Alþingis telur eðlilegt að forsætisráðuneytið fari með rannsókn á aðbúnaði á vistheimilum vegna umfangs og reynslu ráðuneytisins af sambærilegum verkefnum.
Segir VG hafa gefið allt of mikið eftir í samstarfinu
Vinstri græn hafa gefið allt of mikið eftir í stjórnarsamstarfi sínu við Sjálfstæðisflokk. Starfsumhverfið innan VG er óheilbrigt og einkennist af aðskilnaðarkúltúr. Þetta segir Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka, sem sagði sig úr VG fyrir tæpu ári, í viðtali í Stundinni í dag. Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn nýti sér kórónuveirufaraldurinn til að koma umdeildum málum að.
Myndskeið
„Við munum beita ríkissjóði af fullu afli“
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ávarpaði flokksfélaga á rafrænum flokksráðsfundi Vinstri grænna í dag. „Það er áhugaverð staðreynd að framlög til opinberra fjárfestinga eru 80% hærri í ár en þau voru 2017 þegar núverandi ríkisstjórn tók við, sem segir allt sem segja þarf um okkar forgangsröðun,“ sagði Katrín.
28.08.2020 - 19:27
Kolbeinn fékk hvítt duft inn um bréfalúguna
„Ég verð að segja að ég hef fengið betri sendingar og vildi óska þess að fólk tjáði sig öðruvísi en á þennan hátt,“ segir í færslu Kolbeins Óttarsson Proppé, þingmanns Vinstri grænna, á Facebook. Honum bárust tveir litlir pokar með hvítu dufti á heimili sitt í morgun. Í færslunni segir að hann geri ráð fyrir að um sé að ræða lyftiduft eða eitthvað álíka.
30.06.2020 - 16:43
Sagði brot Lilju eitt af þeim verri sem hefði sést
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir ekki hægt að draga aðra ályktun af rökstuðningi kærunefndar jafnréttismála í máli menntamálaráðherra en að þetta hafi verið ásetningsbrot. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að ráðherrann hefði brotið jafnréttislög þegar hún réð Pál Magnússon sem ráðuneytisstjóra í ráðuneytinu. Lilja upplýsti ráðherra ríkisstjórnarinnar um úrskurðinn á fundi í morgun.
02.06.2020 - 14:22
Viðtal
Frumvarp: Leyfi ráðherra þarf til kaupa á stórum jörðum
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ætlar á næstu dögum að kynna frumvarp um herta löggjöf um jarða- og fasteignaviðskipti. Í frumvarpinu verður kveðið á um skýrari skilyrði fyrir viðskipti aðila utan EES-svæðisins. Þetta kom fram í ræðu hennar á flokksráðsfundi Vinstri grænna sem stendur yfir í Félagsheimili Seltjarnarness í dag og á morgun.
07.02.2020 - 19:44
Allir þingmenn nema einn greiddu meira en 200.000
Allir þingmenn og ráðherrar Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs greiddu flokknum framlag hærra en 200.000 krónur á síðasta ári, nema Kolbeinn Óttarsson Proppé. Fáeinir aðrir greiddu flokknum hærra framlag en 200 þúsund krónur.
07.11.2019 - 16:25
Guðmundur Ingi stefnir á framboð til Alþingis
Katrín Jakobsdóttir var endurkjörin formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs með rúmlega 97 prósentum atkvæða á landsfundi flokksins í dag. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra er nýr varaformaður VG. Hann ætlar að bjóða sig fram til Alþingis næst þegar kosið verður. 
19.10.2019 - 18:46
Guðmundur Ingi verður varaformaður VG
Formaður og varaformaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs verða sjálfkjörin á landsfundi VG sem nú stendur. Enginn bauð sig fram á móti Katrínu Jakobsdóttur formanni. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra verður næsti varaformaður VG.
19.10.2019 - 12:36
Kastljós
Dregin í valdakapphlaup með óskýrum skilaboðum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði að hún væri skítlogandi hrædd við að blanda viðskipta- og varnarmálum saman. Ríkisstjórnin hefði sent óskýr og misvísandi skilaboð við heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, í gær. Með óskýrum skilaboðum ríkisstjórnarinnar værum við að sjá Ísland dragast inn í valdakapphlaup Kína og Bandaríkjanna. Betra væri að vera í samstarfi við þjóðir sem slái skjaldborg um ákveðin gildi sem þessar tvær þjóðir eru ekki með efst á blaði.
05.09.2019 - 20:57
Flokksráðsfundur VG vill 30 stunda vinnuviku
Hvatt er til þess að vinnuvikan verði stytt í 30 stundir í ályktun flokksráðsfundar Vinstri grænna sem fram fór á föstudag og laugardag í Kópavogi. Í fréttatilkynningu segir að á annað hundrað manns hafi sótt fundinn.
14.10.2018 - 08:07
Myndskeið
Vill að loftslagsmálin verði flaggskip Íslands
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld að hún sæi fyrir sér að umhverfis- og loftslagsmál verði eitt af flaggskipum utanríkisstefnunnar, líkt og jafnréttismálin séu þegar orðin.
12.09.2018 - 19:54
Myndskeið
Ekki sátt við árangur VG í borginni
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, kveðst ekki sátt við árangur flokksins í borgarstjórnarkosningum í gær. Flokkurinn fékk 2.700 atkvæði í Reykjavík, 4,6 prósent atkvæða og einn borgarfulltrúa. Hún kveðst reglulega íhuga stöðu sína sem formaður og að hún sé ekkert að fara að gefast upp núna.
Leiðtogarnir vilja nær allir Sundabraut
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík vilja nær allir Sundabraut og stjórnarandstaðan er hlynnt einkaframkvæmd. Samgöngu- og skipulagsmál voru áberandi í leiðtogaumræðum í Gamla bíói í morgun.
Halldór leiðir lista VG í Árborg
Halldór Pétur Þorsteinsson leiðir lista Vinstri grænna í Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Anna Jóna Gunnarsdóttir skipar annað sæti og Sigurður Torfi Sigurðsson það þriðja. Framboðslistinn var samþykktur á félagsfundi Vinstri grænna í Árborg í kvöld.
Vinstri græn kjósa um forystu í Reykjavík
Kosið verður á morgun í efstu fimm sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Í tilkynningu frá flokknum segir að valið verði leiðbeinandi og að kjörnefnd leggi endanlegan lista 46 frambjóðenda fyrir félagsfund Vinstri grænna í Reykjavík.
Á annað hundrað úrsagnir úr Vinstri grænum
Á annað hundrað flokksfélaga hafa sagt sig úr Vinstri grænum eftir að ákveðið var að ganga til stjórnarmyndunarviðræðna við Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk. Á sama tíma hafa sjötíu skráð sig í flokkinn.
02.12.2017 - 14:15
Myndskeið
Hvað vildu forystumennirnir vita?
Fulltrúar stjórnmálaflokkanna, sem bjóða fram um land allt á morgun, fengu í leiðtogaumræðunum í kvöld tækifæri til að spyrja einhvern hinna spurningar og sköpuðust líflegar umræður.
„Stóra verkefnið að koma á alvöru stöðugleika“
Það er enginn stöðugleiki fólginn í því að láta innviði landsins mæta afgangi í miðju góðæri. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, á landsfundi flokksins í dag. Hún gagnrýndi fráfarandi ríkisstjórnarflokka í ræðu sinni, en útilokar ekki samstarf við nokkurn flokk eftir kosningar.
06.10.2017 - 20:51
Sjálfstæðisflokkurinn efstur í borginni
Sjálfstæðisflokkurinn fær mestan stuðning í borginni í nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis, sem birt er á Vísi.is og í Fréttablaðinu í dag. Flokkurinn fengi rúman þriðjung atkvæða.
Tíu hyggja á framboð til sveitarstjórna
Að minnsta kosti tíu stjórnmálaflokkar stefna að framboði fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík á næsta ári. Undirbúningur fyrir kosningarnar er víða hafinn.
Niðurfærsluskýrslan rædd á Alþingi í dag
Alþingi kemur saman í dag. Á dagskrá er meðal annars umræða um tvær skýrslur sem forsætisráðherra birti á nýju ári, skýrsla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum og skýrsla um niðurfærslu verðtryggðra fasteignalána.
21.02.2017 - 09:14
Tillögur VG í samræmi við kosningaloforð
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að tillögur þeirra um tekjuöflun séu allar í samræmi við yfirlýsingar þeirra í aðdraganda kosninga. Þau vilji til dæmis leggja auðlegðarskatt á stóreignafólk, en hversu miklu myndi sá skattur skila.
13.12.2016 - 15:21
Vinstri græn vildu ekki hækka tekjuskatt
Vinstri græn vildu ekki hækka tekjuskatt í viðræðum um fimm flokka stjórnarsamstarf sem lauk í gær heldur vildu auðlegðarskatt á stóreignafólk og sykurskatt. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna segir tímabært að horfa til myndunar minnihlutastjórnar og útilokar ekkert. 
13.12.2016 - 12:33