Færslur: Vinnuvernd

Vilja Evrópureglur um hámarkshita á vinnustað
Evrópusamband verkalýðsfélaga, ETUC, vill að settar verði reglur um hámarkshita á vinnustað og hafa sent framkvæmdastjórn Evrópusambandsins erindi þar að lútandi. Tilefnið er andlát þriggja verkamanna sem létust við störf sín í Madríd, höfuðborg Spánar, þegar mikil hitabylgja gekk þar yfir í liðinni viku.
Ætla að kæra ákvörðun Vinnueftirlitsins
Fyrirtækið Múr og mál ehf. hyggst kæra ákvörðun Vinnueftirlits sem bannaði alla vinnu fyrirtækisins við þak fjölbýlishúss við Eiðistorg á Seltjarnarnesi í gær. Á vef Vinnueftirlits segir að fallvarnir hafi ekki verið fullnægjandi og því hafi vinna fyrirtækisins þar verið stöðvuð.
31.08.2018 - 18:36
Fréttaskýring
Einelti: Karlar og konur nær jafnoft gerendur
Síðastliðin þrjú ár hafa Vinnueftirlitinu borist 55 kvartanir vegna eineltismála, þar af 16 á þessu ári. Sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu segir fæst þessara mála leysast farsællega. Nokkur mál, þar sem gerendur eða meintir gerendur eru nafngreindir, hafa ratað í fjölmiðla síðastliðin ár. Athygli vekur að í flestum þessara mála virðast gerendur eða meintir gerendur vera kvenkyns. Kynjahlutföll gerenda í þeim kvörtunum sem berast Vinnueftirlitinu eru aftur á móti frekar jöfn.
21.12.2017 - 17:09