Færslur: Vinnuumhverfi

Fréttaskýring
Forstjórinn sáttur á tveggja hæða skrifstofu
Skrifborðin sem starfsfólk Sjúkratrygginga Íslands hefur til afnota eru með þeim hreinni og svo gott sem strípuð; engar möppur, engar fjölskyldumyndir, engin tæki eða tól, fyrir utan tölvu, mús og hugsanlega nokkur skjöl. Fyrir tveimur vikum flutti starfsfólk stofnunarinnar undir eitt þak, við Vínlandsleið í Reykjavík. Til að hægt væri að hýsa fleira fólk á mun færri fermetrum var ráðist í töluverðar breytingar á vinnuumhverfinu. Þær byggja á hugmyndafræðinni um verkefnamiðað vinnurými. 
04.05.2018 - 19:33