Færslur: Vinnutími

Heimila fjögurra daga vinnuviku með óbreyttum vinnutíma
Stjórnvöld í Belgíu boða breytingar á vinnulöggjöf landsins sem veita launafólki rétt til að fara fram á fjögurra daga vinnuviku. Vinnutíminn styttist þó ekki að sama skapi,heldur heimila lögin fólki að vinna sína 38 tíma á fjórum dögum í stað fimm, og launin haldast óbreytt að sama skapi.
16.02.2022 - 05:53
Spegillinn
Styttingin má ekki bara snúast um skrifstofufólk
Umræðan um styttingu vinnutímans miðast að sumu leyti of mikið við vinnu skrifstofufólks, segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins; reyndar gildi slíkt hið sama um alla umræðuna um heimavinnu fólks. Margir félagar í Starfsgreinasambandinu eigi þess ekki kost að vinna heima og þá skipti hlé til að hvílast miklu. 
Spegillinn
Vinnutími starfsmanna ríkis og bæja styttist um áramót
Styttri vinnuvika felur í sér aukin lífsgæði starfsfólks og stuðlar að hamingjusamara samfélagi segir á vef BSRB. Í samningum við ríki og sveitarfélög í vor var samið um styttingu vinnuvikunnar í allt að 36 tíma hjá dagvinnufólki en allt að 32 hjá vaktavinnufólki. Vinnan við útfærslu fyrir dagvinnufólk er langt komin, enda á hún að taka gildi um áramótin en í vor hjá vaktavinnufólki. Stytting vinnutímans er sögulegur áfangi segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.