Færslur: Vinnuskóli

Vinnuskólinn rúmum 200 milljónum dýrari en áætlað var
Talsvert meiri aðsókn var í Vinnuskóla Reykjavíkur í sumar en búist hafði verið við, starfstími ungmennanna var lengdur og fjölga þurfti starfsfóki Vinnuskólans. Kostnaðurinn jókst talsvert vegna þessa.
24.07.2020 - 15:03
50 ungmenni í sóttkví
50 manna hópur úr vinnuskóla Garðabæjar er kominn í sóttkví eftir að einn flokkstjóra greindist með Covid-19. Nokkrir flokkstjórar eru einnig í sóttkví en ákveðið hefur verið að skima alla flokkstjóra fyrir veirunni.
29.06.2020 - 15:31
Heynet í stað svartra ruslapoka
Hjá Vinnuskólanum á Akranesi eru nú notuð fjölnota heynet auk svartra ruslapoka við að flytja slegið gras af túnum í bænum. Skessuhorn greinir frá þessu.
26.06.2020 - 02:52