Færslur: Vinnumarkaður

Engir fundir í Herjólfsdeilu
Engir fundir hafa verið hjá forsvarsmönnum Herjólfs og Sjómannafélags Íslands eftir að þriggja daga verkfalli félagsmanna þar var aflýst 20. júlí en þá náðist samkomulag um að hefja viðræðuáætlun um gerð nýs kjarasamnings undirmanna um borð í Herjólfi. Þeim viðræðum á að vera lokið næstkomandi mánudag og Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélagsins segir að vonandi hittist aðilar innan tíðar, tíminn sé skammur.
Segir að fjölgun starfa sé kostnaður fyrir borgina 
„Fyrirtækin glíma við að þurfa að segja upp fólki og ég er að benda á að borgin er að bólgna út frekar en hitt,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við fréttastofu um færslu sem hann birti á Facebook í gær.  
07.08.2020 - 13:22
Vilja laun í heimkomusmitgát
Bandalag háskólamanna krefst þess að ríkisstarfsmenn sem ekki geta mætt til vinnu á meðan þeir viðhafa heimkomusmitgát fái greidd laun. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir heimkomusmitgát sambærilega sóttkví og engu máli skipta þótt starfsfólk ákveði sjálft að fara í frí til útlanda. 
Atvinnuleysið tók ekki kipp
Færri sóttu um atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun í júlí en áætlað var, að sögn Unnar Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar. Almennt atvinnuleysi í júlí var svipað og í júní, um 7,3 til 7,4 prósent, samkvæmt bráðabirgðatalningu.
04.08.2020 - 14:51
Fordæma framgöngu Icelandair og flugmanna
Evrópska flutningamannasambandið (ETF) fordæmir framgöngu Icelandair og flugmanna flugfélagsins í garð flugfreyja. Sambandið gagnrýnir harðlega að flugmenn félagsins hafi ekki hafnað því að þeir myndu ganga í störf flugfreyja þegar flugfreyjum var sagt upp fyrr í mánuðinum.
Póstdreifing sagði upp 304 blaðberum
Póstdreifing sem er í eigu Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins og Torgs, sem gefur út Fréttablaðið, hefur sagt upp öllum 304 blaðberum sínum. Kristín Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Póstdreifingar segir virkilega erfitt að hafa þurft að grípa til svo afdrifaríkra aðgerða, en ekki hafi verið um neitt annað að ræða. Um endurskipulagningu hafi verið að ræða og flestir verði ráðnir aftur í breyttu vinnufyrirkomulagi.
31.07.2020 - 10:04
Atvinnuleysi minnkar um 6,4 prósentustig milli mánaða
Atvinnuleysi í júnímánuði mældist 3,5 prósent samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu Íslands. Hlutfallið lækkaði um 6,4 prósentustig frá því í maí þegar það mældist 9,9 prósent.
Stjórnvöld upplýst um gang mála hjá Icelandair
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld hafi verið upplýst um stöðu mála í kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Ríkisstjórnin hafi hins vegar ekki haft neina aðkomu að því að samningar náðust eftir að ríkissáttasemjari boðaði til fundar á laugardag.
21.07.2020 - 18:09
Spá 8-9 prósenta atvinnuleysi í ágúst
Vinnumálastofnun spáir að almennt atvinnuleysi aukist í ágúst þegar áhrifa uppsagna á vormánuðum fer að gæta, og verði 8-9 prósent. Almennt atvinnuleysi var 7,5 prósent í júní og hefur haldist stöðugt síðustu þrjá mánuði. Í tölum um almennt atvinnuleysi er atvinnuleysi tengt minnkuðu starfshlutfalli ekki tekið inn í reikninginn.
15.07.2020 - 08:38
Efling krefur ríkið um hundruð milljóna
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar krefst, fyrir hönd stéttarfélagsins, að ríkið greiði félagsmönnum „hundruðir milljóna“ vegna aðgerðaleysis stjórnvalda vegna ógreiddra launa, launaþjófnaðar og ýmiss annars athæfis atvinnurekenda. Standi ríkisstjórnin ekki við loforð sín um að bæta aðstæður vinnandi fólks, áskilur Sólveig sér allan rétt til að knýja á um að svo verði.
3.600 færri laus störf en í fyrra
Laus störf á íslenskum vinnumarkaði voru um 2.600 á öðrum ársfjórðungi í ár samkvæmt starfaskráningu Hagstofu Íslands. Starfaskráning Hagstofunnar hófst á fyrsta ársfjórðungi í fyrra, fjöldi starfa hefur ekki mælst lægri síðan.
Segir ábyrgðina í höndum dómsmálaráðherra
„Dómsmálaráðherra þarf að svara því af hverju hér er ekki í gildi aðgerðaáætlun gegn mansali. Af hverju hér er ekki tekið fastar á hlutunum,“ segir Drífa Snædal forseti ASÍ.  
„Autt atkvæði er autt atkvæði“
„Þetta stangast á við lög um alla aðra atkvæðagreiðslu,“ segir Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. Hann lagði fram frumvarp á Alþingi í dag þar sem lagt er til að við atkvæðagreiðslu um gildi kjarasamnings teljist autt atkvæði ógilt. Tilefnið er nýlegur úrskurður Félagsdóms um að auðir seðlar skyldu taldir með í atkvæðagreiðslu um kjarasamning Félags íslenskra náttúrufræðinga og ríkisins í vor.
Fólk með lágar tekjur átti síður kost á fjarvinnu
Fólk með lágar tekjur og litla menntun átti síður kost á að vinna í fjarvinnu vegna Covid-19 faraldursins en fólk með háar tekjur og mikla menntun. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem BSRB lét gera á áhrifum Covid-19.
05.06.2020 - 09:36
118% fleiri skrá sig í framhaldsnám í leikskólafræðum
Stóraukin aðsókn er í nám í menntavísindum við Háskóla Íslands í ár. Umsóknum um framhaldsnám í leikskólafræðum fjölgaði um 118 prósent á milli ára. Í grunnskólakennaranámi er fjölgunin um 85 prósent og í framhaldsskólakennaranámi um 47 prósent. Umsóknum í íþróttakennaranám fjölgar um 67 prósent á milli ára og umsóknum um framhaldsnám í tómstunda- og félagsmálafræði fjölgar um rúmlega 30 prósent.
02.06.2020 - 16:46
Mun meira atvinnuleysi meðal útlendinga
Framkvæmdastjóri Eflingar segir að útlendingar sem búsettir eru hér á landi finni sérstaklega vel fyrir þeirri óvissu sem nú er ríkjandi á íslenskum vinnumarkaði. Hlutfallslega eru nærri helmingi fleiri útlendingar á hluta- og atvinnuleysisbótum en Íslendingar.
27.05.2020 - 22:00
Hækkun launavísitölu í apríl sú mesta í 12 mánuði
Launavísitala í apríl hækkaði um 3,3% frá marsmánuði. Þetta er mesta breyting á vísitölunni á milli mánaða undanfarna 12 mánuði. Breytingin er meðal annars vegna launahækkana sem samið var um í kjarasamningum bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.
22.05.2020 - 09:33
Myndskeið
Svartur apríl á vinnumarkaði
Nærri 50 þúsund manns voru án atvinnu eða í skertu starfshlutfalli í apríl. Þetta er langmesti fjöldi á atvinnuleysisskrá síðan mælingar hófust. Forstjóri Vinnumálstofnunar vonar að það dragi hratt úr atvinnuleysi þegar líða tekur á árið.
Vonar að hægt verði að ná samkomulagi
Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar bindur vonir við að hægt verði að ná samkomulagi í kjaradeilu verkalýðsfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga áður en boðað verkfall hefst á þriðjudag.
03.05.2020 - 11:40
Spegillinn
Þúsundir á krossgötum: „Við endurskipuleggjum lífið“
Mánaðamótin voru þau svörtustu í sögunni, þúsundir hafa fengið uppsagnarbréf, stór hluti þjóðarinnar er í skertu starfshlutfalli. Óvíst er hvenær og hversu skarpt ferðaþjónustan tekur við sér á ný. Fólk íhugar stöðu sína, veit ekki alveg hvað tekur við næstu mánuði. Mörg dæmi eru um að pör missi vinnuna. Vinnusálfræðingur varar þau sem nú hafa misst vinnuna við því að sitja aðgerðalaus eftir að geirinn taki við sér - oft verði mikil og spennandi gerjun á krossgötum. 
Vilja að ASÍ endurskoði afstöðu sína til að verja störf
Mikilvægt er að leggja til hliðar deilumál þegar nauðsyn krefur til þess allir geti lagst á árarnar og fundið lausn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar VR vegna deilna sem spruttu upp í miðstjórn ASÍ og komu upp á yfirborðið í gær.
Láglaunafólk borgi ekki fyrir það að missa kjarabætur
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir mikinn missi vera af Vilhjálmi Birgissyni, formanni Verkalýðsfélags Akraness, úr sæti 1. varaforseta ASÍ. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu Sólveigar Önnu í gærkvöld vegna umræðunnar í kringum verkalýðshreyfinguna í gær. 
Drífa harmar úrsagnir - Ferðaþjónustan afar ósátt
Drífa Snædal, forseti ASÍ, harmar úrsagnir úr miðstjórn ASÍ í kjölfar þess að sambandið hafnar tillögum um að fresta kjarasamningsbundnum launahækkunum. Samtök ferðaþjónustunnar fordæma óábyrga afstöðu ASÍ í málinu.
ASÍ hafnar tillögum um að skerða mótframlag
ASÍ hefur hafnað tillögu Samtaka atvinnulífsins um að mótframlag atvinnurekenda í lífeyrisgreiðslum verði lækkað tímabundið til að bregðast við verri rekstrarskilyrðum fyrirtækja vegna kórónuveirufaraldursins.
01.04.2020 - 08:07