Færslur: Vinnueftirlitið

Lögreglan og Vinnueftirlitið rannsaka slysið á Grenivík
Sveitarstjórinn í Grýtubakkahreppi segir allt samfélagið harmi slegið eftir slys sem varð í verksmiðju Pharmartica í gær. Tveir starfsmenn, karl og kona á þrítugsaldri voru flutt alvarlega slösuð með mikil brunasár með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan þeirra að öðru leyti.
Lögregla og Vinnueftirlit skoða sprengingar í Hvalfirði
Þrír íbúar í Hvalfirði hafa lagt fram kærur hjá lögreglunni á Vesturlandi vegna sprengingar sem fyrirtækið Borgarvirki stóð fyrir á Grundartanga á miðvikudagskvöld.
Segir af og frá að borgin hafi ekki vitað af asbesti
Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir af og frá að Reykjavíkurborg hafi ekki verið kunnugt um að asbest væri í húsnæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi.
20.04.2021 - 09:52
Borginni ókunnugt um asbest í Gufunesi
Borgaryfirvöldum var ekki kunnugt um að asbest væri í byggingu á svæði Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi sem Vinnueftirlitið stöðvaði framkvæmdir við í nóvember síðastliðnum. Þetta kemur í svari frá Reykjavíkurborg við fyrirspurn fréttastofu og að brugðist hafi verið við reglum samkvæmt.
19.04.2021 - 13:40
Lést í vinnuslysi þar sem reglur voru þverbrotnar
Öryggisreglum var ekki fylgt og verkferlar þverbrotnir við byggingu húss í Mosfellsbæ í fyrra þar sem einn lést og annar slasaðist alvarlega. Þetta er niðurstaða Vinnueftirlitsins. Mennirnir féllu niður átta metra á steypt gólf og annar lenti undir þungum plötum.
18.03.2021 - 21:20
Starfsfólki heimilt að miðla gögnum í góðri trú
Starfsfólki er heimilt að miðla gögnum innan úr fyrirtæki, hafi það atvinnurekanda grunaðan um brot á lögum eða aðra ámælisverða háttsemi, samkvæmt nýjum lögum um vernd uppljóstrara sem tóku gildi 1. janúar. Lögin voru samþykkt á Alþingi í maí.
11.01.2021 - 14:12
Vinnuvélaskírteini orðin stafræn
Nú geta handhafar vinnuvélaréttinda fengið stafræn vinnuvélaskírteini sem og stafræn ADR-skírteini sem veita réttindi til að flytja hættulegan farm. Skírteinin virka líkt og stafrænu ökuskírteinin sem tekin voru í gagnið 1. júlí.
24.11.2020 - 10:35
Rannsaka enn tildrög vinnuslyss að Sunnukrika
Rannsókn stendur enn yfir á vinnuslysi sem varð á byggingarsvæði við Sunnukrika í Mosfellsbæ 3. mars. Einn starfsmaður lést og annar slasaðist alvarlega þegar gólfplata í byggingunni féll og lenti á þeim. 
Ráðherra styður forstjóra Vinnueftirlitsins
Félagsmálaráðherra stendur með nýjum forstjóra Vinnueftirlitsins og segir ólguna þar innanhúss stafa af breytingum sem hún var skipuð til að ná í gegn. Nýr forstjóri hafi fullt umboð til að stokka upp hjá stofnuninni. Þótt breytingar geti haft í för með sér ólgu séu þær hollar.
04.11.2019 - 19:45
Telja aðstæður við húsbyggingu lífshættulegar
Vinnueftirlitið hefur bannað alla vinnu fyrirtækisins U2-bygg við Hraungötu 2 til 6 í Garðabæ. Eftirlitið mat aðstæður á vettvangi á þann veg að þær væru lífi og heilbrigði starfsmanna verulega hættulegar. Fyrirtækið má ekki hefja vinnu á ný fyrr en ýmsar úrbætur hafa verið gerðar.
27.02.2019 - 15:06
Viðtal
Sakna skattsins úr vinnustaðaeftirliti
Mjög slæmt er að skattayfirvöld taki ekki lengur þátt í vinnustaðaeftirliti með verkalýðsfélögum, að mati Adams Kára Helgasonar, vinnustaðaeftirlitsmanns hjá Rafiðnaðarsambandinu. Fyrir nokkrum árum hafi verkalýðsfélögin, ásamt Vinnueftirliti, Vinnumálastofnun og skattinum farið reglulega í heimsóknir á vinnustaði. Það eftirlit hafi verið mun skilvirkara en það er í dag.
Útlit fyrir að starfsmenn svæfu á verkstað
Vinnueftirlitið bannaði fyrir helgi vinnu á byggingarsvæði við Vesturberg 195 í Breiðholti þar sem fyrirtækið Fylkir ehf er með framkvæmd. Ákvörðunin var birt á vef eftirlitsins í dag. Í skýrslu þess segir að merki hafi verið um að starfsmenn svæfu og hefðust við á verkstað, þá hafi veigamikil atriði varðandi aðbúnað og öryggi starfsmanna verið í ólagi.
17.12.2018 - 13:16
Fréttaskýring
Dæmigert að öryggismál séu í ólagi
Ófrágengnir vinnupallar, lausir stigar og teinar fyrir neðan sem gætu rekið menn á hol, falli þeir af pöllunum. Þetta er sýn sem blasir oft við eftirlitsmönnum vinnueftirlitsins. Stofnunin stöðvaði nýlega vinnu á tveimur byggingarsvæðum í Reykjavík vegna skorts á fallvörnum. Spegillinn fékk að slást í för með starfsmönnum Vinnueftirlitsins og skoða með þeim aðstæður á framkvæmdasvæðum í Úlfarsárdal.
12.09.2018 - 16:30
Stöðvaði ólöglegt asbestniðurrif á Akureyri
Vinnueftirlitið stöðvaði framkvæmdir við Eyrarveg á Akureyri vegna óleyfilegs niðurrifs á asbesti. Þetta kom í ljós við heimsókn eftirlitsins en leyfi var veitt aftur nokkrum dögum seinna eftir að húseigandi hafði fengið viðurkenndan aðila til verksins.
10.08.2018 - 16:02
Vinnuslys algengust meðal lögreglumanna
Lögreglumenn eru sú starfsstétt sem oftast lendir í vinnuslysum hér á landi. Þeir slasast tíu til tólf sinnum oftar en byggingaverkamenn. Árið 2010 voru skráð 44 vinnuslys hjá lögreglumönnum á hverja þúsund starfandi. Fimm árum síðar voru þau 164 á einu ári, sé miðað við hverja þúsund í lögreglunni.
26.07.2018 - 12:22
Fimmtán ára lenti í pressugámi
Fimmtán ára starfsmaður Gámaþjónustu Norðurlands ehf slasaðist þegar hann vann við pressugám á Réttarhvammi á Akureyri og lenti ofan í gámnum. Þetta segir í frétt á vef Vinnueftirlitsins. Aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi starfsmanna hafi ekki verið í samræmi við lög og reglur þegar Vinnueftirlitið heimsótti Gámaþjónustu Norðurlands í eftirlitsheimsókn.
23.07.2018 - 19:52
Reglugerð bannar kynlaus klósett hjá borginni
Áform mannréttindaráðs borgarinnar um að koma upp ókyngreindri salernisaðstöðu í stjórnsýsluhúsum Reykjavíkurborgar brjóta gegn reglugerð um húsnæði vinnustaða. Kristinn Tómasson, yfirlæknir vinnueftirlitsins, telur að borgin geti ekki látið verða af þessum framkvæmdum nema reglunum verði breytt. 
Úrskurðuð gjaldþrota stuttu eftir dagsektir
Fiskiðjan Bylgja hf. í Ólafsvík var úrskurðuð gjaldþrota 5. mars síðast liðinn sama dag og Vinnueftirlitið tilkynnti á heimasíðu sinni að lagðar hefðu verið dagsektir á fyrirtækið vegna vanrækslu.
16.03.2018 - 16:03
Sekta Ion hotel á Nesjavöllum
Vinnueftirlitið leggur nú dagsektir á fyrirtækið Ion Hotel ehf. á Nesjavöllum við Þingvallavatn fyrir vanrækslu. Handrið vantar við tröppur á einum stað á hótelinu. Samkvæmt upplýsingum frá hótelinu verður það komið upp í næstu viku.
15.03.2018 - 16:23
Fréttaskýring
Einelti: Karlar og konur nær jafnoft gerendur
Síðastliðin þrjú ár hafa Vinnueftirlitinu borist 55 kvartanir vegna eineltismála, þar af 16 á þessu ári. Sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu segir fæst þessara mála leysast farsællega. Nokkur mál, þar sem gerendur eða meintir gerendur eru nafngreindir, hafa ratað í fjölmiðla síðastliðin ár. Athygli vekur að í flestum þessara mála virðast gerendur eða meintir gerendur vera kvenkyns. Kynjahlutföll gerenda í þeim kvörtunum sem berast Vinnueftirlitinu eru aftur á móti frekar jöfn.
21.12.2017 - 17:09