Færslur: Vindmyllur

Spegillinn
Norskur vindmyllugarður í eigu félags á Kaymaneyjum
Rannsóknir fréttamanna á norsku sjónvarpsstöðinni TV2 sýna að næst stærsti vindmyllugarður Noregs er í eigu félags sem skráð er á Cayman-eyjum í Karíbahafi. Eigendur garðsins hafa ekki greitt krónu í fyrirtækjaskatt. Hins vegar hafa umtalsverðar upphæðir runnið til félagsins í Karíbahafinu í formi vaxtagreiðslna.
27.11.2019 - 09:53
 · Erlent · Vindmyllur · Vindorka
Tilboð um vindmyllur í Færeyjum samþykkt
Orka, færeyska raforkustofnunin, samþykkti í dag tilboð dótturfélags Skeljungs í Færeyjum, P/F Magn, um uppbyggingu og rekstur vindmylla á landsvæði sem kallast Flatnahagi í Færeyjum. Dótturfyrirtæki Skeljungs lagði tilboðið inn fyrir hönd óstofnaðs félags, að því er fram kemur í tilkynningu Skeljungs til Kauphallar Íslands.
03.10.2019 - 14:51
Viðtal
„Vindorkan ekki aðkallandi hér á landi“
Ketill Sigurjónsson, framkvæmdastjóri vindorkufyrirtækisins Zephyr Iceland segir að áhuginn á að virkja vindorku hér á landi stafi fyrst og fremst af því að kostnaður hafi lækkað mikið á síðustu árum. Auður Önnu Magnúsardóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir að virkjun vindorku sé ekki eins aðkallandi hér eins og víða annars staðar. Rætt var við Ketil og Auði í Speglinum.
15.08.2019 - 10:04
Fréttaskýring
Óvissa um vindmylluvæðingu
Orkumálastjóri segir að erfitt sé að sjá fyrir sér að hér verði reist vindorkuver á næstu tíu árum ef þau verða að fara í gegnum rammaáætlun. Sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir að sennilega sé óráð að setja minni vindorkuver í rammaáætlun. Með góðu regluverki og leiðbeiningum geti sveitarfélögin sjálf tekið ákvörðun um uppbyggingu vindorkuvera.
12.08.2019 - 17:00
 · Vindmyllur · Innlent · Vindorka
Segir óraunhæft að reisa báða vindmyllugarðana
Ekki er raunhæft að reisa vindmyllugarð bæði í Garpsdal við Gilsfjörð og í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð, segir Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og sérfræðingur í orkumálum, sem var gestur í Samfélaginu á Rás 1 í dag. Vindmyllugarðarnir séu nánast á sama svæðinu og um það liggur aðeins ein rafmagnslína, háspennulína Landsnets.
24.04.2019 - 15:00
Ekki vindmyllur í Þorlákshöfn
Sveitarfélagið Ölfus vill ekki að setja upp vindmyllugarð í landi Þorlákshafnar. Fyrirtækið Arctic Hydro óskaði eftir samningi við sveitarfélagið í febrúar um rannsóknar- og nýtingarleyfi fyrir vindorkugarð um 4 kílómetrum vestan við Þorlákshöfn. Þar vildi fyrirtækið setja upp 20 vindmyllur. Bæjarstjórn Ölfuss hafnaði þessu samhljóða á fundi sínum fyrir helgi.
02.03.2016 - 16:43
Hætt við vindmyllugarð vegna fugla og fiska
Ekkert verður úr áformum um að byggja gríðarstóran vindmyllugarð undan vesturströnd Noregs. Vindmyllurnar hefðu framleitt græna raforku fyrir 30 til 35 þúsund heimili. Ekkert verður þó af því vegna umhverfissjónarmiða.
15.02.2016 - 20:46
Vilja reisa vindmyllur í Landeyjum
Eigendur tveggja jarða í Austur-Landeyjum hafa óskað eftir breytingum á aðalskipulagi í Rangárþingi eystra svo mæla megi vind og mögulega reisa vindmyllur í landi þeirra. Skipulagsnefnd sveitarfélagsins frestaði erindunum og vill bíða þess að framtíðarstefna verði mörkuð í nýtingu vindorku í landinu. Sveitarstjórn hefur staðfest þá niðurstöðu.
21.01.2016 - 17:42
Sjónræn áhrif Búrfellslundar yrðu verst
Neikvæðustu umhverfisáhrif 200 megavatta vindorkuvers við Búrfell yrðu sýnileiki þeirra, segir í frummatsskýrslu Landsvirkjunar um umhverfisáhrif. Samkvæmt henni yrðu áhrif á jarðmyndanir, gróður og fuglalíf hverfandi og áhrif á sveitarfélög á svæðinu jákvæð.
Vindmyllugarður á byrjunarreit
Sveitarstjóri Rangárþings ytra segir að undirbúningur að uppsetningu á tíu vindmyllum í Þykkvabæ sé á frumstigi. Íbúar í Þykkvabæ hafa lagt fram undirskriftir 50 íbúa og landeigenda, þar sem vindmyllum á svæðinu er mótmælt.
15.10.2015 - 15:56