Færslur: Vindmyllur

Spegillinn
Deilt um vindorku í Svíþjóð
Framleiðsla vindorkuvera hefur þrefaldast á síðustu fimm árum í Svíþjóð og á eftir að aukast enn, gangi áform stjórnvalda eftir. Langstærstur hluti af fjárfestingum í vindorkuverum, er erlendis frá og svo gæti farið að bæði rafmagnið og hagnaðurinn af framleiðslu þess, fari beint úr landi.
19.03.2022 - 08:04
Samar hafa betur gegn vindmyllugarði í Noregi
Hæstiréttur í Noregi úrskurðaði í gær að tveir vindmyllugarðar í Þrændalögum séu ólöglegir þar sem þeir skaði beitiland hreindýra. Andreas Bronner, lögmaður hirðingja af ættum Sama segir að þar með hljóti að verða ólöglegt að halda starfsemi vindmyllanna gangandi.
12.10.2021 - 05:47
Kanna viðhorf til vindorkugarðs
Fyrirhugað er að gera viðhorfskönnun meðal íbúa Norðurþings til að kanna áhuga þeirra á að reistur yrði vindorkugarður á Hólaheiði. Margir íbúar hafa lýst efasemdum um framkvæmdina.
22.07.2021 - 11:20
Vilja reisa allt að 40 vindmyllur á Melrakkasléttu
Fyrirtækið Quair Iceland hefur í hyggju að reisa vindorkuver á Hólaheiði við Kópasker. Forsendur þess er að aðalskipulagi Norðurþings verði breytt þannig að umrætt land verði skilgreint sem iðnaðarsvæði en ekki landbúnaðarsvæði eins og nú er.
23.06.2021 - 09:39
Orkuskipti hefjast í Grímsey
Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að tvær vindmyllur verði reistar í Grímsey í sumar. Þetta er tilraunaverkefni sem er fyrsta skref í átt til þess að Grímseyingar noti eingöngu rafmagn frá grænum orkugjöfum. Í Grímsey kemur öll orka frá díselrafstöðum. Lengi hefur verið rætt um hvernig hægt sé að finna umhverfisvænni leiðir sem einnig væru fjárhagslega hagstæðari, en olíubrennslan er mjög kostnaðarsöm.
15.06.2021 - 09:48
Regluverk um vindmyllur sanngjarnt og skilvirkt
Umhverfis- og auðlindaráðherra segir að nýtt regluverk um nýtingu vindorku sé bæði skilvirkt og sanngjarnt. Það þjóni bæði hagsmunum verndar og nýtingar. Samkvæmt drögum að frumvarpi og þingsályktunartillögu sem kynnt hafa verið í samráðsgátt stjórnvalda er lagt til að landinu verði skipt í þrjá hluta.
Spegillinn
Lög og reglur settar um vindmylluver
Umhverfisráðherra hefur kynnt tillögur um reglur sem eiga að gilda um uppbyggingu vindorku á Íslandi. Samkvæmt þeim er landinu skipt í þrjú svæði; svæði þar sem alfarið verður bannað að reisa vindorkuver, svæði þar sem ákveðnar hömlur verða settar á leyfi fyrir vindmyllur og loks svæði þar sem heimilt verður að virkja vindorku með samþykki viðkomandi sveitarfélags. Samorka segir að tillögurnar séu skref í rétta átt en það þurfi þó að breyta þeim. Framkvæmdastjóri vindmyllufyrirtækis segir að ums
Óttast sjónmengun og vilja íbúafund um vindmyllugarð
Skipulags- og umhverfisráð Húnaþings vestra vill að haldinn verði íbúafundur í sveitarfélaginu vegna áforma um vindorkuver á Laxárdalsheiði. Verði af áformunum rísa þar á annan tug vindmylla sem sjást í allt að 40 kílómetra fjarlægð.
11.01.2021 - 11:43
Spegillinn
Enn ríkir óvissa um afgreiðslu vindorkuvera
Þó að lagðar hafi verið fram á fjórða tug umsókna um vindorkuver víðs vegar um landið ríkir enn óvissa um hvernig eigi að afgreiða þær. Orkustofnun leggst gegn því að vindorkuver heyri lög um rammaáætlun.
09.11.2020 - 17:00
Myndskeið
Vilja reisa risastórar vindmyllur á Mosfellsheiði
Fjölmargar allt að 200 metra háar vindmyllur gætu risið á Mosfellsheiði innan fárra ára, verði hugmyndir norsks fyrirtækis að veruleika. Kostnaður nemur tugum milljarða. Umverfismat er í undirbúningi og Skipulagsstofnun hefur fengið margar athugasemdir.
Færeyingar stefna að vindorkuveri fyrir 2025
Búist er við að fyrsta vindorkuverið í hafinu við Færeyjar verði tilbúið til notkunar undir lok árs 2025.
18.09.2020 - 03:20
Spegillinn
Norskur vindmyllugarður í eigu félags á Kaymaneyjum
Rannsóknir fréttamanna á norsku sjónvarpsstöðinni TV2 sýna að næst stærsti vindmyllugarður Noregs er í eigu félags sem skráð er á Cayman-eyjum í Karíbahafi. Eigendur garðsins hafa ekki greitt krónu í fyrirtækjaskatt. Hins vegar hafa umtalsverðar upphæðir runnið til félagsins í Karíbahafinu í formi vaxtagreiðslna.
27.11.2019 - 09:53
 · Erlent · Vindmyllur · Vindorka
Tilboð um vindmyllur í Færeyjum samþykkt
Orka, færeyska raforkustofnunin, samþykkti í dag tilboð dótturfélags Skeljungs í Færeyjum, P/F Magn, um uppbyggingu og rekstur vindmylla á landsvæði sem kallast Flatnahagi í Færeyjum. Dótturfyrirtæki Skeljungs lagði tilboðið inn fyrir hönd óstofnaðs félags, að því er fram kemur í tilkynningu Skeljungs til Kauphallar Íslands.
03.10.2019 - 14:51
Viðtal
„Vindorkan ekki aðkallandi hér á landi“
Ketill Sigurjónsson, framkvæmdastjóri vindorkufyrirtækisins Zephyr Iceland segir að áhuginn á að virkja vindorku hér á landi stafi fyrst og fremst af því að kostnaður hafi lækkað mikið á síðustu árum. Auður Önnu Magnúsardóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir að virkjun vindorku sé ekki eins aðkallandi hér eins og víða annars staðar. Rætt var við Ketil og Auði í Speglinum.
15.08.2019 - 10:04
Fréttaskýring
Óvissa um vindmylluvæðingu
Orkumálastjóri segir að erfitt sé að sjá fyrir sér að hér verði reist vindorkuver á næstu tíu árum ef þau verða að fara í gegnum rammaáætlun. Sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir að sennilega sé óráð að setja minni vindorkuver í rammaáætlun. Með góðu regluverki og leiðbeiningum geti sveitarfélögin sjálf tekið ákvörðun um uppbyggingu vindorkuvera.
12.08.2019 - 17:00
 · Vindmyllur · Innlent · Vindorka
Segir óraunhæft að reisa báða vindmyllugarðana
Ekki er raunhæft að reisa vindmyllugarð bæði í Garpsdal við Gilsfjörð og í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð, segir Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og sérfræðingur í orkumálum, sem var gestur í Samfélaginu á Rás 1 í dag. Vindmyllugarðarnir séu nánast á sama svæðinu og um það liggur aðeins ein rafmagnslína, háspennulína Landsnets.
24.04.2019 - 15:00
Ekki vindmyllur í Þorlákshöfn
Sveitarfélagið Ölfus vill ekki að setja upp vindmyllugarð í landi Þorlákshafnar. Fyrirtækið Arctic Hydro óskaði eftir samningi við sveitarfélagið í febrúar um rannsóknar- og nýtingarleyfi fyrir vindorkugarð um 4 kílómetrum vestan við Þorlákshöfn. Þar vildi fyrirtækið setja upp 20 vindmyllur. Bæjarstjórn Ölfuss hafnaði þessu samhljóða á fundi sínum fyrir helgi.
02.03.2016 - 16:43
Hætt við vindmyllugarð vegna fugla og fiska
Ekkert verður úr áformum um að byggja gríðarstóran vindmyllugarð undan vesturströnd Noregs. Vindmyllurnar hefðu framleitt græna raforku fyrir 30 til 35 þúsund heimili. Ekkert verður þó af því vegna umhverfissjónarmiða.
15.02.2016 - 20:46
Vilja reisa vindmyllur í Landeyjum
Eigendur tveggja jarða í Austur-Landeyjum hafa óskað eftir breytingum á aðalskipulagi í Rangárþingi eystra svo mæla megi vind og mögulega reisa vindmyllur í landi þeirra. Skipulagsnefnd sveitarfélagsins frestaði erindunum og vill bíða þess að framtíðarstefna verði mörkuð í nýtingu vindorku í landinu. Sveitarstjórn hefur staðfest þá niðurstöðu.
21.01.2016 - 17:42
Sjónræn áhrif Búrfellslundar yrðu verst
Neikvæðustu umhverfisáhrif 200 megavatta vindorkuvers við Búrfell yrðu sýnileiki þeirra, segir í frummatsskýrslu Landsvirkjunar um umhverfisáhrif. Samkvæmt henni yrðu áhrif á jarðmyndanir, gróður og fuglalíf hverfandi og áhrif á sveitarfélög á svæðinu jákvæð.
Vindmyllugarður á byrjunarreit
Sveitarstjóri Rangárþings ytra segir að undirbúningur að uppsetningu á tíu vindmyllum í Þykkvabæ sé á frumstigi. Íbúar í Þykkvabæ hafa lagt fram undirskriftir 50 íbúa og landeigenda, þar sem vindmyllum á svæðinu er mótmælt.
15.10.2015 - 15:56