Færslur: Vínbúðin

Vilja svör um lögmæti vefverslunar með áfengi
Félag atvinnurekenda hefur sent fjármála- og efnahagsráðuneytinu erindi, þar sem farið er fram á skýr svör ráðuneytisins um lögmæti vefverslunar með áfengi. Innan vébanda FA eru aðilar sem hafa hug á að hasla sér völl á þessum markaði.
12.08.2021 - 15:13
Metsala áfengis á einni viku
Aldrei hefur selst jafn mikið magn áfengis í Vínbúðunum á einni viku eins og í síðustu viku, í aðdraganda verslunarmannahelgar. Heildarsalan í júlí var líka met fyrir einn mánuð fyrr og síðar.
04.08.2021 - 07:52
Krefst afsökunarbeiðni frá forstjóra ÁTVR
Arnar Sigurðsson, eigandi Santee hf og Santewines, hefur sent Ívari Arndal, forstjóra ÁTVR, bréf þar sem þess er krafist að kærur ÁTVR til lögreglu á hendur Sante séu tafarlaust dregnar til baka og afsökunarbeiðni birt með heilsíðuauglýsingum í Morgunblaðinu, Viðskiptablaðinu og Fréttablaðinu ásamt vefborðum sem birtir séu í eina viku á vefsíðum mbl.is og Vísis.is.
19.07.2021 - 14:22
Steðji skorar á Alþingi að hysja upp um sig
Brugghúsi Steðja hefur enn ekki borist stefna vegna vefverslunar sinnar með bjór sem þar er bruggaður, þó svo ÁTVR hafi tilkynnt sýslumanninum á Vesturlandi um meint lögbrot Brugghúss Steðja ehf. með smásölu áfengis í vefverslunum.
19.07.2021 - 11:16
Kastljós
Fjórðungi ódýrara áfengi en hjá ÁTVR
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins tilkynnti í gær til sýslumanns þá skoðun að áfengissalinn Arnar Sigurðsson væri að brjóta lög með vefsölu sinni á áfengi. Arnar telur sig aftur á móti hafa fundið leið framhjá ÁTVR og selur áfengi samdægurs af lager sem hann heldur á Íslandi, á meðan fyrirtækið er skráð í Frakklandi og flokkast því sem erlend netverslun.