Færslur: vín

Ástralir og Kínverjar takast á um tolla á innflutt vín
Stjórnvöld í Ástralíu hafa lagt fram formlega kvörtun til Alþjóða-viðskiptastofnunarinnar vegna tolls sem Kínverjar leggja á innflutt vín til að hindra að þau verði seld á lægra verði en í framleiðslulandinu.
19.06.2021 - 00:20
Kastljós
Fjórðungi ódýrara áfengi en hjá ÁTVR
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins tilkynnti í gær til sýslumanns þá skoðun að áfengissalinn Arnar Sigurðsson væri að brjóta lög með vefsölu sinni á áfengi. Arnar telur sig aftur á móti hafa fundið leið framhjá ÁTVR og selur áfengi samdægurs af lager sem hann heldur á Íslandi, á meðan fyrirtækið er skráð í Frakklandi og flokkast því sem erlend netverslun. 
Kampavínsbændur í krísu
Vínbændur og -framleiðendur í franska héraðinu Champagne hafa farið verr út úr COVID-19 faraldrinum en margir kollegar þeirra annars staðar, enda færri tilefni á þessum farsóttartímum til að skála í freyðandi gullnu einkennisvíni héraðsins, kampavíninu, en venja er til. Brúðkaupum og afmælisveislum er frestað unnvörpum um heim allan, veitingastaðir hafa verið meira og minna lokaðir mánuðum saman jafnt austan hafs sem vestan og kampavínssalan minnkað eftir því.
05.08.2020 - 05:39
Skemmtanahald ekki lengur bannað yfir jólin
Í gær var greint frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnti á reglur um skemmtanahald yfir hátíðirnar. Allt skemmtanahald væri bannað frá kl. 18 á aðfangadag til kl. sex að morgni annars dags jóla. Lögum um frið vegna helgihalds var breytt í sumar og þessar reglur ekki lengur í gildi.
19.12.2019 - 08:18
Þriðjungur hefur prófað kannabis
Þriðjungur svarenda í nýrri könnun Maskínu hefur neytt eða prófað kannabis eða gras. Helmingur fólks á aldrinum 18 ára til 29 ára hefur neytt eða prófað kannabis. Nærri níu af hverjum tíu, eða um 87 prósent, telja kannabis skaðlegt heilsu og um helmingur telur efnið mjög skaðlegt. Rúmlega tólf prósent telja að kannabis sé ekki skaðlegt. 
18.09.2019 - 07:05
Kampavínssala nálgast metárið 2007
Það sem af er ári hefur ÁTVR selt rúmlega 14 þúsund lítra af kampavíni og stefnir hraðbyr að sölutölum ársins 2007, en það ár seldust tæpir 16 þúsund lítrar, eða 22 þúsund flöskur. Því gæti sölumetið frá 2007 verið í hættu.
05.07.2019 - 21:00
Wes Anderson og snjáldurmúsamúmían
Nýjasta verkefni leikstjórans Wes Andersons hefur vakið mikla athygli. Sýningin „Snjáldurmúsamúmían og aðrar gersemar”, sem nú stendur yfir í Listasögusafni Vínarborgar, var sett saman af Anderson og eiginkonu hans, Juman Malouf, úr safneigninni sem telur um fjóra milljón muni frá fimm þúsund ára tímabili.
17.11.2018 - 07:44
Náttúruvín eru eins og pönk
Náttúruvín er nýjasta tíska meðal fagurkera sem vilja gera vel við sig í mat og drykk. Það hefur rutt sér til rúms á veitingahúsum Evrópu og Bandaríkjanna á undanförnum árum og er nú komið til Íslands.
20.06.2018 - 16:23
Bygging er ekki bara bygging
„Við getum haft áhrif á byggingar og þær geta haft áhrif á okkur.“ Aðalheiður Atladóttir arkitekt sagði Víðsjá frá verkunum sem breyttu lífi hennar.
02.02.2018 - 12:34