Færslur: vímuefnaakstur
Ökumaður grunaður um ölvun stakk af eftir umferðaróhapp
Lögreglu barst tilkynning um umferðaróhapp í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld. Ökumaðurinn, sem stakk af eftir óhappið, var handtekinn skömmu síðar. Hann er grunaður um ölvun við akstur og akstur mót einstefnu. Þá fór hann ekki að fyrirmælum lögreglu. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins.
24.11.2019 - 08:55
Í vímu á stolnum bíl með vistir
Þegar lögreglan á Suðurlandi stöðvaði bíl í Hveragerði í gærkvöld reyndust ökumaður og farþegi hans vera undir áhrifum vímuefna. Í ljós kom að bílnum hafði verið stolið á höfuðborgarsvæðinu. Í honum fundust fíkniefni og matvara sem talin er vera að minnsta kosti 200 þúsund króna virði.
04.01.2016 - 16:33