Færslur: Villt dýr

Erfitt að meta óbeinan kostnað þjóða við heimsfaraldur
Daði Már Kristófersson umhverfishagfræðingur, segir að rannsóknir þar sem reiknað er út hvernig þjóðir heims geti komið í veg fyrir heimsfaraldra eins og COVID-19 séu gríðarlega mikilvægar. En erfitt sé að meta raunverulegan kostnað af heimsfaröldrum. Samkvæmt nýrri greiningu sem sagt er frá í vísindatímaritinu Science má koma í veg fyrir heimsfaraldra ef þjóðir heims verðu um 22 milljörðum dollara á ári til að draga úr eyðingu skóga og viðskiptum með villt dýr.
Hægt að koma í veg fyrir heimsfaraldra eins og COVID-19
Hægt er að koma í veg fyrir heimsfaraldra eins og Covid-19 ef þjóðir heims kæmu sér saman um að draga úr eyðingu regnskóga og viðskiptum með villt dýr. Það kostar 22 milljarða dollara á ári. Þetta segir hópur alþjóðlegra vísindamanna sem birt hafa grein í vísindatímaritinu Science. Rætt er við einn úr hópnum dr. Aaron Bernstein, í Speglinum
19.08.2020 - 15:08
Gas- og olíuleit heimiluð norðanvert í Alaska
Trump-stjórnin heimilaði í dag borun eftir olíu og gasi á verndarsvæðinu Arctic National Wildlife Refuge, norðanvert í Alaska.
Ekki þarf veiðikort til músaveiða innandyra
Verði frumvarp um vernd, velferð og veiðar villtra fugla og spendýra að lögum verða allar veiðar á villtum fuglum og dýrum að vera sjálfbærar og lúta veiðistjórnun. Óheimilt verður að veiða ófleyga unga og ekki má veiða aðra fugla en lunda í háf.