Færslur: Vikurflutningar

Sjónvarpsfrétt
„Árið 2022 hljóta menn að hafa einhverjar aðrar leiðir“
„Árið 2022 hljóta menn að hafa einhverjar aðrar leiðir en þessar,” segir Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra um fyrirhugaða þungaflutninga á vikri á Suðurlandi. Hann leggst gegn áformunum og segir að það náist aldrei sátt um málið nema með öðrum útfærslum.  
17.08.2022 - 19:23
Þungaflutningar á Suðurlandi myndu aukast 30 prósent
Þungaflutningar um Suðurland myndu aukast um allt að þrjátíu prósent nái áform um umfangsmikla vikurflutninga frá Hafursey fram að ganga. Forstjóri Vegagerðarinnar segir að þessu fylgi gríðarlegt álag á vegakerfið og auki þörfina á að fara í gagngerar endurbætur. 
17.08.2022 - 14:06
Sjónvarpsfrétt
„Spyrjið Sigurð Inga hvað hann ætlar að gera í málinu“
Íbúar á Suðurlandi lýsa áhyggjum af fyrirhuguðum þungaflutningum á Suðurlandi samhliða stórfelldri námuvinnslu við Hafursey. Þeir óttast að vegakerfið þoli ekki álagið og kæra sig ekki um bílaflotann steinsnar frá heimili sínu.
16.08.2022 - 22:00
Sjónvarpsfrétt
Efast um að vegirnir þoli þungaflutningana
Sveitarstjórar á Suðurlandi leggjast gegn áformum um vikurflutninga um þjóðveginn í núverandi mynd. Þá efast þeir um að vegirnir þoli álagið. 
16.08.2022 - 20:26