Færslur: Víkingur Heiðar Ólafsson

Hildur og Víkingur taka á móti Opus-verðlaunum
Opus Klassik verðlaunin voru afhent í gær við hátíðlega athöfn í tónlistarhúsinu í Berlín. Víkingur Heiðar Ólafsson og Hildur Guðnadóttir veittu þar verðlaunum viðtöku.
Í BEINNI
Beethoven-veisla með Víkingi Heiðari
Í ár er þess minnst um allan heim að 250 ár eru liðin frá fæðingu Ludwigs van Beethovens.
Líður ekki endilega vel þegar maður spilar Beethoven
Víkingur Heiðar Ólafsson kemur fram á tónleikum helguðum Beethoven í Hörpu í kvöld. Þess er minnst að 250 ár eru liðin frá fæðingu tónskáldsins og eru tónleikarnir fluttir í beinni á RÚV og Rás 1.
Lætur allt flakka í útvarpsþætti á persónulegum nótum
„Þetta eru listamenn sem hafa haft mótandi áhrif á mig, alveg frá bærnæsku til dagsins í dag,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson um nýjan útvarpsþátt sinn á Rás 1 þar sem hann fjallar um átta píanista sem hafa hrifið hann í gegn um tíðina.
Hildur Guðna og Víkingur verðlaunuð í Þýskalandi
Víkingur Heiðar Ólafsson píanisti og tónskáldið Hildur Guðnadóttir hlutu verðlaun á þýsku verðlaunahátíðinni Opus Klassik sem tilkynnt var um í gær.
Lestarklefinn
Einlægnin kemur Víkingi upp fyrir fjöldann
Sumir píanistar geta spilað fallega en opna sig ekki, segir Edda Erlendsdóttir píanóleikari. Þar liggur munurinn á Víkingi Heiðari Ólafssyni og öðrum. „Hann er svo einlægur og þetta er hans hjartans mál.“
Víkingur verður vikulega í breska ríkisútvarpinu
Víkingi Heiðari Ólafssyni hefur verið boðið að vera staðarlistamaður í þættinum Front Row á BBC Radio 4 næstu vikurnar. Víkingur verður staðsettur í Hörpu.
15.04.2020 - 21:47
Fimm stjörnu Víkingur færir okkur gleði á ógnartímum
Ánægja og gleði, litadýrð, fegurð og fögnuður einkenna nýjasta hljómdisk Víkings Heiðars Ólafssonar, segir í fimm stjörnu dómi Geoffs Brown, gagnrýnanda breska blaðsins Times.
Víkingur Heiðar spilar í beinni á BBC 4 í kvöld
Víkingur Heiðar Ólafsson flytur lög af nýrri plötu sinni í beinni útsendingu á BBC 4 í kvöld.
Víðsjá
Býr til samtal sem aldrei varð
Í dag kemur út ný plata með leik Víkings Heiðars Ólafssonar sem heitir Debussy-Rameau. Verkin eru eftir impressjónistann Claude Debussy og barokkmanninn Jean-Philippe Rameau. Þessi tvö frönsku tónskáld eru vitanlega löngu látin en píanistinn lítur samt á þá sem samtímamenn sína í tónlist.
Víkingur Heiðar á forsíðu Gramophone
Víkingur Heiðar Ólafsson prýðir forsíðuna á nýjasta hefti stafrænnar útgáfu Gramophone, virtasta tímaritsins í heimi sígildrar tónlistar. Píanistinn ræðir um nýja plötu í ítarlegu viðtali við ritstjóra tímaritsins.
Daníel og Víkingur ljóma á tónleikum í Los Angeles
Gagnrýnandi Los Angeles Times fer fögrum orðum um tónleika Daníels Bjarnasonar og Víkings Heiðars Ólafssonar í Walt Disney tónleikahöllinni þar sem frumflutt var verk eftir Þuríði Jónsdóttur.
Klassík
Frá kreppu til gullaldar
Sinfóníuhljómsveit Íslands undirbýr nú ferðalag um þrjár leiðandi menningarborgir Þýskalands og Austurríkis. Ferðlagið hefst á mánudag en tónleikar kvöldsins í Hörpu verða í beinni útsendingu á Rás 1. Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason en Víkingur Heiðar Ólafsson leikur einleik í píanókonserti hans, Processions frá árinu 2009. Þeir félagar segja að margt hafi breyst í íslensku tónlistarlífi og þjóðlífi síðan þá.
Víkingur tónlistarmaður ársins hjá Gramophone
Víkingur Heiðar Ólafsson er tónlistarmaður ársins á verðlaunahátíð Gramophone í ár. Verðlaunin eru ein þau stærstu sem veitt eru fyrir klassíska tónlist.
Víkingur og Benedikt verðlaunaðir í Þýskalandi
Víkingur Heiðar Ólafsson píanisti og Benedikt Kristjánsson tenór hljóta verðlaun á þýsku verðlaunahátíðinni Opus Klassik.
Spyrjum að leikslokum
Við spyrjum að leikslokum sagði Víkingur Heiðar Ólafsson þegar enn voru eftir rúmir tveir sólarhringar í Reykjavik Midsummer tónlistarhátíðina 2019, sem við fylgjum af stað með því að kynna okkur eilitíð dagskrána sem boðið er uppá að þessu sinni.
Lítil hátíð stórra hugmynda
Reykjavík Midsummer Music, tónlistarhátíð Víkings Heiðars Ólafssonar, hefst í Hörpu í dag og stendur yfir helgina. Þetta er í sjöunda sinn sem hátíðin er haldin og er hún sú stærsta og metnaðarfyllsta til þessa.
Viðtal
„Ég er vandræðalega spenntur fyrir þessu“
Tónlistarhátíðin Reykjavík Midsummer Music verður í Hörpu um þarnæstu helgi, 20.-23. júní. Víkingur Heiðar Ólafsson er listrænn stjórnandi hátíðarinnar og iðar í skinninu yfir því sem koma skal. „Ég hef aldrei gert þetta á þessum skala.“
Meira snobb í Rolling Stones en klassíkinni
„Við erum að upplifa gullöld klassískrar tónlistar,“ segir píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson í víðfeðmu viðtali við breska stórblaðið Guardian í tilefni af útkomu endurhljóðblöndunarplötunnar Bach Reworks (Pt. 2).
Tónleikar
Víkingur Heiðar leikur Bach
Upptaka frá útgáfutónleikum Víkings Heiðars Ólafssonar í Eldborg í Hörpu haustið 2018 sem helgaðir voru verkum Johanns Sebastians Bachs.
Víkingur fær tvenn verðlaun frá BBC
Víkingur Heiðar Ólafsson vann tvenn verðlaun tónlistartímarits BBC fyrir plötu sína sem inniheldur flutning hans á tónverkum eftir Johann Sebastian Bach. Annars vegar fyrir hljóðfæraleiksplötu ársins og hinsvegar fyrir plötu ársins þvert á flokka. Valið á vinn­ings­haf­anum var þar í hönd­um dóm­nefnd­ar á veg­um tón­list­ar­tíma­rits­ins.
10.04.2019 - 22:19
Anna og Víkingur í Berlínarfílharmóníunni
Berlínarfílharmónían flytur tónverkið Metacosmos eftir Önnu Þorvaldsdóttur á þrennum tónleikum í janúar. Um er að ræða Evrópufrumflutning á verkinu og er þetta í annað sinn sem sveitin flytur verk eftir íslenskt tónskáld. Víkingur Heiðar Ólafsson lætur einnig að sér kveða en hann heldur einleikstónleika í Fílharmóníunni á þriðjudag.
Tónlistartímarit BBC tilnefnir Víking Heiðar
Hljómplata Víkings Heiðars Ólafssonar, þar sem hann flytur tónverk eftir Bach, er tilnefnd til verðlauna tónlistartímarits BBC. Platan kom út í fyrra hjá stórútgáfunni Deutsche Grammophon og hefur fengið mikið lof gagnrýnenda.
Tónlist Bachs er stærri en hann sjálfur
Önnur plata Víkings Heiðars Ólafssonar píanóleikara á vegum stórútgáfunnar Deutsche Grammophon kom út á dögunum en þar leikur hann verk eftir Johann Sebastian Bach.
Bach fyrir nútíð og framtíð
Í síðustu viku kom út ný hljóðritun þar sem Víkingur Heiðar Ólafsson leikur hljómborðstónlist Johanns Sebastian Bach og útsetningar á verkum hans. Víkingur mun leika tónlist Bachs víða um heim á næstu mánuðum auk þess sem endurhljóðblandanir á verkunum eru í undirbúningi með fulltingi hóps listamanna.