Færslur: Víkingur Heiðar Ólafsson

Myndskeið
Tíu ár frá opnunartónleikum Sinfóníunnar í Hörpu
Þann 4. maí eru liðin 10 ár frá því Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt opnunartónleika í Hörpu undir stjórn Vladimirs Ashkenazy heiðursstjórnanda hljómsveitarinnar. Tónleikarnir voru söguleg stund í íslensku tónlistarlífi.
Viðtal
Heyrir oft í símanum: „Pabbi koma heim“
„Ekkert af mínum ævintýrum, hvorki í tónlistinni né lífinu, væri mögulegt án Höllu,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson um eiginkonu sína Höllu Oddnýju Magnúsdóttur, viðburða- og skipulagsstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem á stóran þátt í sköpunarferli hans og ákvörðunum. Saman eiga þau tveggja ára dreng og það er annar á leiðinni í vor. Víkingur hefur atvinnu af því að ferðast um heiminn og spila á tónleikum en fagnar því að geta nú stýrt tíma sínum betur og verið með fjölskyldunni.
Viðtal
Flygillinn í Hörpu of gamall fyrir einleikstónleika
Tónleikar með Víkingi Heiðari Ólafssyni verða ekki mikið fleiri í Hörpu ef ekki verður keyptur nýr flygill í tónlistarhúsið. Píanistinn segir að hljóðfærið sé komið á aldur og beri ekki einleikstónleika lengur. „Tæknibúnaðurinn er endurnýjaður, ljósin eru endurnýjuð, allt er endurnýjað en flygillinn á bara að vera þarna í 40 ár. Það er náttúrulega bara fáránlegt.“
Víkingur og Glass
„Þetta var ólíkt öllu sem ég hafði áður heyrt“
Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari gleymir því seint þegar hann fyrst heyrði tónlist Philips Glass, sem er eitt mesta núlifandi tónskáld heims. Hann var þrettán ára gamall og á hraðbraut í fjölskyldufríi í Frakklandi að jagast við systur sínar. Í dag þekkjast þeir Glass vel.
Viðtal
Kveikjan var drungalegt tónverk eftir morðingja
Ragnar Jónasson og Víkingur Heiðar Ólafsson skrifuðu saman glæpasmásögu sem til stendur að gefa út fyrir jól. „Ég held að Víkingur hafi gaman af því að prófa nýja listgrein,“ segir Ragnar um félaga sinn.
Myndskeið
Þarf að vera einn á hótelherbergi í Tókýó um jólin
Tómir flugvellir, tengiflug, sýnatökur og sóttkvíar einkenna líf þeirra sem þurfa að ferðast vegna vinnu. Flug falla niður og því þarf þekktasti píanóleikari landsins að verja jólum einn á hótelherbergi í Japan.
Hinar átta píanógoðsagnir Víkings Heiðars
Það reyndist Víkingi Heiðari Ólafssyni píanóleikara þrautin þyngri að velja átta kollega sína úr upptökusögu hljóðfærisins til að fjalla um í nýlegri þáttaröð hans, Píanógoðsögnum á Rás 1.
Heimilistónar Víkings á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs
Víkingur Heiðar Ólafsson bauð áhorfendum verðlaunahátíðar Norðurlandaráðs í heimsókn og spilaði eigin umritun á kafla úr óperu eftir Jean-Philippe Rameau, Listin og stundirnar.
Hildur og Víkingur taka á móti Opus-verðlaunum
Opus Klassik verðlaunin voru afhent í gær við hátíðlega athöfn í tónlistarhúsinu í Berlín. Víkingur Heiðar Ólafsson og Hildur Guðnadóttir veittu þar verðlaunum viðtöku.
Í BEINNI
Beethoven-veisla með Víkingi Heiðari
Í ár er þess minnst um allan heim að 250 ár eru liðin frá fæðingu Ludwigs van Beethovens.
Líður ekki endilega vel þegar maður spilar Beethoven
Víkingur Heiðar Ólafsson kemur fram á tónleikum helguðum Beethoven í Hörpu í kvöld. Þess er minnst að 250 ár eru liðin frá fæðingu tónskáldsins og eru tónleikarnir fluttir í beinni á RÚV og Rás 1.
Lætur allt flakka í útvarpsþætti á persónulegum nótum
„Þetta eru listamenn sem hafa haft mótandi áhrif á mig, alveg frá bærnæsku til dagsins í dag,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson um nýjan útvarpsþátt sinn á Rás 1 þar sem hann fjallar um átta píanista sem hafa hrifið hann í gegn um tíðina.
Hildur Guðna og Víkingur verðlaunuð í Þýskalandi
Víkingur Heiðar Ólafsson píanisti og tónskáldið Hildur Guðnadóttir hlutu verðlaun á þýsku verðlaunahátíðinni Opus Klassik sem tilkynnt var um í gær.
Lestarklefinn
Einlægnin kemur Víkingi upp fyrir fjöldann
Sumir píanistar geta spilað fallega en opna sig ekki, segir Edda Erlendsdóttir píanóleikari. Þar liggur munurinn á Víkingi Heiðari Ólafssyni og öðrum. „Hann er svo einlægur og þetta er hans hjartans mál.“
Víkingur verður vikulega í breska ríkisútvarpinu
Víkingi Heiðari Ólafssyni hefur verið boðið að vera staðarlistamaður í þættinum Front Row á BBC Radio 4 næstu vikurnar. Víkingur verður staðsettur í Hörpu.
15.04.2020 - 21:47
Fimm stjörnu Víkingur færir okkur gleði á ógnartímum
Ánægja og gleði, litadýrð, fegurð og fögnuður einkenna nýjasta hljómdisk Víkings Heiðars Ólafssonar, segir í fimm stjörnu dómi Geoffs Brown, gagnrýnanda breska blaðsins Times.
Víkingur Heiðar spilar í beinni á BBC 4 í kvöld
Víkingur Heiðar Ólafsson flytur lög af nýrri plötu sinni í beinni útsendingu á BBC 4 í kvöld.
Víðsjá
Býr til samtal sem aldrei varð
Í dag kemur út ný plata með leik Víkings Heiðars Ólafssonar sem heitir Debussy-Rameau. Verkin eru eftir impressjónistann Claude Debussy og barokkmanninn Jean-Philippe Rameau. Þessi tvö frönsku tónskáld eru vitanlega löngu látin en píanistinn lítur samt á þá sem samtímamenn sína í tónlist.
Víkingur Heiðar á forsíðu Gramophone
Víkingur Heiðar Ólafsson prýðir forsíðuna á nýjasta hefti stafrænnar útgáfu Gramophone, virtasta tímaritsins í heimi sígildrar tónlistar. Píanistinn ræðir um nýja plötu í ítarlegu viðtali við ritstjóra tímaritsins.
Daníel og Víkingur ljóma á tónleikum í Los Angeles
Gagnrýnandi Los Angeles Times fer fögrum orðum um tónleika Daníels Bjarnasonar og Víkings Heiðars Ólafssonar í Walt Disney tónleikahöllinni þar sem frumflutt var verk eftir Þuríði Jónsdóttur.
Klassík
Frá kreppu til gullaldar
Sinfóníuhljómsveit Íslands undirbýr nú ferðalag um þrjár leiðandi menningarborgir Þýskalands og Austurríkis. Ferðlagið hefst á mánudag en tónleikar kvöldsins í Hörpu verða í beinni útsendingu á Rás 1. Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason en Víkingur Heiðar Ólafsson leikur einleik í píanókonserti hans, Processions frá árinu 2009. Þeir félagar segja að margt hafi breyst í íslensku tónlistarlífi og þjóðlífi síðan þá.
Víkingur tónlistarmaður ársins hjá Gramophone
Víkingur Heiðar Ólafsson er tónlistarmaður ársins á verðlaunahátíð Gramophone í ár. Verðlaunin eru ein þau stærstu sem veitt eru fyrir klassíska tónlist.
Víkingur og Benedikt verðlaunaðir í Þýskalandi
Víkingur Heiðar Ólafsson píanisti og Benedikt Kristjánsson tenór hljóta verðlaun á þýsku verðlaunahátíðinni Opus Klassik.
Spyrjum að leikslokum
Við spyrjum að leikslokum sagði Víkingur Heiðar Ólafsson þegar enn voru eftir rúmir tveir sólarhringar í Reykjavik Midsummer tónlistarhátíðina 2019, sem við fylgjum af stað með því að kynna okkur eilitíð dagskrána sem boðið er uppá að þessu sinni.
Lítil hátíð stórra hugmynda
Reykjavík Midsummer Music, tónlistarhátíð Víkings Heiðars Ólafssonar, hefst í Hörpu í dag og stendur yfir helgina. Þetta er í sjöunda sinn sem hátíðin er haldin og er hún sú stærsta og metnaðarfyllsta til þessa.