Færslur: vikan

Sigríður Andersen treysti Sigríði Andersen
Nýtt ár, sami jakki, önnur vika og Brynjar byrjaður aftur á Facebook. Atli Fannar opnar með dúndur fréttaskýringu á fyrstu vikum nýja ársins. Hann kemur inná moldarblandað vatn, afstöðu Sigríðar Andersen á mál Sigríðar Andersen og framboð Viðar Guðjohnsens.
02.02.2018 - 21:45
15 ára frumflytur lag – Vikan með Gísla
Kári Egilsson er 15 ára gamall tónlistarnemandi, sem frumflutti lag sem hann samdi í Vikunni með Gísla Marteini. Lagið heitir Frostnótt í Reykjavík.
15.12.2017 - 22:56
Berglind Festival og jólagluggarnir
Það er fátt jólalegra en mandarínur, jólasveinar og að labba niður Laugarveginn að skoða jólaglugga. Berglind Festival fékk til tvo hæfustu dómarana með sér í lið til þess að finna flottasta jólagluggann á Laugarveginum.
15.12.2017 - 22:21
Fréttir Vikunnar með Atla Fannari
Að sögn Atla Fannars kemst hann ekki í jólaskapið fyrr en fólk byrjar að þræta um kirkju heimsóknir grunnskólabarna, en hann fjallar einmitt um það, 550 milljón krósa bónusa og stefnuræðu forsætisráðherra.
15.12.2017 - 22:00
Magga Stína - Eitt lítið jólalag
Magga Stína flytur töfrandi útgáfu af laginu Eitt lítið jólalag ásamt frábærum tónlistarmönnum #sitar
08.12.2017 - 22:38
Berglind Festival og jólaslagararnir
Hver er Jón á Völlunum? Afhverju fékk hann bók og hún nál og tvinna? Hversvegna eru jólalagatextar svona skrýtnir? Þessum spurningum var svarað af viðmælendum Berglindar sem eru í þetta skipti frægustu jólalaga söngvarar, fræðarar og spilarar landsins.
08.12.2017 - 22:35
Það verða aðrir að svara fyrir það
Atli fer yfir fréttir vikunnar sem voru helst þær sem tengjast hreyfingunni #metoo. Mótmælendur fyrir utan hús Steinunn Valdísar spiluðu stórt hlutverk í þetta sinn og einnig sú spurning hvort gestir síðasta þáttar hafi verið undir áhrifum áfengis.
08.12.2017 - 22:00
Atli Fannar strax byrjaður að sakna Brynjars
Atli Fannar heldur áfram með sérstaka útgáfu af fréttum Vikunnar þar sem hann fjallar um stjórnlaust Ísland. Hann fjallar um pólítíkina, stjórnarmyndunarumræður þar helst, Jón Steinar og hans skammtímaminni og að lokum, samfélagsmiðla.
17.11.2017 - 23:45
Berglind Festival og kaffihúsadýr
Gæludýr eins og hundar og kettir eru ekki leyfðir á ýmsum stöðum, eins og t.d. læka- og tannlæknastofum, skólum, kirkjum og strætó en nú eru þeir leyfðir á veitingahúsum. Berglind Festival og Hófí fóru í göngutúr að kanna aðstæður og fræddust í leiðinni um þessa nýju reglugerð.
17.11.2017 - 22:00
Dísa Jakobs og hljómsveit - Wires
Dísa Jakobs og hljómsveit tóku lagið „Wires“ í Vikunni með Gísla Marteini. Lagið er að finna á nýjustu plötu hennar sem kom út í október.
10.11.2017 - 22:33
Guð blessi Ísland
Tilraunir til að mynda Ríkisstjórn eftir kosningar hafa reynst árangurslausar. Stjórnmálafræðingurinn Stefanía Óskarsdóttir sagði að óvissan hafi lamað þjóðfélagið. Atli Fannar tekur undir þau orð í þessari sérstöku útgáfu á Fréttum Vikunnar með Atla Fannari, Stjórnlaust Ísland, og fjallar nánar um þessi mál.
10.11.2017 - 22:18
Berglind Festival og jólaskrautið
Það eru aðeins 6 vikur til jóla og nú fer hver að verða síðastur að koma jólunum í gang. Berglind Festival fann þá sem byrjuðu að skreyta snemma í ár og leitaði svara við því hvað þau séu eiginlega að pæla.
10.11.2017 - 22:00
Mammút með blíðari útgáfur af óblíðum hlutum
Hljómsveitin Mammút kom fram í Vikunni með Gísla og flutti titillag nýjustu plötu sinnar Kinder Versions. Sveitin hefur fylgt plötunni eftir á tónleikaferð um Evrópu og Bandaríkin en gagnrýnendur heima og heiman keppast um að ausa hana lofi.
Berglind Festival og sýslumaðurinn
Hvað gerir maður þegar vegabréfið er útrunnið? Afhverju er alltaf ljót mynd í passanum? Útsendari Vikunnar hún Berglind Festival fór á stjá þessa vikuna og hitti sýslumanninn og starfsfólk hans. Þetta gerði hún fyrir þegnana í landinu og kemst að ýmsu í leiðinni.
03.11.2017 - 22:21
Sex ár í næsta hrun
Atli Fannar fór yfir helstu fréttir Vikunnar en í þetta sinn fékk hann útsendara Vikunnar, hana Berglindi Festival, að kanna hvort það sé virkilega sex ár í næsta hrun.
03.11.2017 - 21:45
Órannsakanlegir - Megas í Vikunni með Gísla
Megas stígur á svið Þjóðleikhússins 2. nóvember með miklu föruneyti þar sem fluttar verða gamlar perlur í bland við nýtt efni.
27.10.2017 - 21:45
Atli Fannar fer yfir kosningabaráttuna
Í þessari sérstöku útgáfu af fréttir Vikunnar með Atla Fannari, fer Atli yfir helstu fréttir liðinnar kosningabaráttu. Eins og Atli segir er kosningabarátta „eina tímabilið sem almenningur leyfir ókunnugu fólki að láta sér líða eins og skilnaðarbörnum“. Þetta hljómar kannski kunnulega því Atli hefur nefnt þetta áður, einmitt fyrir ári síðan.
27.10.2017 - 21:30
„Ímyndaðu þér það versta sem gæti gerst“
Í kosningum síðustu ára eru dæmi um að aðeins helmingur fólks undir þrjátíu ára hafi nýtt kosningarétt sinn. En af hverju mætir ungt fólk ekki á kjörstað og hvað er hægt að gera í því? Þetta eru spurningarnar sem Berglind Festival velti fyrir sér í þessum þætti af Vikunni með Gísla Marteini.
20.10.2017 - 21:30
Fréttir Vikunnar með Atla Fannari
Atli Fannar fór yfir helstu fréttir Vikunnar á léttu nótunum. Atli fjallaði m.a. um málefnin #Metoo og ummæli Ásmunds Friðrikssonar í Morgunblaðinu.
20.10.2017 - 21:00
Berglind Festival og góðu tímarnir
Berglind veltir fyrir sér af hverju við göngum til kosninga þegar Smjörvi drýpur hér af hverju strái.
13.10.2017 - 22:25
Sagði Sj************ fatlaða: Fréttir Vikunnar
Í fyrsta þætti Vikunnar með Gísla Marteini haustið 2017 fór Atli Fannar yfir helstu fréttir vikunnar. Hann rifjaði einnig upp í leiðinni allt það sem gerðist meðan Vikan var í fríi eins og að hans sögn „gerðist akkúrat ekkert á Íslandi“.
13.10.2017 - 21:30
Virkir í athugasemdum skemma internetið
Í síðasta fréttapakka vetrarins fór Atli Fannar yfir fólkið sem hann segir að sé að skemma internetið; virka í athugasemdum. En líka skoðun Bubba Morthens á sumarbyrjun og Sólmund Hólm sem festist í flugvél.
21.04.2017 - 23:23
Besta af Festival
Berglind Festival kom víða við í vetur og við klipptum saman það besta úr innslögunum hennar.
21.04.2017 - 22:56
Paradísarmissir - Högni í Vikunni
Einstaklega fallegur flutningur Högna Egilssonar á laginu Paradísarmissir má sjá í myndskeiðinu hér að ofan en Högni flutti lagið á föstudaginn 7.apríl í þættinum Vikan með Gísla Marteini. Lagið má einnig heyra í þáttunum Paradísarheimt sem sýndir voru á Rúv í vor.
09.04.2017 - 12:04
Þarf starfsfólk IKEA að setja blokkina saman?
Atli Fannar Bjarkason fór yfir fréttir vikunnar í Vikunni með Gísla Marteini og ræddi meðal annars húsnæðismálin, túrista að ganga örna sinna, ýraskjóttan hest og IKEA blokkina sem spurning er hvort leiðbeiningar um samsetningu muni fylgja.
07.04.2017 - 23:52