Færslur: Vikan með Gísla Marteini

Fréttir Vikunnar 25.09.2020
Gísli Marteinn fór yfir fréttir Vikunnar þar sem rætt var um eldri borgara, ríkisborgara, Borgaraflokkinn og Tomma borgara.
25.09.2020 - 21:49
Berglind Festival & bókamarkaðir
Bóksalar eru byrjaðir að hreinsa til fyrir næsta jólabókaflóð. Berglind Festival skellti sér á alvöru bókamarkað.
Vikan
Herra Hnetusmjör á 100 mismunandi vegu
Herra Hnetusmjör heiðraði Vikuna með Gísla Marteini með nærveru sinni og flutti lagið 100 mismunandi vegu af nýútkominni plötu sinni.
Fréttir Vikunnar 18.09.2020
Gísli Marteinn fór yfir fréttir Vikunnar þar sem ýmislegt bar á góma, t.a.m. leiðinlegar lygasögur og innblástur nýrra barnabóka.
18.09.2020 - 21:58
Berglind Festival & rafskottufaraldurinn
Það er vart þverfótað fyrir rafmagnshlaupahjólum í Reykjavík um þessar mundir. Berglind kannaði málið.
Fréttir Vikunnar 11.09.2020
Gísli Marteinn fór yfir helstu og heitustu fréttir sumarsins og fékk greinendur til að taka ferðasumarið saman.
11.09.2020 - 22:20
Myndu deyja fyrir stelpurnar sínar
Raftónlistartvíeykið ClubDub gáfu út lagið, Ég myndi deyja fyrir stelpurnar mínar, fyrir helgi. Lagið unnu þeir í samstarfi við Ra:tio, Arnar Inga Ingason og Magnús Jóhann Ragnarsson. Þeir fluttu lagið í Vikunni með Gísla Marteini.
18.05.2020 - 10:50
Myndskeið
Hvert sem er með Sturlu Atlas
Tónlistarmaðurinn Sturla Atlas flutti lagið sitt Hvert sem er af nýútkominni plötu í Vikunni með Gísla Marteini í kvöld.
Myndskeið
Kvöddu Ragga Bjarna með laginu Góða nótt
Andi Ragga Bjarna sveif yfir vötnum í Vikunni í kvöld þegar hljómsveitin úr sýningunni Ellý flutti lagið Góða nótt. Raggi endaði gjarnan tónleika sína á þessu lagi sem er eftir föður hans. Við kveðjum Ragga Bjarna með þessum fallegu tónum.
28.02.2020 - 22:53
Myndskeið
GDRN í Vikunni með Gísla Marteini
Söngkonan GDRN mætti með einvala lið tónlistarfólks í Vikuna með Gísla Marteini. Þau tóku lagið Upp af glænýrri plötu GDRN.
21.02.2020 - 22:24
Myndskeið
Magga Stína syngur Megas í Vikunni með Gísla Marteini
Magga Stína mætti með einvala lið tónlistarmanna í Vikuna með Gísla Marteini og flutti lagið Aðeins eina nótt eftir Megas.
Myndskeið
Stuðmenn flytja nýjan slagara
Hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn, mættu í Vikuna með Gísla Marteini þar sem þau fluttu glænýjan smell sem heitir Elsku vinur.
Myndskeið
Geirfuglarnir á flugi í Vikunni með Gísla Marteini
Geirfuglarnir slógu upp svakalegu partýi í Vikunni með Gísla Marteini í tilefni bóndadagsins. Þar fluttu þeir glænýtt lag sem ber heitið Kópavogsfundurinn.
24.01.2020 - 21:42
HAM - Haf trú
Rokkhundarnir í HAM fluttu nýsmellinn Haf trú í Vikunni með Gísla Marteini. Lagið er hluti af nýrri plötu hljómsveitarinnar, Chromo Sapiens, sem samin var fyrir verk Hrafnhildar Shoplifter á Feneyjartvíæringnum. Hrafnhildur var einnig gestur þáttarins.
17.01.2020 - 22:14
Myndskeið
Benni Hemm Hemm flytur Davíð 51
Benni Hemm Hemm mætti með hljómsveit sína í Vikuna með Gísla Marteini til að flytja glænýtt lag af væntanlegri plötu. Lagið heitir Davíð 51 og er þeirra útgáfa af 51. Davíðssálmi.
Myndskeið
Bubbi og Paparnir í áramótagír
Bubbi Morthens og Paparnir mættu í Árið með Gísla Marteini og fluttu hið klassíska áramótalag Hin gömlu kynni gleymast ei.
Myndskeið
Auður flytur lag ársins í Vikunni með Gísla Marteini
Tónlistarmaðurinn Auður mætti í Árið með Gísla Marteini og flutti ofursmell ársins 2019: Enginn eins og þú.
Jólastuð!
Bogomil Font og Big Band Samúels Jóns Samúelssonar voru í jólastuði í Vikunni með Gísla Marteini. Þeir fluttu gamlan jólasmell með nýjum íslenskum texta sem heitir einfaldlega Jólastuð. Samúel Jón Samúelsson Big Band verða með jólatónleika 18. desember næstkomandi í Gamla bíó ásamt góðum gestum.
Berglind Festival & menn ársins
Það er forn íslenskur siður að velja Mann ársins í lok hvers árs. En hvaða menn eru þetta eiginlega og hvar eru þeir í dag?
Jóla-Saga fyrir þjóðina
Saga Garðarsdóttir, fréttamaður Vikunnar, hefur á árinu stungið á kýlum og velt við steinum. Nú er jólaandinn hinsvegar kominn yfir hana og hún fór og hitti marga jólalegustu Íslendingana, loðna sem og í fötum. Gleðilega hátíð!
13.12.2019 - 20:50
Valdimar frumflytur nýtt jólalag
Þjóðargersemin Valdimar kom í Vikuna með Gísla Marteini ásamt Fjölskyldu. Þau frumfluttu jólalagið Ég þarf enga gjöf í ár.
06.12.2019 - 21:25
Berglind Festival og jólasveinastéttin
Það eru fáar starfsstéttir sem finna fyrir jafn miklu álagi í desember og atvinnujólasveinar. Berglind kannaði starfsumhverfi sveinanna. Athugið að þetta innslag er ekki við hæfi ungra barna.
GDRN og Bríet flytja Hin fyrstu jól.
Dagur íslenskrar tónlistar er á næsta leiti og í tilefni þess leiddu GDRN og Bríet saman hesta sína og fluttu hið hugljúfa jólalag Hin fyrstu jól eftir Ingibjörgu Þorbergs.
29.11.2019 - 21:20
Jákvæð rannsóknarblaðamennska
Þegar stór mál koma upp í samfélaginu er mikilvægt að velta fyrir sér hvaða lærdóm megi draga af þeim. Það er tími til kominn að jákvæð rannsóknarblaðamennska fái að líta dagsins ljós.
29.11.2019 - 21:02
Myndskeið
Bland í poka í Vikunni
Hins stórskemmtileg sveit Bland í poka flutti lagið Namminef með glæsibrag í Vikunni með Gísla Marteini.