Færslur: Vikan með Gísla Marteini

Myndu deyja fyrir stelpurnar sínar
Raftónlistartvíeykið ClubDub gáfu út lagið, Ég myndi deyja fyrir stelpurnar mínar, fyrir helgi. Lagið unnu þeir í samstarfi við Ra:tio, Arnar Inga Ingason og Magnús Jóhann Ragnarsson. Þeir fluttu lagið í Vikunni með Gísla Marteini.
18.05.2020 - 10:50
Myndskeið
Hvert sem er með Sturlu Atlas
Tónlistarmaðurinn Sturla Atlas flutti lagið sitt Hvert sem er af nýútkominni plötu í Vikunni með Gísla Marteini í kvöld.
Myndskeið
Kvöddu Ragga Bjarna með laginu Góða nótt
Andi Ragga Bjarna sveif yfir vötnum í Vikunni í kvöld þegar hljómsveitin úr sýningunni Ellý flutti lagið Góða nótt. Raggi endaði gjarnan tónleika sína á þessu lagi sem er eftir föður hans. Við kveðjum Ragga Bjarna með þessum fallegu tónum.
28.02.2020 - 22:53
Myndskeið
GDRN í Vikunni með Gísla Marteini
Söngkonan GDRN mætti með einvala lið tónlistarfólks í Vikuna með Gísla Marteini. Þau tóku lagið Upp af glænýrri plötu GDRN.
21.02.2020 - 22:24
Myndskeið
Magga Stína syngur Megas í Vikunni með Gísla Marteini
Magga Stína mætti með einvala lið tónlistarmanna í Vikuna með Gísla Marteini og flutti lagið Aðeins eina nótt eftir Megas.
Myndskeið
Stuðmenn flytja nýjan slagara
Hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn, mættu í Vikuna með Gísla Marteini þar sem þau fluttu glænýjan smell sem heitir Elsku vinur.
Myndskeið
Geirfuglarnir á flugi í Vikunni með Gísla Marteini
Geirfuglarnir slógu upp svakalegu partýi í Vikunni með Gísla Marteini í tilefni bóndadagsins. Þar fluttu þeir glænýtt lag sem ber heitið Kópavogsfundurinn.
24.01.2020 - 21:42
HAM - Haf trú
Rokkhundarnir í HAM fluttu nýsmellinn Haf trú í Vikunni með Gísla Marteini. Lagið er hluti af nýrri plötu hljómsveitarinnar, Chromo Sapiens, sem samin var fyrir verk Hrafnhildar Shoplifter á Feneyjartvíæringnum. Hrafnhildur var einnig gestur þáttarins.
17.01.2020 - 22:14
Myndskeið
Benni Hemm Hemm flytur Davíð 51
Benni Hemm Hemm mætti með hljómsveit sína í Vikuna með Gísla Marteini til að flytja glænýtt lag af væntanlegri plötu. Lagið heitir Davíð 51 og er þeirra útgáfa af 51. Davíðssálmi.
Myndskeið
Bubbi og Paparnir í áramótagír
Bubbi Morthens og Paparnir mættu í Árið með Gísla Marteini og fluttu hið klassíska áramótalag Hin gömlu kynni gleymast ei.
Myndskeið
Auður flytur lag ársins í Vikunni með Gísla Marteini
Tónlistarmaðurinn Auður mætti í Árið með Gísla Marteini og flutti ofursmell ársins 2019: Enginn eins og þú.
Jólastuð!
Bogomil Font og Big Band Samúels Jóns Samúelssonar voru í jólastuði í Vikunni með Gísla Marteini. Þeir fluttu gamlan jólasmell með nýjum íslenskum texta sem heitir einfaldlega Jólastuð. Samúel Jón Samúelsson Big Band verða með jólatónleika 18. desember næstkomandi í Gamla bíó ásamt góðum gestum.
Berglind Festival & menn ársins
Það er forn íslenskur siður að velja Mann ársins í lok hvers árs. En hvaða menn eru þetta eiginlega og hvar eru þeir í dag?
Jóla-Saga fyrir þjóðina
Saga Garðarsdóttir, fréttamaður Vikunnar, hefur á árinu stungið á kýlum og velt við steinum. Nú er jólaandinn hinsvegar kominn yfir hana og hún fór og hitti marga jólalegustu Íslendingana, loðna sem og í fötum. Gleðilega hátíð!
13.12.2019 - 20:50
Valdimar frumflytur nýtt jólalag
Þjóðargersemin Valdimar kom í Vikuna með Gísla Marteini ásamt Fjölskyldu. Þau frumfluttu jólalagið Ég þarf enga gjöf í ár.
06.12.2019 - 21:25
Berglind Festival og jólasveinastéttin
Það eru fáar starfsstéttir sem finna fyrir jafn miklu álagi í desember og atvinnujólasveinar. Berglind kannaði starfsumhverfi sveinanna. Athugið að þetta innslag er ekki við hæfi ungra barna.
GDRN og Bríet flytja Hin fyrstu jól.
Dagur íslenskrar tónlistar er á næsta leiti og í tilefni þess leiddu GDRN og Bríet saman hesta sína og fluttu hið hugljúfa jólalag Hin fyrstu jól eftir Ingibjörgu Þorbergs.
29.11.2019 - 21:20
Jákvæð rannsóknarblaðamennska
Þegar stór mál koma upp í samfélaginu er mikilvægt að velta fyrir sér hvaða lærdóm megi draga af þeim. Það er tími til kominn að jákvæð rannsóknarblaðamennska fái að líta dagsins ljós.
29.11.2019 - 21:02
Myndskeið
Bland í poka í Vikunni
Hins stórskemmtileg sveit Bland í poka flutti lagið Namminef með glæsibrag í Vikunni með Gísla Marteini.
Myndskeið
Berglind Festival og íslenski lestrarhesturinn
Berglind og nokkrir fremstu nördar landsins fara yfir niðurstöður lestrarkönnunar sem framkvæmd var á dögunum.
Myndskeið
Between Mountains flytur lag af nýrri plötu
Hljómsveitin Between Mountains kom í Vikuna með Gísla Marteini og flutti lagið What breaks me.
Fréttir Vikunnar 15.11.2019
Af nógu var að taka í fréttum Vikunnar. Þar bar meðal annars á góma Jón spæjó, Helga Seljan í úlpu og lífsglaða letingja.
15.11.2019 - 20:45
Una Schram flytur lagið Get away
Nýstirnið Una Schram kom í Vikuna með Gísla Marteini og flutti lagið Get away.
Stóra fjölmiðlamálið útskýrt
Áhyggjur af stöðu kvenna í fjölmiðlum eru áberandi. En er ástæða til að óttast? Saga Garðars kannaði málið fyrir Vikuna með Gísla Marteini.
08.11.2019 - 20:55
Sykur frumflytur nýtt lag
Rafpoppsveitin Sykur kom í Vikuna með Gísla Marteini og frumflutti spánnýtt lag „Svefneyjar".