Færslur: Vík í Mýrdal

Öryggi ferðafólks eflt í Reynisfjöru
Á samráðsfundi stjórnvalda með landeigendum í Reynisfjöru, sem fram fór í Vík í Mýrdal fyrr í kvöld, var ákvörðun tekin um að hefja formlegt samstarf til að efla öryggi ferðafólks á svæðinu.
22.06.2022 - 00:08
Alvarlegt umferðarslys austur af Vík
Alvarlegt umferðarslys varð á Þjóðvegi 1 vestan Kúðafljóts um klukkan fjögur í dag þegar tveir bílar úr gagnstæðum áttum lentu saman. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og er lent á Landspítalanum í Fossvogi með einn alvarlega slasaðan.
Landvernd hugnast illa að færa hringveginn við Vík
Landvernd leggst gegn því að hringvegurinn við Vík í Mýrdal verði færður að Dyrhólaósi og í göng gegnum Reynisfjall. Undirbúningur verkefnisins og mat á umhverfisáhrifum stendur nú yfir.
05.05.2022 - 22:00
Segir að Vík sé á kafi í snjó en ekki sandi
Þorbjörg Gísladóttir, sveitastjóri Mýrdalshrepps, segir að myndir af sandi í Vík í Mýrdal gefi ranga mynd af magninu. Í raun sé bærinn á kafi í snjó og einungis þunnt lag af sandi hafi lagst á snjóinn.
09.02.2022 - 16:40
Sjónvarpsfrétt
Ekki annað hægt en að vera auðmjúkur
Það var drungalegt að litast um í Vík sem var á kafi í sandi eftir hvassviðri næturinnar. Oddviti sveitarstjórnar segir ekki annað hægt en að vera auðmjúkur gagnvart náttúruöflunum. Óvíst er um tjón.
08.02.2022 - 19:39
Myndband
Segir sláandi að keyra um Vík - allt á kafi í sandi
Allt er á kafi í sandi á Vík í Mýrdal eftir hvassviðri næturinnar. Einar Freyr Elínarson, oddviti sveitarstjórnar Mýrdalshrepps, segir að sláandi hafi verið að keyra um bæinn í morgun. „Þetta minnti svolíitið á Kötlu þættina á Netflix, hvernig var umhorfs. Þarna hefur auðvitað gengið sandur inn í þorpið sérstaklega vestanvert og þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð í örugglega rúm 15 ár.“
08.02.2022 - 13:36
Slapp heill á húfi úr brennandi húsi í Vík í Mýrdal
Greiðlega gekk að slökkva eld sem kviknaði í gömlu einlyftu íbúðarhúsi í Vík í Mýrdal á sjöunda tímanum í morgun. Roskinn maður sem býr í húsinu var kominn út af sjálfsdáðum þegar slökkvilið bar að garði.
18.10.2021 - 10:40
Gul viðvörun í kvöld á Suðausturlandi
Framundan eru fremur mildir sunnanvindar með súld eða rigningu sunnan- og vestanlands. Hægari vindar og bjartvirði norðaustan til á landinu.
Mikið um hraðakstur á Suðurlandi um helgina
Óvenju margir voru stöðvaðir fyrir hraðakstur í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi um helgina og greiddu þeir samtals á aðra milljón króna í sekt. Þetta kemur fram á facebooksíðu lögreglunnar á Suðurlandi. Sem dæmi er nefnt að 29 ökumenn voru stöðvaðir á varðsvæðum lögreglunnar í Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjarklaustri, langflestir, eða 19, á vegarkaflanum milli Víkur og Klausturs á sunnudag. Samtals teljara Vegagerðarinnar fóru um 500 bílar um Mýrdalssand í gær.
Áttu ekki von á öllum íslensku ferðamönnunum
Ekki gátu allir veitingastaðir í Mýrdalshreppi haft opið nema hluta dags í sumar þar sem fjöldi starfsfólks var þegar farið á brott vegna þess hruns sem varð í ferðaþjónustunni í kjölfar kórónuveirufaraldursins.
Myndskeið
„Væri dapurt að vera enn atvinnulaus við sumarlok“
„Við erum mjög tengd Íslandi og þótt við eigum okkar föðurland þá viljum við vera hér og vinna hér,“ segir Agnes Gac, hótelstarfsmaður í Vík í Mýrdal, í viðtali í kvöldfréttum.  
11.07.2020 - 23:07
Myndskeið
Síðasti ferðamaðurinn farinn frá Vík
Fjórir af hverjum tíu íbúum í Mýrdalshreppi verða án atvinnu ef spár Vinnumálastofnunar ganga eftir. Nær öll hótel í bænum eru lokuð og sveitastjórinn óttast að íbúum muni fækka ef ástandið varir lengi.
104 af 20 þjóðernum gista fjöldahjálparstöð í Vík
104 ferðalangar frá frá 20 löndum dvelja nú í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Vík í Mýrdal, þar sem þjóðvegur 1 er lokaður til vesturs, frá Vík að Steinum, vegna óveðurs. Árni Jóhannsson, formaður Víkurdeildar Rauða krossins, segir að beiðni hafi borist frá lögreglu upp úr tíu í kvöld og stöðin verið opnuð í íþróttahúsinu í Vík stundarfjórðungi fyrir ellefu.
10.03.2020 - 02:33
Tugir í fjöldahjálparstöð í Vík - vegurinn lokaður
Tugir manna dvelja í fjöldahjálparmiðstöð í íþróttahúsinu í Víki í Mýrdal þar sem búið er að loka Suðurlandsvegi milli Víkur og Hvolsvallar vegna óveðurs. Vísir.is greinir frá. Þar segir að Björgunarsveitin Víkverji í Vík hafi haft í miklu að snúast og haft eftir Orra Örvarssyni, formanni Víkverja, að frekar blint sé á þessum slóðum og mikil lausamjöll. Veginum var lokað í kvöld en Orri segir það hafa verið gert allt of seint, enda „búið að vera vesen í allan dag."
10.03.2020 - 00:34