Færslur: Vigdís Finnbogadóttir

Tímamót
Þegar danska kryddsíldin sló rækilega í gegn
Lítil frétt sem birtist í Morgunblaðinu 13. janúar 1981 hefur mögulega gert fyrstu opinberu heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur eftir að hún var kjörin forseti ennþá  eftirminnilegri en ella væri. „Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, mun á ferð sinni til Danmerkur á næstunni m.a. sitja kryddsíldarveislu með um 200 dönskum blaðamönnum,“ sagði Mogginn og vísaði í frétt danska blaðsins Berlingske Tidende.
Þáttaröð um fyrstu fimmtíu ár Vigdísar í smíðum
Leikstjórinn Baldvin Z vinnur nú að gerð fjögurra þátta sjónvarpsseríu um ævi Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands. Hann segir í samtali við fréttastofu að honum finnist verulega spennandi að fá þetta tækifæri til að gera fyrstu árunum í lífi Vigdísar skil.
Sunnudagssögur
Varð ráðskona Vigdísar Finnbogadóttur 17 ára gömul
Vigdís reyndist mikill örlagavaldur í lífi Ragnheiðar Davíðsdóttur sem var aðeins sautján ára þegar hún réð sig sem ráðskona hjá forsetanum. Hún passaði Ástríði, dóttur Vigdísar, en var líka með sitt eigið barn sem fylgdi henni í vinnuna.
05.10.2020 - 15:27
Menningin
Vigdís er svo mikill peppari
Á sýningunni Heimsókn til Vigdísar í Gerðubergi er hægt að ganga inn í bókheim Ránar Flygenring, sem gerði bók um Vigdísi Finnbogadóttur í fyrra.
Myndskeið
Fjörutíu ár frá fyrsta kjöri Vigdísar Finnbogadóttur
Í dag eru fjörutíu ár síðan Vigdís Finnbogadóttir var fyrst kjörin forseti Íslands. Vigdís var fyrst kvenna í heiminum til að verða kjörin forseti í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún gegndi embætti forseta í fjögur kjörtímabil, til ársins 1996.  
29.06.2020 - 20:19
Síkvikt forsetaembætti
Fyrstu fjórum árum Guðna Th. Jóhannessonar sem forseta svipar að mörgu leyti til tíma Kristjáns Eldjárn og Vigdísar Finnbogadóttur í embætti. Almennt virðist vera litið á forsetann sem sameiningartákn, hann þykir alþýðlegur og hefur lagt sig í líma við að styðja við góð málefni.
Húsmóðir úr Vestmannaeyjum mætti sameiningartákni
Á laugardaginn ganga Íslendingar að kjörborðinu og velja milli Guðna Th. Jóhannessonar forseta og Guðmundar Franklín Jónssonar viðskipta- og hagfræðings.
Myndskeið
30 ár frá opinberri heimsókn Englandsdrottningar
Þrjátíu ár eru í dag frá því Elísabet Englandsdrottning kom í opinbera heimsókn til Íslands. Hún kom til landsins með einkaþotu sinni en gisti um borð í snekkju konungsfjölskyldunnar, Brittaníu, ásamt eiginmanni sínum og fimmtán manna fylgdarliði.
Vigdís Forseti
„Ég missti þann förunaut sem hefði fylgt mér alla ævi“
„Hann var gimsteinninn í lífi mínu,“ segir Vigdís Finnbogadóttir um litla bróður sinn Þorvald Finnbogason sem lést af slysförum sumarið eftir að hann varð stúdent. Hún segir frá uppvextinum og forsetatíð sinni í heimildarmyndinni Vigdís forseti sem sýnd er á RÚV í dag.
19.04.2020 - 09:33
Myndskeið
„Ég vil ekki veikjast af þessari vondu veiru“
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, segist fara mjög varlega svo hún smitist ekki af kórónuveirunni. Vigdís er níræð í dag. „Ég vil ekki veikjast af þessari vondu veiru“, segir Vigdís. Hún hefur að mestu haldið sig heima við síðustu vikur og unir sér við lestur góðra bóka, horfir á sjónvarp og nýtir símann vel, ekki síst til að spjalla við vini sínar um bækur.
15.04.2020 - 19:37
Þurftu að hætta við stóra afmælishátíð Vigdísar
„Við ætluðum að vera með heljarinnar mikil hátíðarhöld í Háskólabíói. Vorum búin að leggja drög að því. Margir ætluðu að leggja hönd á plóg. Það átti að vera veisla að íslenskum sið með kaffi, kleinum og fleiru. En því miður höguðu aðstæður því þannig að það gat ekki orðið,“ Auður Hauksdóttir, fyrrverandi forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, sem unnið hefur að afmælisundirbúningi. 
15.04.2020 - 19:09
Myndskeið
Heiðruðu Vigdísi með óperusöng á afmælisdaginn
Hópur þekktra íslenskra óperusöngvara kom saman í tilefni af 90 ára afmæli Vigdísar Finnbogadóttur í dag og heiðruðu með söng fyrir utan heimili hennar.
15.04.2020 - 16:52
Viðtal
„Mér þykir vænt um þessa þjóð“
„Ég veit að þú trúir því ekki en mér finnst ég ekkert ægilega gömul,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, þegar fréttamenn RÚV hittu hana í garðinum við heimili hennar í dag. Vigdís er níræð í dag. Hún fékk óvænt kór í garðinn til sín í morgun. Vigdís segir á íslensk þjóð kunni afar vel að takast á við erfiða tíma. „Mér þykir bara vænt um þessa þjóð og mér finnst ég afskaplega lánsöm að vera fædd Íslendingur. Við megum öll þakka fyrir það,“ segir Vigdís.
15.04.2020 - 15:13
Mannlegi þátturinn
„Vigdís braust úr fjötrunum með hugrekki og gáfum“
„Maður fer sko alltaf hressari af fundi með henni. Það er svo mikil orka og ljós í kringum hana að það er óviðjafnanlegt,“ segir Steinunn Sigurðadóttir um Vigdísi Finnbogadóttur vinkonu sína sem í dag fagnar 90 ára afmæli sínu. Af því tilefni er endurútgefin bók Steinunnar um forsetatíð Vigdísar sem áður kom út 1988.
15.04.2020 - 14:36
Vigdís 90 ára
„Mikið er ég feginn Vigdís að þú ert ekki gift“
Þegar Vigdís Finnbogadóttir bauð sig fram til forseta árið 1980 var umtalið oft miskunnarlaust og gekk nærri persónu hennar. Meðal annars var krabbamein hennar haft í flimtingum og einkum sú staðreynd að hún hafði undirgengist brjóstnám. Vigdís Finnbogadóttir fagnar 90 ára afmæli í dag.
15.04.2020 - 14:34
Morgunkaffið
Brýndi sverð með kampavíni til að verja vísindin
„Þetta er nú bara með skemmtilegustu bókum sem ég hef lesið eða skoðað,“ segir frú Vigdís Finnbogadóttur um Vigdís: Bókin um fyrsta konuforsetann, eftir teiknarann Rán Flygenring. Bókin hlaut verðlaun bóksala í flokki barnabóka í síðustu viku.
Myndskeið
„Þori ekki að segja að hún sé falleg“
Rotary-félagar í Reykjavík og aðrir velunnarar gáfu Vigdísi Finnbogadóttur málverk af henni sjálfri. Stephen Lárus Stephen, sonur Karólínu Lárusdóttur myndlistakonu, málaði myndina. Vigdís sagði við afhendinguna að málverkið væri sér kært. „Þakka þér fyrir að mála svona flotta mynd af mér, ég þori ekki að segja að hún sé falleg,“ sagði Vigdís við Stephen.
„Það á að kjósa mig af því að ég er maður“
1980 var Vigdís Finnbogadóttir kosin fyrst kvenna í embætti forseta Íslands og braut þar með blað í sögunni. Í þættinum „Hundrað ár, dagur ei meir“ er forsetaembættið rannsakað og þetta undarlega fyrirbæri maðurinn, sem Vigdís lagði áherslu á að væri grundvöllur kjörs hennar til forseta.
„Á morgun skulum við allar koma í síðbuxum“
„Það var bara viðtekin staðreynd á þessum árum að við stelpurnar áttum allar að vera í pilsum. Það var bara alþjóðlegt að konur ættu að vera í pilsi,“ segir Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands í þættinum Unga Ísland sem sýndur verður á RÚV í kvöld.
22.03.2018 - 14:41
Í beinni
Vígsla Veraldar – húss Vigdísar
Bein útsending frá vígslu Veraldar – húss Vigdísar og opnunar Vigdísarstofnunar – alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar.
20.04.2017 - 14:00
Tekur við kyndlinum sem tenging við umheiminn
Hús sem gert er í nafni Vigdísar Finnbogadóttur verður að vera góður granni, segir Kristján Garðarsson, hönnunarstjóri vinningstillögunnar að húsi stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, sem opnað verður við hátíðlega athöfn á sumardaginn fyrsta. 
„Rann eins og hind í vatn“
Tengsl og samskipti voru útgangspunkturinn við hönnun húss stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, að sögn Kristjáns Garðarssonar, hönnunarstjóra arkitektastofunnar sem hannaði vinningstillöguna.
19.04.2017 - 14:55
Veröld, hús Vigdísar er fallegur staður
Veröld, hús Vigdísar, verður vígt á sumardaginn fyrsta. Tilkynnt var um nafn hússins fyrr í dag. Síðdegisdagskráin á Rás 1 á fimmtudag verður helguð opnun hússins en það mun hýsa Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og tungumálanám Háskóla Íslands.
Vigdísarlagið fékk yfirhalningu
Það vakti mikla athygli fyrr í vikunni þegar hlustandi hringdi inn í Virka morgna og söng þar texta sem hún hafði samið við lag sem Íslendingar þekkja best sem jólalagið Jólin koma í flutningi Vilhjálms Vilhjálmssonar.
Vigdísi fagnað á Aragötu — myndskeið
Að morgni 30. júní 1980 safnaðist mikill skari við Aragötu 2 í Reykjavík. Þar bjó nýkjörinn forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir, og þúsundir hylltu hana snemma að morgni þessa sólríka dags.
30.06.2015 - 09:07