Færslur: Víetnam

Þrettán fórust í stórbruna í Víetnam
Minnst þrettán manns fórust í stórbruna í fjölbýlishúsi í Ho Chi-Minh borg í Víetnam í nótt. Hátt í þrjátíu slösuðust í eldsvoðanum, svo vitað sé. Eldurinn kviknaði í bílakjallara risavaxinnar blokkarinnar um miðnæturbil og fikraði sig hratt upp eftir hverri hæðinni af annarri, alveg upp á þá efstu. AP-fréttastofan greinir frá því að yfir 200 slökkviliðsmenn hafi stormað á vettvang og náð að koma í veg fyrir að eldurinn næði líka að breiðast út á þverveginn, en yfir 700 íbúðir eru í blokkinni.
23.03.2018 - 03:41
Erlent · Asía · Víetnam
Hálf öld frá Tet sókninni í Víetnam
Víetnamar minnast í dag með hátíðarhöldum og danssýningum að 50 ár eru frá Tet sókninni miklu sem breytti gangi Víetnamstríðsins. Norður-Víetnamar hófu stórsókn 1968 á Tet hátíðinni sem markar nýtt ár og gerðu árásir á 100 borgir og herstöðvar í Suður-Víetnam. Tet sóknin var Norður-Víetnömum mannskæð. Þeir misstu 58 þúsund hermenn og Bandaríkjamönnum og bandamönnum þeirra tókst að verjast.
31.01.2018 - 12:54
Erlent · Asía · Víetnam
Enginn fundur Trumps og Pútíns í Víetnam
Ekkert verður af fundi leiðtoga Bandaríkjanna og Rússlands á leiðtogaráðstefnu Kyrrahafsríkja í Víetnam um helgina eins og búist hafði verið við.
10.11.2017 - 06:39
Minnst 61 látinn eftir fellibyl í Víetnam
Minnst 61 lét lífið þegar fellibylurinn Damrey gekk yfir suðurhluta Víetnam um nýliðna helgi og yfir 20 er enn saknað. Flest fórust í flóðum og aurskriðum af völdum úrhellisins sem fylgdi storminum, auk þess sem nokkrir fórust þegar bátum undan strönd landsins hvolfdi í veðurofsanum. Mikil aurflóð færðu heilu bæina í kaf á svæðunum sem verst urðu úti. Miklir vatnavextir urðu í ám og lækjum og uppistöðulón í miðhluta landsins, þar sem enn gengur á með miklum rigningum, nálgast að vera yfirfull.
07.11.2017 - 05:21
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Víetnam
27 látnir í óveðrinu í Víetnam
Minnst 27 hafa dáið og tuga er saknað eftir að fellibylurinn Damrey fór hamförum í suðurhluta Víetnam á laugardag. Meðalvindhraði var um og yfir 36 metrar á sekúndu þegar Damrey tók land á suðurströnd landsins með tilheyrandi úrhelli. Um 40.000 heimili eyðilögðust í hamförunum. Þök fuku af húsum, tré rifnuðu upp með rótum og rafmagnsstaurar féllu í veðurofsanum, sem er sá mesti sem orðið hefur á þessum slóðum um áratugaskeið.
05.11.2017 - 04:14
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · fellibylur · Víetnam
Myndskeið
Stórtjón í fellibyl í Víetnam
Að minnsta kosti fimmtán eru látnir og nokkurra er saknað eftir að fellibylurinn Damrey skall í dag á strandhéruðum í mið- og suðurhluta Víetnams. Vindstyrkurinn svarar til annars stigs fellibyls að sögn sérfræðinga Bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA.
04.11.2017 - 16:57
Erlent · Asía · Veður · Víetnam
  •