Færslur: Víetnam

COVID-19: Þúsundir fluttar frá Danang
Yfirvöld í Víetnam ætla að flytja um 80.000 manns frá borginni Danang eftir að þrír borgarbúa greindust með kórónuveirusmit í gær.
27.07.2020 - 08:51
Handtökur vegna smygls á fólki frá Víetnam
Franska lögreglan er með þrettán manns í haldi, sem grunaðir eru um að hafa tekið þátt í að smygla 39 víetnömskum hælisleitendum til Bretlands kæligámi flutningabíls til Bretlands í fyrrahaust. Sameiginlegt átak frönsku og belgísku lögreglunnar leiddi til þessa. Í Belgíu voru einnig þrettán handteknir vegna rannsóknarinnar.
27.05.2020 - 17:28
Heilt sveitarfélag í einangrun vegna kórónaveiru
Tíu þúsund manna sveitarfélag í Víetnam var var sett í einangrun í morgun eftir að sex manns greindust þar með COVID-19 kórónaveiruna.
13.02.2020 - 08:48
Milljarðatap í ferðaþjónustu í Víetnam
Stjórnvöld í Víetnam segja að ferðaþjónustan þar í landi verði fyrir miklu tekjutapi vegna kórónaveirufaraldursins í Kína. Tapið á þessu ári kunni að nema allt að 7,7 milljörðum dollara, jafnvirði meira en eitt þúsund milljarða króna.
07.02.2020 - 09:13
Víetnamar gera ráðstafanir vegna kórónaveiru
Stjórnvöld í Víetnam hafa gripið til vítækra ráðstafana vegna hugsanlegs faraldurs af völdum kórónaveirunnar sem blossaði upp í Kína um áramótin og eru meðal annars að reisa sjúkraskýli til að hýsa þúsundir sjúklinga.
05.02.2020 - 09:28
Erlent · Asía · Kína · Víetnam · Kórónaveira
Bílstjórinn viðurkenndi brot á innflytjendalögum
Flutningabílstjórinn Maurice Robinson, sem ákærður var vegna dauða 39 Víetnama sem fundust látnir í bifreið á Englandi í síðasta mánuði, hefur játað sig sekan um brot á innflytjendalögum. Þetta kom fram við réttarhöld í dag.
25.11.2019 - 14:44
Erlent · Asía · Evrópa · Bretland · Víetnam
Löngu horfin dýrategund náðist á mynd
Vísindamenn urðu kampakátir á dögunum þegar þeir skoðuðu myndir úr myndavélum sem komið var fyrir í skóglendi í suðurhluta Víetnam. Á mörgum myndanna gaf að líta dýr sem þeir héldu að væri ekki lengur að finna á víðavangi.
12.11.2019 - 06:25
Erlent · Asía · Dýralíf · Víetnam
Handtökur vegna dauða 39 Víetnama
Yfirvöld í Víetnam hafa handtekið átta manns til viðbótar í tengslum við rannsókn á dauða 39 Víetnama sem fundust látnir í kæligámi flutningabíls í Essex á Englandi í síðasta mánuði. Fyrir helgi voru tveir menn handteknir vegna málsins í Víetnam.
04.11.2019 - 09:50
Erlent · Asía · Bretland · Víetnam
22 fórust í aurskriðu í Mjanmar
Minnst 22 fórust þegar aurskriða féll á þorp í austanverðu Mjanmar í gærkvöld og jafnaði 16 íbúðarhús og eitt munkaklaustur við jörðu. Björgunarlið er enn að störfum í þorpinu í leit að fólki sem saknað er. Skriðan er rakin til steypiregns síðustu daga, en monsúnrigningar standa nú sem hæst eystra og jarðvegur víða gegnsósa.
10.08.2019 - 06:44
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Mjanmar · Víetnam
Yfir 600 dáin úr beinbrunasótt á Filippseyjum
Stjörnvöld á Filippseyjum lýstu í gær yfir neyðarástandi vegna beinbrunasóttarfaraldurs sem gaus upp í landinu í ársbyrjun og orðið hefur yfir 600 manns að aldurtila. Alls skráðu filippeysk heilbrigðisyfirvöld 146.062 tilfelli beinbrunasóttar frá því fyrstu tilfellin greindust í janúar fram til 20. júlí, og ekkert bendir til þess að faraldurinn sé í rénun. Þetta eru nær tvöfalt fleiri tilfelli en greindust á sama tímabili í fyrra.
Vígreifur Trump skammar vini jafnt sem fjendur
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lætur skammirnar ganga yfir hverja þjóðina á fætur annarri í aðdraganda leiðtogafundar G20-ríkjanna, þar sem 19 stærstu iðnríki heims og Evrópusambandið eiga fulltrúa. Í viðtali sem sýnt var á sjónvarpsstöðinni Fox Business í gær, sama dag og forsetinn lagði af stað til Osaka, þar sem leiðtogafundurinn fer fram, fór hann hörðum orðum um Kína, Víetnam, Þýskaland og Japan. Í morgun bættist svo Indland á lista ríkja sem Trump lætur heyra það fyrir fundinn.
27.06.2019 - 05:51
Viðskipti · Erlent · Asía · Evrópa · Norður Ameríka · Stjórnmál · Bandaríkin · Kína · Japan · Indland · Þýskaland · Víetnam · G20
Banakonu Kims Jong-nams sleppt úr haldi
Doan Thi Huong, sem fyrir mánuði var sakfelld fyrir að hafa orðið Kim Jong-nam, hálfbróður Kims Jong-uns, að bana á alþjóðaflugvellinum í Kuala Lumpur, er frjáls ferða sinna og lögð af stað til heimalands síns, Víetnam. Lögmaður Huong, Hisyam Teh, greindi þýsku fréttastofunni dpa frá þessu í morgun. Ákærunni á hendur Huong var breytt úr morðákæru í ákæru fyrir líkamsárás áður en dómur var upp kveðinn, og var hún á endanum aðeins dæmd til þriggja ára og fjögurra mánaða fangavistar.
03.05.2019 - 06:09
Trump og Kim hittast í Hanoi í dag
Fundur Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, með Kim Jong-un. leiðtoga Norður-Kóreu í Hanoi í dag hefst með stuttum viðræðum og síðan kvöldverði.
27.02.2019 - 08:17
Kim kominn til Vietnam
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er kominn til Víetnam þar sem hann ætlar að hitta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á morgun.
26.02.2019 - 08:57
„Trump og Kim“ hótað brottvísun frá Víetnam
Það gerist ekki á hverjum degi að lögreglan hafi afskipti af þeim Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu og það meira að segja samtímis. Það gerðist heldur ekki í gær en þó var engu líkara en svo væri, þegar tíu vaskir víetnamskir lögreglumenn umkringdu þá Russell White og Howard X þar sem þeir voru í sjónvarpsviðtali í miðborg Hanoi.
23.02.2019 - 06:42
Erlent · Asía · Víetnam
Mannskæð flóð í Víetnam
Úrhellisrigning í miðhluta Víetnams að undanförnu hefur orðið að minnsta kosti þrettán manns að bana. Eins er saknað. Úrkoman brast á um síðustu helgi. Auk fólksins hafa á annað hundrað þúsund nautgripir og kjúklingar drukknað. Þá hafa orðið flóð í nokkrum borgum, þar á meðal Danang. Haft er eftir talsmanni Almannavarna að útlit sé fyrir áfram rigni næstu daga.
13.12.2018 - 07:13
Erlent · Asía · Veður · Víetnam
Forseti Víetnams látinn
Forseti Víetnams, Tran Daí Kvang, lést á sjúkrahúsi í nótt eftir langvinn og erfið veikindi. Hann var sextíu og eins árs. Ríkisfréttastofa Víetnams greinir frá þessu. Kvang var lengi undir læknishendi, jafnt í Víetnam sem erlendis, segir í andlátsfréttinni, en allt kom fyrir ekki. Hann tók við forsetaembættinu vorið 2016 eftir áratugaferil í hinu valdamikla ráðuneyti þjóðaröryggis.
21.09.2018 - 06:18
19 látnir eftir flóð í Víetnam
Yfirvöld í Víetnam telja að í það minnsta 19 séu látnir eftir skyndiflóð eftir mikla rigningatíð í kjölfar þess að leifar fellibylsins Son Tinhn náðu landi í Víetnam á miðvikudaginn.
22.07.2018 - 05:34
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Víetnam
Hátt settur bankamaður dæmdur í fangelsi
Fyrrverandi aðstoðarbankastjóri seðlabankans í Víetnam var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi yfir vanrækslu, sem kostaði ríkissjóð landsins jafnvirði hátt í 68 milljarða króna. Fjöldi bankamanna hefur hlotið dóma í Víetnam að undanförnu fyrir fjármálaglæpi af ýmsu tagi.
02.07.2018 - 14:25
Þrettán fórust í stórbruna í Víetnam
Minnst þrettán manns fórust í stórbruna í fjölbýlishúsi í Ho Chi-Minh borg í Víetnam í nótt. Hátt í þrjátíu slösuðust í eldsvoðanum, svo vitað sé. Eldurinn kviknaði í bílakjallara risavaxinnar blokkarinnar um miðnæturbil og fikraði sig hratt upp eftir hverri hæðinni af annarri, alveg upp á þá efstu. AP-fréttastofan greinir frá því að yfir 200 slökkviliðsmenn hafi stormað á vettvang og náð að koma í veg fyrir að eldurinn næði líka að breiðast út á þverveginn, en yfir 700 íbúðir eru í blokkinni.
23.03.2018 - 03:41
Erlent · Asía · Víetnam
Hálf öld frá Tet sókninni í Víetnam
Víetnamar minnast í dag með hátíðarhöldum og danssýningum að 50 ár eru frá Tet sókninni miklu sem breytti gangi Víetnamstríðsins. Norður-Víetnamar hófu stórsókn 1968 á Tet hátíðinni sem markar nýtt ár og gerðu árásir á 100 borgir og herstöðvar í Suður-Víetnam. Tet sóknin var Norður-Víetnömum mannskæð. Þeir misstu 58 þúsund hermenn og Bandaríkjamönnum og bandamönnum þeirra tókst að verjast.
31.01.2018 - 12:54
Erlent · Asía · Víetnam
Enginn fundur Trumps og Pútíns í Víetnam
Ekkert verður af fundi leiðtoga Bandaríkjanna og Rússlands á leiðtogaráðstefnu Kyrrahafsríkja í Víetnam um helgina eins og búist hafði verið við.
10.11.2017 - 06:39
Minnst 61 látinn eftir fellibyl í Víetnam
Minnst 61 lét lífið þegar fellibylurinn Damrey gekk yfir suðurhluta Víetnam um nýliðna helgi og yfir 20 er enn saknað. Flest fórust í flóðum og aurskriðum af völdum úrhellisins sem fylgdi storminum, auk þess sem nokkrir fórust þegar bátum undan strönd landsins hvolfdi í veðurofsanum. Mikil aurflóð færðu heilu bæina í kaf á svæðunum sem verst urðu úti. Miklir vatnavextir urðu í ám og lækjum og uppistöðulón í miðhluta landsins, þar sem enn gengur á með miklum rigningum, nálgast að vera yfirfull.
07.11.2017 - 05:21
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Víetnam
27 látnir í óveðrinu í Víetnam
Minnst 27 hafa dáið og tuga er saknað eftir að fellibylurinn Damrey fór hamförum í suðurhluta Víetnam á laugardag. Meðalvindhraði var um og yfir 36 metrar á sekúndu þegar Damrey tók land á suðurströnd landsins með tilheyrandi úrhelli. Um 40.000 heimili eyðilögðust í hamförunum. Þök fuku af húsum, tré rifnuðu upp með rótum og rafmagnsstaurar féllu í veðurofsanum, sem er sá mesti sem orðið hefur á þessum slóðum um áratugaskeið.
05.11.2017 - 04:14
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · fellibylur · Víetnam
Myndskeið
Stórtjón í fellibyl í Víetnam
Að minnsta kosti fimmtán eru látnir og nokkurra er saknað eftir að fellibylurinn Damrey skall í dag á strandhéruðum í mið- og suðurhluta Víetnams. Vindstyrkurinn svarar til annars stigs fellibyls að sögn sérfræðinga Bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA.
04.11.2017 - 16:57
Erlent · Asía · Veður · Víetnam