Færslur: Víetnam

Aftökum fjölgaði frá 2020 til 2021
Aftökum í löndum heims fjölgaði á síðasta ári um tuttugu prósent frá árinu áður. Þrátt fyrir það hafa skráðar aftökur ekki verið færri en þessi tvö ár frá árinu 2010. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International.
Sprenging í fjölda rafmagnsbíla á einum áratug
Óhætt er að fullyrða að sprenging hafi orðið í fjölgun rafknúinna heimilisbíla undanfarinn áratug. Árið 2012 voru sex rafmagns- og raftengifjölskyldubifreiðar skráðar á Íslandi en undir lok síðasta árs voru þær rétt tæplega sautján þúsund.
Sunnudagssögur
„Ekki sagt að það ætti að loka okkur inni í tvær vikur“
„Það var rosalega heitt og þessi tilfinning, að vera frelsissviptur, er svakaleg. Maður hafði ekkert um þetta að segja,“ segir Þóra Valný Yngvadóttir stjórnandi og fjármálaráðgjafi sem fyrir tveimur árum lenti í ótrúlegu ævintýri í Víetnam. Þóra hefur verið lögð í einelti og lent í alvarlegu bílslysi þar sem einn lést, en tekst að halda í æðruleysi og lífsgleði.
22.01.2022 - 09:00
Ferð Harris frestað vegna Havana-veiki
Ferð Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, til Víetnam í gær var frestað um nokkrar klukkustundir vegna afbrigðilegra veikinda, að sögn utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna. Veikindin eru sögð svipa til þeirra sem sendiráðsstarfsmenn í Havana á Kúbu fundu fyrir árið 2016. 
25.08.2021 - 02:14
Nýtt loftborið afbrigði kórónuveiru kennt við Víetnam
Nguyen Thanh Long, heilbrigðisráðherra Víetnam, tilkynnti í dag að þar í landi hefði uppgötvast nýtt afbrigði kórónuveirunnar. Það er sagt vera blendingur þess breska og indverska sem berist auðveldlega í andrúmsloftinu.
Evrópuríki skera upp herör gegn mansali frá Víetnam
Sam-evrópskri lögregluaðgerð verður hrundið af stað á þessu ári til þess að skera upp herör gegn mansali á fólki frá Víetnam. Fólkið er lokkað til Evrópu með loforði um störf. Það þarf að greiða jafnvirði allt að þriggja milljóna króna á mann til þess að vera smyglað til Evrópu, yfirleitt í gegnum Kína eða Rússland.
19.01.2021 - 06:13
Mikið tjón í hamförum í Víetnam
Hamfarir og kórónuveirufaraldurinn hafa bitnað harkalega á efnahag Víetnam á þessu ári. Ferðaþjónustan hefur hrunið eins og víðast hvar annars staðar, en níu fellibyljir og tvær öflugar lægðir til viðbótar á undanförnum tveimur mánuðum hafa gert illt verra.
02.12.2020 - 08:26
Erlent · Asía · Víetnam
Nær hálf milljón Víetnama flýr yfirvofandi fellibyl
Stjórnvöld í Víetnam hafa gert um 460.000 manns að yfirgefa heimili sín og koma sér í öruggt skjól vegna yfirvofandi ofsaveðurs. Fellibylurinn Vamco, sem varð minnst 42 að fjörtjóni á Filippseyjum í vikunni og eyðilagði eða stórskemmdi yfir 300.000 heimili á Luzon-eyju, er byrjaður að láta til sín taka við strönd Víetnams, þar sem hann mun ganga á land með morgninum.
15.11.2020 - 04:07
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Víetnam · Filippseyjar · fellibylur
Minnst 16 fórust í fellibylnum Goni
Minnst 16 létust í hamförunum af völdum ógnarstormsins Goni, sem gekk yfir hluta Filippseyja um helgina og skildi eftir sig slóð eyðileggingar. Goni er 18. fellibylurinn sem skellur á Filippseyjum í ár og sá öflugasti sem geisað hefur í heiminum það sem af er þessu ári. Mestur meðalvindhraði mældist yfir 60 metrar á sekúndu og í heiftarlegustu hviðunum fór hann upp fyrir 85 metra á sekúndu.
02.11.2020 - 05:35
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Filippseyjar · Víetnam · fellibylur
Manntjón og eyðilegging eftir fellibyl í Víetnam
Fellibylurinn Molave hefur orðið að minnsta kosti 21 að bana á leið sinni yfir miðhluta Víetnams. Tuga til viðbótar er saknað. Skriður hafa fallið vegna hellirigningar og þök svipst af níutíu þúsund íbúðarhúsum. Mörg eru ónýt.
29.10.2020 - 13:26
Erlent · Asía · Veður · Víetnam · fellibylur
25 látin og tuga saknað eftir óveður í Víetnam
Minnst sextán létu lífið í aurskriðum í Víetnam í gær þegar fellibylurinn Molave fór þar hamförum og ekki færri en tólf sjómenn fórust í óveðrinu. Úrhellisrigningar fylgdu storminum og ollu flóðum og aurskriðum, einkum í afskekktum héruðum um miðbik landsins. Tuga er enn saknað. Hundruð hermanna leita eftirlifenda í húsarústum og þykkum aurlögum og er stórvirkum vinnuvélum beitt við björgunarstörfin. Þá stendur leit enn yfir að fjórtán fiskimönnum sem saknað er.
29.10.2020 - 03:24
Erlent · Asía · Hamfarir · Flóð í Asíu · Veður · Víetnam · Flóð · fellibylur
COVID-19: Þúsundir fluttar frá Danang
Yfirvöld í Víetnam ætla að flytja um 80.000 manns frá borginni Danang eftir að þrír borgarbúa greindust með kórónuveirusmit í gær.
27.07.2020 - 08:51
Handtökur vegna smygls á fólki frá Víetnam
Franska lögreglan er með þrettán manns í haldi, sem grunaðir eru um að hafa tekið þátt í að smygla 39 víetnömskum hælisleitendum til Bretlands kæligámi flutningabíls til Bretlands í fyrrahaust. Sameiginlegt átak frönsku og belgísku lögreglunnar leiddi til þessa. Í Belgíu voru einnig þrettán handteknir vegna rannsóknarinnar.
27.05.2020 - 17:28
Heilt sveitarfélag í einangrun vegna kórónaveiru
Tíu þúsund manna sveitarfélag í Víetnam var var sett í einangrun í morgun eftir að sex manns greindust þar með COVID-19 kórónaveiruna.
13.02.2020 - 08:48
Milljarðatap í ferðaþjónustu í Víetnam
Stjórnvöld í Víetnam segja að ferðaþjónustan þar í landi verði fyrir miklu tekjutapi vegna kórónaveirufaraldursins í Kína. Tapið á þessu ári kunni að nema allt að 7,7 milljörðum dollara, jafnvirði meira en eitt þúsund milljarða króna.
07.02.2020 - 09:13
Víetnamar gera ráðstafanir vegna kórónaveiru
Stjórnvöld í Víetnam hafa gripið til vítækra ráðstafana vegna hugsanlegs faraldurs af völdum kórónaveirunnar sem blossaði upp í Kína um áramótin og eru meðal annars að reisa sjúkraskýli til að hýsa þúsundir sjúklinga.
05.02.2020 - 09:28
Erlent · Asía · Kína · Víetnam · Kórónaveira
Bílstjórinn viðurkenndi brot á innflytjendalögum
Flutningabílstjórinn Maurice Robinson, sem ákærður var vegna dauða 39 Víetnama sem fundust látnir í bifreið á Englandi í síðasta mánuði, hefur játað sig sekan um brot á innflytjendalögum. Þetta kom fram við réttarhöld í dag.
25.11.2019 - 14:44
Erlent · Asía · Evrópa · Bretland · Víetnam
Löngu horfin dýrategund náðist á mynd
Vísindamenn urðu kampakátir á dögunum þegar þeir skoðuðu myndir úr myndavélum sem komið var fyrir í skóglendi í suðurhluta Víetnam. Á mörgum myndanna gaf að líta dýr sem þeir héldu að væri ekki lengur að finna á víðavangi.
12.11.2019 - 06:25
Erlent · Asía · Dýralíf · Víetnam
Handtökur vegna dauða 39 Víetnama
Yfirvöld í Víetnam hafa handtekið átta manns til viðbótar í tengslum við rannsókn á dauða 39 Víetnama sem fundust látnir í kæligámi flutningabíls í Essex á Englandi í síðasta mánuði. Fyrir helgi voru tveir menn handteknir vegna málsins í Víetnam.
04.11.2019 - 09:50
Erlent · Asía · Bretland · Víetnam
22 fórust í aurskriðu í Mjanmar
Minnst 22 fórust þegar aurskriða féll á þorp í austanverðu Mjanmar í gærkvöld og jafnaði 16 íbúðarhús og eitt munkaklaustur við jörðu. Björgunarlið er enn að störfum í þorpinu í leit að fólki sem saknað er. Skriðan er rakin til steypiregns síðustu daga, en monsúnrigningar standa nú sem hæst eystra og jarðvegur víða gegnsósa.
10.08.2019 - 06:44
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Mjanmar · Víetnam
Yfir 600 dáin úr beinbrunasótt á Filippseyjum
Stjörnvöld á Filippseyjum lýstu í gær yfir neyðarástandi vegna beinbrunasóttarfaraldurs sem gaus upp í landinu í ársbyrjun og orðið hefur yfir 600 manns að aldurtila. Alls skráðu filippeysk heilbrigðisyfirvöld 146.062 tilfelli beinbrunasóttar frá því fyrstu tilfellin greindust í janúar fram til 20. júlí, og ekkert bendir til þess að faraldurinn sé í rénun. Þetta eru nær tvöfalt fleiri tilfelli en greindust á sama tímabili í fyrra.
Vígreifur Trump skammar vini jafnt sem fjendur
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lætur skammirnar ganga yfir hverja þjóðina á fætur annarri í aðdraganda leiðtogafundar G20-ríkjanna, þar sem 19 stærstu iðnríki heims og Evrópusambandið eiga fulltrúa. Í viðtali sem sýnt var á sjónvarpsstöðinni Fox Business í gær, sama dag og forsetinn lagði af stað til Osaka, þar sem leiðtogafundurinn fer fram, fór hann hörðum orðum um Kína, Víetnam, Þýskaland og Japan. Í morgun bættist svo Indland á lista ríkja sem Trump lætur heyra það fyrir fundinn.
27.06.2019 - 05:51
Viðskipti · Erlent · Asía · Evrópa · Norður Ameríka · Stjórnmál · Bandaríkin · Kína · Japan · Indland · Þýskaland · Víetnam · G20
Banakonu Kims Jong-nams sleppt úr haldi
Doan Thi Huong, sem fyrir mánuði var sakfelld fyrir að hafa orðið Kim Jong-nam, hálfbróður Kims Jong-uns, að bana á alþjóðaflugvellinum í Kuala Lumpur, er frjáls ferða sinna og lögð af stað til heimalands síns, Víetnam. Lögmaður Huong, Hisyam Teh, greindi þýsku fréttastofunni dpa frá þessu í morgun. Ákærunni á hendur Huong var breytt úr morðákæru í ákæru fyrir líkamsárás áður en dómur var upp kveðinn, og var hún á endanum aðeins dæmd til þriggja ára og fjögurra mánaða fangavistar.
03.05.2019 - 06:09
Trump og Kim hittast í Hanoi í dag
Fundur Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, með Kim Jong-un. leiðtoga Norður-Kóreu í Hanoi í dag hefst með stuttum viðræðum og síðan kvöldverði.
27.02.2019 - 08:17
Kim kominn til Vietnam
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er kominn til Víetnam þar sem hann ætlar að hitta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á morgun.
26.02.2019 - 08:57