Færslur: Viðvaranir

Appelsínugular viðvaranir víða um landið í dag
Appelsínugul veðurviðvörun vegna vinds tekur gildi á Vestfjörðum klukkan níu í dag þar sem búast má við norðaustanátt 20-28 m/s og dimmri hríð til fjalla. Viðvörunin verður í gildi til klukkan fimm í dag og Veðurstofan varar við varasömu ferðaveðri og bendir fólki á að tryggja lausa muni.
21.09.2021 - 07:20
Gul veðurviðvörun á austanverðu landinu á morgun
Veðurstofan spáir suðvestanátt 10-18 m/s og rigningu eða slyddu í dag, en úrkomulítið verður austanlands. Hlýrra í veðri en síðustu daga, hiti verður á bilinu 1-6 stig. Eftir hádegi í dag dregur úr úrkomu en snýst í vaxandi norðlæga átt síðdegis og í kvöld má búast við snjókomu eða éljum og ört kólnandi veðri.
08.01.2021 - 06:26