Færslur: Viðtalið

Viðtal
„Mikilvægt að geta sett sig í spor annarra“
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var gestur í Viðtalinu í gær. Þar voru málefni Norðurslóða, áherslur nýrrar ríkisstjórnar í Bandaríkjunum, samskipti við Rússa og óöld fyrir botni Miðjarðarhafs meðal annars til umræðu. Þá var Blinken einnig spurður um uppvöxt sinn í Frakklandi, sem hann vonar að nýtist honum í starfi utanríkisráðherra, og tónlistarferilinn, sem hann hefur lítinn tíma til að sinna í nýju annasömu starfi.
20.05.2021 - 10:09
Saeb Erekat sagði stuðning Íslendinga skipta máli
Saeb Erekat, aðalsamningamaður Palestínumanna, sem lést í dag sagði í VIðtalinu árið 2008 að stuðningur Íslendinga við málstað Palestínumanna skipti máli. Erekat lést af völdum COVID-19. Erekat var einn þekktasti talsmaður Palestínumanna og tók þátt í nær öllum friðarviðræðum við Ísrael frá árinu 1991. Hann kom til Íslands árið 2008 í fylgd Mahmoud Abbas, þáverandi og núverandi forseta Palestínu. Hann var gestur Boga Ágústssonar og Karls Sigtryggssonar í lok apríl 2008.