Færslur: Viðspyrnustyrkur

Viðtal
Geta sótt um viðspyrnustyrk vegna tekjumissis
Eigendur veitinga- og öldurhúsa sem orðið hafa fyrir tekjumissi vegna sóttvarnaaðgerða geta sótt um viðspyrnustyrk að hámarki 10-12 milljónir króna hver, segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra. Ríkisstjórnin samþykkti þessar aðgerðir í morgun. Arnar Björnsson fréttamaður ræddi við Þórdísi að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.
18.01.2022 - 10:58
Veitingamenn uggandi yfir ástandinu
„Það er ljóst að þetta gengur ekki lengur. Aðgerðir stjórnvalda eru eingöngu íþyngjandi og engar lausnir eða úrræði í sjónmáli,“ segir í færslu á Facebooksíðu Bruggstofunnar & Honkítonk BBQ þar sem boðað er að staðurinn verði lokaður út janúar, að minnsta kosti. Viðvarandi samkomubann og hæstu áfengisgjöld í Evrópu eru einnig nefnd til sögunnar í færslunni. Jón Bjarni Steinsson, skattalögfræðingur og veitingamaður, sagði í samtali við Síðdegisútvarpið á Rás 2 að óvissan sé erfiðust.
30.12.2021 - 18:36
Jóhannes Þór fagnar framlengingu viðspyrnustyrkja
Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar því að viðspyrnustyrkir til fyrirtækja skuli hafa verið framlengdir. Aðgerðaráætlun stjórnvalda vegna COVID-19 sem kynnt var í gær sé að hans mati í fljótu bragði skynsamleg. Nú sé til dæmis bætt við tekjufallsþrepi. 
Alls 734 milljónir greiddar í viðspyrnustyrki
Hátt í 600 umsóknir um viðspyrnustyrki bárust á fyrstu tveimur vikunum eftir að Skatturinn opnaði fyrir þær. Á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins segir að undanfarna mánuði hafi tugir milljarða króna verið greiddir í stuðning gegnum úrræði ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.
Áætlað að sækja megi um viðspyrnustyrki í lok mánaðar
Nú leggur Skatturinn allt kapp á að mögulegt verði að hefja móttöku umsókna um viðspyrnustyrki um næstu mánaðamót. Lög um viðspyrnustyrki voru samþykkt á Alþingi skömmu fyrir jól.
Bankarnir áfram um að tryggja endurskipulagningu
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir sér hafa sýnst að bankar leggi áherslu á að vinna með ferðaþjónustufyrirtækjum við endurskipulagningu fjármála þeirra. Bankarnir séu opnari á frystingar og frestanir en yfirtökur nú en var eftir Hrunið.
Bjarni: Vonbrigði að það hafi tafist að afgreiða styrki
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að það séu vonbrigði að tafir hafi orðið á afgreiðslu tekjufalls- og viðspyrnustyrkja en fullyrðir að allur kraftur sem hægt sé að setja í þau mál hafi verið settur í verkefnið. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata spurði ráðherra á Alþingi í dag út í seinaganginn, sem hann sagði farinn að stórskaða rekstur og fyrirtæki.
02.02.2021 - 17:58
Búið að sækja um tekjufallsstyrki fyrir 2,7 milljarða
419 rekstraraðilar sóttu um tekjufallsstyrki fyrir um 2,7 millljarða króna fyrstu dagana eftir að opnað var fyrir umsóknir 11. janúar vegna tekjufalls rekstraraðila á tímabilinu 1. apríl til og með 31. október 2020. Skatturinn fer með framkvæmd úrræðisins. Búið er að afgreiða 69 umsóknir fyrir um 590 milljónir króna.
14.01.2021 - 18:14
Hægt verður að sækja um tekjufallsstyrk um mánaðamótin
Hægt verður að sækja um nýtt úrræði, tekjufallsstyrki, og framhald lokunarstyrkja hjá Skattinum um næstu mánaðamót. Alþingi samþykkti í liðinni viku lög um aðgerðirnar sem hafa að markmiði að styðja fyrirtæki vegna áhrifa COVID-19 heimsfaraldursins.